Tók of krappa beygju Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. apríl 2014 07:00 Kafarar eru enn að vinna að því að fara inn í króka og kima skipsins til að finna fleiri lík. Fréttablaðið/AP Í gær, tíu dögum eftir að ferjan Sewol sökk suðvestur af Kóreuskaga, voru kafarar enn að kanna skipið í leit að líkum. 183 hafa fundist en 119 manns var enn saknað, og fullvíst talið að þeir væru allir látnir. Alls virðast 302 hafa farist með skipinu. 174 komust lífs af. Enn hafa ekki fengist endanlegar skýringar á því að skipið sökk, en síðustu daga hefur athyglin beinst að því að ferjan hafi verið ofhlaðin. Um borð voru 3.608 tonn af bifreiðum og öðrum varningi, en það er þrisvar sinnum meira en óhætt var. Þetta er líka mun meira en skipstjórinn hafði gefið upp á pappírum. Hann sagði ferjuna hafa siglt af stað með 150 bifreiðar og 657 tonn af öðrum varningi. Lykilatriði er hér að ferjunni var breytt árið 2012 þegar farþegarýmið var stækkað þannig að hún gæti flutt 921 farþega í staðinn fyrir 804. Þessum breytingum fylgdu þau skilyrði að skipið mátti ekki lengur flytja nema þúsund tonna farm, en áður réði ferjan við meira en 2.500 tonn. Eftir breytingarnar þurfti einnig að sjá til þess að meira en 2.000 tonn af kjölfestuvatni væru í skipinu. Þrátt fyrir þetta gaf útgerð skipsins upp að flutningsgeta þess væri 3.963 tonn, sem er óbreytt frá því áður en skipinu var breytt. Skipstjóri ferjunnar var ekki við stýrið þegar kröpp beygja var tekin á leið skipsins. Beygjan var 45 gráður, sem virðist hafa verið meira en skipið réði við. Skömmu síðar byrjaði það að hallast og sökk nokkrum tímum síðar. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Í gær, tíu dögum eftir að ferjan Sewol sökk suðvestur af Kóreuskaga, voru kafarar enn að kanna skipið í leit að líkum. 183 hafa fundist en 119 manns var enn saknað, og fullvíst talið að þeir væru allir látnir. Alls virðast 302 hafa farist með skipinu. 174 komust lífs af. Enn hafa ekki fengist endanlegar skýringar á því að skipið sökk, en síðustu daga hefur athyglin beinst að því að ferjan hafi verið ofhlaðin. Um borð voru 3.608 tonn af bifreiðum og öðrum varningi, en það er þrisvar sinnum meira en óhætt var. Þetta er líka mun meira en skipstjórinn hafði gefið upp á pappírum. Hann sagði ferjuna hafa siglt af stað með 150 bifreiðar og 657 tonn af öðrum varningi. Lykilatriði er hér að ferjunni var breytt árið 2012 þegar farþegarýmið var stækkað þannig að hún gæti flutt 921 farþega í staðinn fyrir 804. Þessum breytingum fylgdu þau skilyrði að skipið mátti ekki lengur flytja nema þúsund tonna farm, en áður réði ferjan við meira en 2.500 tonn. Eftir breytingarnar þurfti einnig að sjá til þess að meira en 2.000 tonn af kjölfestuvatni væru í skipinu. Þrátt fyrir þetta gaf útgerð skipsins upp að flutningsgeta þess væri 3.963 tonn, sem er óbreytt frá því áður en skipinu var breytt. Skipstjóri ferjunnar var ekki við stýrið þegar kröpp beygja var tekin á leið skipsins. Beygjan var 45 gráður, sem virðist hafa verið meira en skipið réði við. Skömmu síðar byrjaði það að hallast og sökk nokkrum tímum síðar.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira