Innlent

Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Samkvæmt dönskum lögum má aðeins halda Hjördísi í sólarhring í án dómsúrskurðar.
Samkvæmt dönskum lögum má aðeins halda Hjördísi í sólarhring í án dómsúrskurðar.
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir hefur verið úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Horsens í Danmörku en áður hafði kröfu saksóknara um gæsluvarðhald yfir Hjördísi verið hafnað. Þess í stað var hún úrskurðuð í farbann og bar henni því að mæta á lögreglustöð á hverjum degi og tilkynna sig.

Þegar Hjördís mætti á lögreglustöðina á mánudagsmorgunn var hún fyrirvaralaust sett í varðhald án útskýringa en samkvæmt dönskum lögum má aðeins halda Hjördísi í sólarhring í án dómsúrskurðar.

Samkvæmt heimildum Vísis var úrskurði dómara áfrýjað og nú hefur Hjördís verið úrskurðuð í áðurnefnt gæsluvarðhald.

Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag, ekki einu sinni lögmaður hennar, sem fékk þó að láta hana hafa peninga.


Tengdar fréttir

"Held áfram að berjast fyrir þeim“

Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×