Erlent

Fólk dragi úr sykuráti

Freyr Bjarnason skrifar
Almenningur ætti að draga úr sykurneyslu.
Almenningur ætti að draga úr sykurneyslu. Mynd/AP

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að dagleg sykurneysla almennings eigi að vera fimm prósent af heildarfjölda hitaeininga sem hann innbyrðir.

Þetta er helmingi minni sykurskammtur en áður hafði verið mælt með.

Eftir að hafa skoðað um níu þúsund rannsóknir segja sérfræðingar stofnunarinnar að með því að draga úr neyslu sykurs verði auðveldara að berjast gegn offitu og tannskemmdum.

Innifalið í sykurskammtinum er viðbættur sykur í mat og sykur í hunangi, sírópi og ávaxtasafa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.