Innlent

Hjördís handtekin og flutt til Danmerkur

Andri Ólafsson skrifar
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir var í dag handtekin og flutt til Danmerkur þar sem hún hefur verið eftirlýst síðan í haust. Í Danmörku bíður hennar ákæra eftir að hún nam börnin sín þrjú á brott og fór með til Íslands.

Samkvæmt heimildum Vísis urðu börn Hjördísar eftir á Íslandi þegar móðir þeirra var handtekin og eru þau nú hjá móðurfjölskyldunni.

Kim Gram Laursen, danskur faðir barnanna, fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda. Hjördís og Kim hafa átt í áralangri forsjárdeilu en danskur dómstóll dæmdi  Kim fulla forsjá í september 2012.

Hjördís mótmælti handtökuskipuninni en hún var staðfest bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Hæstarétti Íslands.

Það var Ríkissaksóknari sem fór með málið gegn Hjördísi og eftir úrskurð Hæstaréttar fól hann Ríkislögreglustjóra að hafa samband við dönsk yfirvöld og sjá til þess að handtökuskipanin yrði fullnustuð. Fulltrúar frá dönskum yfirvöldum sóttu svo Hjördísi í dag og fóru með hana til Danmerkur en þar bíður hennar ákæra.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×