Ríkisstjórn með tengsl við öfgahópa Freyr Bjarnason skrifar 8. mars 2014 07:00 Stuðningsmenn Svoboda fyrir utan þinghúsið í Kænugarði þar sem bláir fánar flokksins voru áberandi. Nordicphotos/AFP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur því fram að nýfasískir hægriöfgahópar séu á bak við „valdaránið“ í Úkraínu eins og hann kallar það. Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu sem var hliðhollur Rússum, hrökklaðist úr embætti í síðasta mánuði eftir blóðug mótmæli í Kænugarði. Pútín hefur sett spurningamerki við það hversu lýðræðissinnaðir mótmælendurnir voru í raun og veru og lýsir þeim sem „körlum með svartar grímur og Kalashnikov-riffla“. Á vefsíðu CNN er velt vöngum yfir því hvort þessi orð forstans eigi við rök að styðjast. Ljóst er að hægriöfgahreyfingar, gyðingahaturshópar, andstæðingar Rússa og opinberir fasískir hópar hafa þrifist í Úkraínu. Árið 2012 fordæmdi Evrópuþingið fjölmennasta, en alls ekki öfgafyllsta, hægriöfgaflokkinn Svoboda og sagði hann uppfullan af „kynþátta-, gyðinga- og útlendingahatri“. Í skýrslu þingsins lýsti það yfir áhyggjum sínum af „aukinni þjóðernishyggju í Úkraínu“. Oleg Tjahníbok, leiðtogi Svoboda, lét eitt sinn hafa eftir sér að Kænugarði væri stjórnað af „rússneskri gyðingamafíu“ og að Úkraínumenn hafi barist af miklu hugrekki gegn Rússum, Þjóðverjum, gyðingum „og öðrum óþverrum“ í síðari heimsstyrjöldinni. Þessi hópur, ásamt hinni öfgafullu Hægrihreyfingu, tók virkan þátt í mótmælunum í Úkraínu og átti þátt í að ryðja brautina fyrir nýju stjórnina með bráðgabirgðaforsetann Túrtsjínov í fararbroddi. Svoboda-flokkurinn hlaut aðeins tveggja prósenta fylgi í forsetakosningunum árið 2012 en nú er hann orðinn sá fjórði stærsti í landinu. Lykilembætti í úkraínsku bráðabirgðastjórninni tengjast flokknum, þar á meðal embætti aðstoðarforsætisráðherra og yfirmanns þjóðaröryggis- og varnarmálaráðsins. Svoboda hefur jafnframt umsjón með saksóknaraembættinu og ráðuneytum umhverfis- og landbúnaðarmála. Svoboda er engu að síður uppfullur af mismunandi þenkjandi einstaklingum og sumir þeirra gengu í flokkinn til að starfa gegn spillingu. Þjóðernishyggjan hefur heldur verið á undanhaldi í Svoboda, sem einnig styður samvinnu við Evrópusambandið, sem er undantekning á meðal hægriöfgaflokka í Evrópu.Þrír umdeildir í ríkisstjórninniOlexander Sítsj Hinn 49 ára aðstoðarforsætisráðherra er meðlimur hægriöfgaflokksins Svoboda (Frelsisflokksins). Hann er mótfallinn fóstureyðingum og sagði eitt sinn að konur eigi að „haga lífsstíl sínum þannig að dragi úr hættunni á því að þeim verði nauðgað, þar á meðal með því að drekka ekki áfengi eða vera í vafasömum félagsskap“. Sítsj hefur verið gagnrýndur af konum og mannréttindasamtökum.Andrí Parúbí Yfirmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er meðlimur Föðurlandsflokksins og hafði yfirumsjón með mótmælaaðgerðunum í síðasta mánuði. Hann er annars stofnandi Þjóðernissósíalistaflokksins, sem var fasistaflokkur undir áhrifum frá nasistum. Inngöngu í flokkinn fengu aðeins „gegnheilir“ Úkraínumenn. Síðar meir fékk flokkurinn nafnið Svoboda.Dmítro Jarosj Aðstoðarmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er yfirmaður hins herskáa hægriöfgahóps Praví Sektor, sem var áberandi í mótmælunum í síðasta mánuði. Margir hafa bendlað hópinn við ofbeldið sem mótmælendur beittu, þar á meðal er þeir hentu mólótovkokteilum að lögreglunni og grýttu hana. Sumir vestrænir ráðamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af veru Jarosj í ríkisstjórninni. Úkraína Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur því fram að nýfasískir hægriöfgahópar séu á bak við „valdaránið“ í Úkraínu eins og hann kallar það. Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu sem var hliðhollur Rússum, hrökklaðist úr embætti í síðasta mánuði eftir blóðug mótmæli í Kænugarði. Pútín hefur sett spurningamerki við það hversu lýðræðissinnaðir mótmælendurnir voru í raun og veru og lýsir þeim sem „körlum með svartar grímur og Kalashnikov-riffla“. Á vefsíðu CNN er velt vöngum yfir því hvort þessi orð forstans eigi við rök að styðjast. Ljóst er að hægriöfgahreyfingar, gyðingahaturshópar, andstæðingar Rússa og opinberir fasískir hópar hafa þrifist í Úkraínu. Árið 2012 fordæmdi Evrópuþingið fjölmennasta, en alls ekki öfgafyllsta, hægriöfgaflokkinn Svoboda og sagði hann uppfullan af „kynþátta-, gyðinga- og útlendingahatri“. Í skýrslu þingsins lýsti það yfir áhyggjum sínum af „aukinni þjóðernishyggju í Úkraínu“. Oleg Tjahníbok, leiðtogi Svoboda, lét eitt sinn hafa eftir sér að Kænugarði væri stjórnað af „rússneskri gyðingamafíu“ og að Úkraínumenn hafi barist af miklu hugrekki gegn Rússum, Þjóðverjum, gyðingum „og öðrum óþverrum“ í síðari heimsstyrjöldinni. Þessi hópur, ásamt hinni öfgafullu Hægrihreyfingu, tók virkan þátt í mótmælunum í Úkraínu og átti þátt í að ryðja brautina fyrir nýju stjórnina með bráðgabirgðaforsetann Túrtsjínov í fararbroddi. Svoboda-flokkurinn hlaut aðeins tveggja prósenta fylgi í forsetakosningunum árið 2012 en nú er hann orðinn sá fjórði stærsti í landinu. Lykilembætti í úkraínsku bráðabirgðastjórninni tengjast flokknum, þar á meðal embætti aðstoðarforsætisráðherra og yfirmanns þjóðaröryggis- og varnarmálaráðsins. Svoboda hefur jafnframt umsjón með saksóknaraembættinu og ráðuneytum umhverfis- og landbúnaðarmála. Svoboda er engu að síður uppfullur af mismunandi þenkjandi einstaklingum og sumir þeirra gengu í flokkinn til að starfa gegn spillingu. Þjóðernishyggjan hefur heldur verið á undanhaldi í Svoboda, sem einnig styður samvinnu við Evrópusambandið, sem er undantekning á meðal hægriöfgaflokka í Evrópu.Þrír umdeildir í ríkisstjórninniOlexander Sítsj Hinn 49 ára aðstoðarforsætisráðherra er meðlimur hægriöfgaflokksins Svoboda (Frelsisflokksins). Hann er mótfallinn fóstureyðingum og sagði eitt sinn að konur eigi að „haga lífsstíl sínum þannig að dragi úr hættunni á því að þeim verði nauðgað, þar á meðal með því að drekka ekki áfengi eða vera í vafasömum félagsskap“. Sítsj hefur verið gagnrýndur af konum og mannréttindasamtökum.Andrí Parúbí Yfirmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er meðlimur Föðurlandsflokksins og hafði yfirumsjón með mótmælaaðgerðunum í síðasta mánuði. Hann er annars stofnandi Þjóðernissósíalistaflokksins, sem var fasistaflokkur undir áhrifum frá nasistum. Inngöngu í flokkinn fengu aðeins „gegnheilir“ Úkraínumenn. Síðar meir fékk flokkurinn nafnið Svoboda.Dmítro Jarosj Aðstoðarmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er yfirmaður hins herskáa hægriöfgahóps Praví Sektor, sem var áberandi í mótmælunum í síðasta mánuði. Margir hafa bendlað hópinn við ofbeldið sem mótmælendur beittu, þar á meðal er þeir hentu mólótovkokteilum að lögreglunni og grýttu hana. Sumir vestrænir ráðamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af veru Jarosj í ríkisstjórninni.
Úkraína Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira