Erlent

Flutningaskip án áhafnar

Freyr Bjarnason skrifar
Venjulegt flutningaskip í höfn í Frakklandi.
Venjulegt flutningaskip í höfn í Frakklandi. Nordicphotos/AFP
Ómönnuð flutningaskip gætu orðið að veruleika innan áratugar, samkvæmt framleiðandanum Rolls-Royce. ESB ætlar að setja 3,5 milljónir evra í verkefnið.

„Nú er runninn upp sá tími að við íhugum gerð ómannaðra skipa af ýmsum toga. Stundum verður það sem var óhugsandi í gær mögulegt á morgun,“ sagði Oskar Levander hjá Rolls-Royce, í frétt BBC.

„Tæknin er til staðar og er þá ekki þá kominn tími til að færa sum verkefni yfir á land? Er betra að hafa 20 manna áhöfn á siglingu um Norðurhöf eða til dæmis fimm í stjórnherbergi á landi?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×