Ríkisstjórn með tengsl við öfgahópa Freyr Bjarnason skrifar 8. mars 2014 07:00 Stuðningsmenn Svoboda fyrir utan þinghúsið í Kænugarði þar sem bláir fánar flokksins voru áberandi. Nordicphotos/AFP Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur því fram að nýfasískir hægriöfgahópar séu á bak við „valdaránið“ í Úkraínu eins og hann kallar það. Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu sem var hliðhollur Rússum, hrökklaðist úr embætti í síðasta mánuði eftir blóðug mótmæli í Kænugarði. Pútín hefur sett spurningamerki við það hversu lýðræðissinnaðir mótmælendurnir voru í raun og veru og lýsir þeim sem „körlum með svartar grímur og Kalashnikov-riffla“. Á vefsíðu CNN er velt vöngum yfir því hvort þessi orð forstans eigi við rök að styðjast. Ljóst er að hægriöfgahreyfingar, gyðingahaturshópar, andstæðingar Rússa og opinberir fasískir hópar hafa þrifist í Úkraínu. Árið 2012 fordæmdi Evrópuþingið fjölmennasta, en alls ekki öfgafyllsta, hægriöfgaflokkinn Svoboda og sagði hann uppfullan af „kynþátta-, gyðinga- og útlendingahatri“. Í skýrslu þingsins lýsti það yfir áhyggjum sínum af „aukinni þjóðernishyggju í Úkraínu“. Oleg Tjahníbok, leiðtogi Svoboda, lét eitt sinn hafa eftir sér að Kænugarði væri stjórnað af „rússneskri gyðingamafíu“ og að Úkraínumenn hafi barist af miklu hugrekki gegn Rússum, Þjóðverjum, gyðingum „og öðrum óþverrum“ í síðari heimsstyrjöldinni. Þessi hópur, ásamt hinni öfgafullu Hægrihreyfingu, tók virkan þátt í mótmælunum í Úkraínu og átti þátt í að ryðja brautina fyrir nýju stjórnina með bráðgabirgðaforsetann Túrtsjínov í fararbroddi. Svoboda-flokkurinn hlaut aðeins tveggja prósenta fylgi í forsetakosningunum árið 2012 en nú er hann orðinn sá fjórði stærsti í landinu. Lykilembætti í úkraínsku bráðabirgðastjórninni tengjast flokknum, þar á meðal embætti aðstoðarforsætisráðherra og yfirmanns þjóðaröryggis- og varnarmálaráðsins. Svoboda hefur jafnframt umsjón með saksóknaraembættinu og ráðuneytum umhverfis- og landbúnaðarmála. Svoboda er engu að síður uppfullur af mismunandi þenkjandi einstaklingum og sumir þeirra gengu í flokkinn til að starfa gegn spillingu. Þjóðernishyggjan hefur heldur verið á undanhaldi í Svoboda, sem einnig styður samvinnu við Evrópusambandið, sem er undantekning á meðal hægriöfgaflokka í Evrópu.Þrír umdeildir í ríkisstjórninniOlexander Sítsj Hinn 49 ára aðstoðarforsætisráðherra er meðlimur hægriöfgaflokksins Svoboda (Frelsisflokksins). Hann er mótfallinn fóstureyðingum og sagði eitt sinn að konur eigi að „haga lífsstíl sínum þannig að dragi úr hættunni á því að þeim verði nauðgað, þar á meðal með því að drekka ekki áfengi eða vera í vafasömum félagsskap“. Sítsj hefur verið gagnrýndur af konum og mannréttindasamtökum.Andrí Parúbí Yfirmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er meðlimur Föðurlandsflokksins og hafði yfirumsjón með mótmælaaðgerðunum í síðasta mánuði. Hann er annars stofnandi Þjóðernissósíalistaflokksins, sem var fasistaflokkur undir áhrifum frá nasistum. Inngöngu í flokkinn fengu aðeins „gegnheilir“ Úkraínumenn. Síðar meir fékk flokkurinn nafnið Svoboda.Dmítro Jarosj Aðstoðarmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er yfirmaður hins herskáa hægriöfgahóps Praví Sektor, sem var áberandi í mótmælunum í síðasta mánuði. Margir hafa bendlað hópinn við ofbeldið sem mótmælendur beittu, þar á meðal er þeir hentu mólótovkokteilum að lögreglunni og grýttu hana. Sumir vestrænir ráðamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af veru Jarosj í ríkisstjórninni. Úkraína Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, heldur því fram að nýfasískir hægriöfgahópar séu á bak við „valdaránið“ í Úkraínu eins og hann kallar það. Viktor Janúkovítsj, fyrrverandi forseti Úkraínu sem var hliðhollur Rússum, hrökklaðist úr embætti í síðasta mánuði eftir blóðug mótmæli í Kænugarði. Pútín hefur sett spurningamerki við það hversu lýðræðissinnaðir mótmælendurnir voru í raun og veru og lýsir þeim sem „körlum með svartar grímur og Kalashnikov-riffla“. Á vefsíðu CNN er velt vöngum yfir því hvort þessi orð forstans eigi við rök að styðjast. Ljóst er að hægriöfgahreyfingar, gyðingahaturshópar, andstæðingar Rússa og opinberir fasískir hópar hafa þrifist í Úkraínu. Árið 2012 fordæmdi Evrópuþingið fjölmennasta, en alls ekki öfgafyllsta, hægriöfgaflokkinn Svoboda og sagði hann uppfullan af „kynþátta-, gyðinga- og útlendingahatri“. Í skýrslu þingsins lýsti það yfir áhyggjum sínum af „aukinni þjóðernishyggju í Úkraínu“. Oleg Tjahníbok, leiðtogi Svoboda, lét eitt sinn hafa eftir sér að Kænugarði væri stjórnað af „rússneskri gyðingamafíu“ og að Úkraínumenn hafi barist af miklu hugrekki gegn Rússum, Þjóðverjum, gyðingum „og öðrum óþverrum“ í síðari heimsstyrjöldinni. Þessi hópur, ásamt hinni öfgafullu Hægrihreyfingu, tók virkan þátt í mótmælunum í Úkraínu og átti þátt í að ryðja brautina fyrir nýju stjórnina með bráðgabirgðaforsetann Túrtsjínov í fararbroddi. Svoboda-flokkurinn hlaut aðeins tveggja prósenta fylgi í forsetakosningunum árið 2012 en nú er hann orðinn sá fjórði stærsti í landinu. Lykilembætti í úkraínsku bráðabirgðastjórninni tengjast flokknum, þar á meðal embætti aðstoðarforsætisráðherra og yfirmanns þjóðaröryggis- og varnarmálaráðsins. Svoboda hefur jafnframt umsjón með saksóknaraembættinu og ráðuneytum umhverfis- og landbúnaðarmála. Svoboda er engu að síður uppfullur af mismunandi þenkjandi einstaklingum og sumir þeirra gengu í flokkinn til að starfa gegn spillingu. Þjóðernishyggjan hefur heldur verið á undanhaldi í Svoboda, sem einnig styður samvinnu við Evrópusambandið, sem er undantekning á meðal hægriöfgaflokka í Evrópu.Þrír umdeildir í ríkisstjórninniOlexander Sítsj Hinn 49 ára aðstoðarforsætisráðherra er meðlimur hægriöfgaflokksins Svoboda (Frelsisflokksins). Hann er mótfallinn fóstureyðingum og sagði eitt sinn að konur eigi að „haga lífsstíl sínum þannig að dragi úr hættunni á því að þeim verði nauðgað, þar á meðal með því að drekka ekki áfengi eða vera í vafasömum félagsskap“. Sítsj hefur verið gagnrýndur af konum og mannréttindasamtökum.Andrí Parúbí Yfirmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er meðlimur Föðurlandsflokksins og hafði yfirumsjón með mótmælaaðgerðunum í síðasta mánuði. Hann er annars stofnandi Þjóðernissósíalistaflokksins, sem var fasistaflokkur undir áhrifum frá nasistum. Inngöngu í flokkinn fengu aðeins „gegnheilir“ Úkraínumenn. Síðar meir fékk flokkurinn nafnið Svoboda.Dmítro Jarosj Aðstoðarmaður þjóðaröryggis- og varnarráðsins er yfirmaður hins herskáa hægriöfgahóps Praví Sektor, sem var áberandi í mótmælunum í síðasta mánuði. Margir hafa bendlað hópinn við ofbeldið sem mótmælendur beittu, þar á meðal er þeir hentu mólótovkokteilum að lögreglunni og grýttu hana. Sumir vestrænir ráðamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af veru Jarosj í ríkisstjórninni.
Úkraína Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira