Innlent

Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Rannsókn á máli Hjördísar er samstarf lögreglunnar á Suðaustur-Jótlandi og ákæruvaldsins.
Rannsókn á máli Hjördísar er samstarf lögreglunnar á Suðaustur-Jótlandi og ákæruvaldsins. nordicphotos/getty
Hjördís Svan situr í gæsluvarðhaldi í fangelsi í Horsens vegna tveggja brota á annarri málsgrein 215. greinar danskra hegningarlaga samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Horsens.

Sú málsgrein fjallar um ólögmætan brottflutning á barni úr landi. Hjördís mun verða ákærð fyrir þessi brot auk brots á fyrstu málsgrein sömu greinar er varðar brot á umgengnissamkomulagi vegna barna undir 18 ára aldri. Hámarksrefsing fyrir sakfellingu á þessum brotum er fangelsisvist í allt að fjögur ár.

Aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Horsens segir að réttarhöldum yfir Hjördísi hafi verið frestað og ekki sé komin nákvæm tímasetning.

Frestunin kemur til vegna beiðni lögmanns Hjördísar um frekari rannsókn á málinu. Í gær kom fram í Fréttablaðinu að lögmaður Hjördísar segir ný gögn vera í málinu sem geti orðið til þess að Hjördís verði ekki sakfelld.


Tengdar fréttir

Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi

Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar.

Ráðherrar beiti sér fyrir Hjördísi

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beittu sér í máli Hjördísar Svan.

Saksóknari hefur áfrýjað

Búist er við niðurstöðu frá Landsrétti í dag um hvort Hjördís verði sett í gæsluvarðhald.

Sýndu Hjördísi stuðning

Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×