Innlent

Ráðherrar beiti sér fyrir Hjördísi

Eva Bjarnadóttir skrifar
Björt Ólafsdóttir, alþingismaður Bjartrar framtíðar, ræddi handtökuskipun á Alþingi í gær.
Björt Ólafsdóttir, alþingismaður Bjartrar framtíðar, ræddi handtökuskipun á Alþingi í gær.
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir því á Alþingi í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar beittu sér í máli Hjördísar Svan.

Í síðustu viku staðfesti Hæstiréttur handtökuskipun danskra yfirvalda vegna Hjördísar.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði ríkisstjórnina ekki geta blandað sér í niðurstöðu dómstóla. Kappkostað væri að tryggja hag barnanna, sem séu íslenskir ríkisborgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×