Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram - ÍBV 1-1 | ÍBV nældi í stig í Dalnum Henry Birgir Gunnarsson í Laugardal skrifar 4. maí 2014 00:01 ÍBV sótti eitt stig í Laugardalinn í dag er það mætti fermingardrengjunum í Fram. ÍBV reif sig upp í síðari hálfleik og jafnaði leikinn.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikur var hálfrislítill. Það er vissulega klisja að tala um vorbrag en það er eina leiðin til þess að lýsa hálfleiknum. Leikmenn æstir að hefja leik og virtust vera mjög spenntir. Héldu boltanum illa og afar takmarkað að gerast. Framarar héldu þó boltanum betur og alltaf líklegri. Sérstaklega var Arnþór Ari Atlason sprækur en honum gekk vel að losa sig við varnarmenn ÍBV. Hann fékk þrjú bestu færi hálfleiksins og úr einu þeirra skoraði hann eina mark hálfleiksins. Fékk sendingu inn fyrir og lagði boltann smekklega í markið. Fram leiddi sanngjarnt í hálfleik. Eyjamenn mættu mun ákveðnari til síðari hálfleiksins og fóru loksins að sækja af einhverju viti. Þeim gekk samt illa að skapa sér almennileg færi og í raun fékk liðið ekki gott færi fyrr en Bjarni Gunnarsson jafnaði leikinn. Varnarmenn Fram gleymdu þá Bjarna algjörlega á fjærstöng. Hann átti samt eftir að afgreiða langa sendingu en hann gerði það með glans. Glæsilegt mark. Við markið kom skrekkur í hið unga lið Fram og það byrjaði að gefa eftir. Eyjamenn allt í einu sterkari og í tvígang var liðið nærri því að jafna. Fyrst var varið á línu eftir umdeilda óbeina aukaspyrnu og svo átti Víðir Þorvarðarson frábært skot sem Ögmundur varði listavel. Jafntefli varð niðurstaðan og nokkuð sanngjörn niðurstaða þegar upp var staðið. Hið unga og nýja lið Fram stóð sig vel í frumsýningu sinni. Sprækir og duglegir strákar. Fínt skipulag á liðinu og Jóhannes Karl bindur það vel saman með Hafsteini. Arnþór virkilega sprækur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Miðvarðarparið öruggt í sínum aðgerðum og Ögmundur flottur þar fyrir aftan. Eins og við mátti búast var sóknarleikurinn höfuðverkur ÍBV. Það var ekkert að frétta lengi vel en eftir að Víðir komst í gang í þeim seinni fór eitthvað að gerast. Framherjinn Glenn er að stíga upp úr meiðslum og virðist eiga nokkuð í land. Hann sýndi afar lítið í dag. Vörnin þó þétt og á henni má byggja. Bjarni sýndi lipra takta framan af og Víðir flottur í seinni.Vísir/VilhelmArnþór: Ég átti að skora fleiri mörk "Ég var auðvitað ánægður með að skora í dag en mörkin áttu að vera fleiri. Ég get alveg viðurkennt það," sagði Framarinn Arnþór Ari Atlason en hann átti virkilega fínan dag og stendur undir því lofi sem hann fékk fyrir mót. "Það var enginn skrekkur í okkur fyrir leik. Meiri spenna enda búnir að bíða eftir þessu í allan vetur. Mér fannst allir standa sig vel í dag. Ég er stoltur af strákunum." Þessi frammistaða fermingardrengjanna í dag lofar góðu fyrir framhaldið. "Núna er vonandi skrekkurinn farinn úr mönnum og mér fannst við spila vel í dag. Við eigum bara eftir að styrkjast í næstu leikjum. Mér fannst að við hefðum átt að klára leikinn í fyrri hálfleik og ef ég hefði nýtt færin mín betur þá hefðum við klárað leikinn."Vísir/VilhelmSigurður Ragnar: Erum að vinna í sóknarleiknum "Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjarnt. Framararnir betri í fyrri hálfleik en við í þeim síðari. Ég er sáttur við að liðið kæmi til baka á útivelli. Það er ekki auðvelt," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. Sóknarleikur ÍBV var alls ekki nógu öflugur en það var talað um þann hausverk fyrir mót. Liðið skapaði nánast ekkert fram að jöfnunarmarkinu. "Það hefur loðað við ÍBV undanfarin ár að vera ekki með nógu öflugt sóknarlið. Við erum að vinna í því. Framherjinn okkar Jonathan var að spila sinn fyrsta leik í dag eftir þrjár vikur í meiðslum. Við sköpuðum nokkur þokkaleg færi en auðvitað viljum við gera enn betur. "Það vantar líka meiri yfirvegun í spilið okkar og vonandi náum við að bæta það fyrir næsta leik. Þegar öllu er á botninn hvolft er kannski í lagi að taka stig hérna á útivelli. Það er alltaf stress í fyrsta leik. Við lentum undir en komum til baka þannig að ég er nokkuð sáttur."Vísir/VilhelmBjarni: Margt jákvætt í gangi "Ég hefði auðvitað viljað fá þrjú stig í dag en við vorum að spila gegn hörkusterku liði ÍBV. Þetta er lið sem hefur ekki verið að fá á sig mörg mörk en við fengum fjöldann allan af færum í fyrri hálfleik," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram. "Staðan í hálfleik hefði hæglega getað verið 3-1 eða 4-1 fyrir okkur. Eftirleikurinn verður alltaf erfiðari ef menn ná ekki að nýta færin sín. "Markið þeirra kom varla úr góðu færi. Þetta var erfitt færi og virkilega vel afgreitt hjá Bjarna. Mér fannst við ráða ágætlega við þá." Það virtist koma smá skrekkur í Fram-liðið eftir jöfnunarmarkið og ÍBV var ekki fjarri því að stela sigrinum. "Ég er ekkert rosalega sáttur við stigið en við tökum það og höldum áfram. Við lærum af þessu en það var allt fullt af jákvæðum hlutum í gangi hjá okkur." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
ÍBV sótti eitt stig í Laugardalinn í dag er það mætti fermingardrengjunum í Fram. ÍBV reif sig upp í síðari hálfleik og jafnaði leikinn.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikur var hálfrislítill. Það er vissulega klisja að tala um vorbrag en það er eina leiðin til þess að lýsa hálfleiknum. Leikmenn æstir að hefja leik og virtust vera mjög spenntir. Héldu boltanum illa og afar takmarkað að gerast. Framarar héldu þó boltanum betur og alltaf líklegri. Sérstaklega var Arnþór Ari Atlason sprækur en honum gekk vel að losa sig við varnarmenn ÍBV. Hann fékk þrjú bestu færi hálfleiksins og úr einu þeirra skoraði hann eina mark hálfleiksins. Fékk sendingu inn fyrir og lagði boltann smekklega í markið. Fram leiddi sanngjarnt í hálfleik. Eyjamenn mættu mun ákveðnari til síðari hálfleiksins og fóru loksins að sækja af einhverju viti. Þeim gekk samt illa að skapa sér almennileg færi og í raun fékk liðið ekki gott færi fyrr en Bjarni Gunnarsson jafnaði leikinn. Varnarmenn Fram gleymdu þá Bjarna algjörlega á fjærstöng. Hann átti samt eftir að afgreiða langa sendingu en hann gerði það með glans. Glæsilegt mark. Við markið kom skrekkur í hið unga lið Fram og það byrjaði að gefa eftir. Eyjamenn allt í einu sterkari og í tvígang var liðið nærri því að jafna. Fyrst var varið á línu eftir umdeilda óbeina aukaspyrnu og svo átti Víðir Þorvarðarson frábært skot sem Ögmundur varði listavel. Jafntefli varð niðurstaðan og nokkuð sanngjörn niðurstaða þegar upp var staðið. Hið unga og nýja lið Fram stóð sig vel í frumsýningu sinni. Sprækir og duglegir strákar. Fínt skipulag á liðinu og Jóhannes Karl bindur það vel saman með Hafsteini. Arnþór virkilega sprækur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Miðvarðarparið öruggt í sínum aðgerðum og Ögmundur flottur þar fyrir aftan. Eins og við mátti búast var sóknarleikurinn höfuðverkur ÍBV. Það var ekkert að frétta lengi vel en eftir að Víðir komst í gang í þeim seinni fór eitthvað að gerast. Framherjinn Glenn er að stíga upp úr meiðslum og virðist eiga nokkuð í land. Hann sýndi afar lítið í dag. Vörnin þó þétt og á henni má byggja. Bjarni sýndi lipra takta framan af og Víðir flottur í seinni.Vísir/VilhelmArnþór: Ég átti að skora fleiri mörk "Ég var auðvitað ánægður með að skora í dag en mörkin áttu að vera fleiri. Ég get alveg viðurkennt það," sagði Framarinn Arnþór Ari Atlason en hann átti virkilega fínan dag og stendur undir því lofi sem hann fékk fyrir mót. "Það var enginn skrekkur í okkur fyrir leik. Meiri spenna enda búnir að bíða eftir þessu í allan vetur. Mér fannst allir standa sig vel í dag. Ég er stoltur af strákunum." Þessi frammistaða fermingardrengjanna í dag lofar góðu fyrir framhaldið. "Núna er vonandi skrekkurinn farinn úr mönnum og mér fannst við spila vel í dag. Við eigum bara eftir að styrkjast í næstu leikjum. Mér fannst að við hefðum átt að klára leikinn í fyrri hálfleik og ef ég hefði nýtt færin mín betur þá hefðum við klárað leikinn."Vísir/VilhelmSigurður Ragnar: Erum að vinna í sóknarleiknum "Ég held að þetta hafi verið nokkuð sanngjarnt. Framararnir betri í fyrri hálfleik en við í þeim síðari. Ég er sáttur við að liðið kæmi til baka á útivelli. Það er ekki auðvelt," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. Sóknarleikur ÍBV var alls ekki nógu öflugur en það var talað um þann hausverk fyrir mót. Liðið skapaði nánast ekkert fram að jöfnunarmarkinu. "Það hefur loðað við ÍBV undanfarin ár að vera ekki með nógu öflugt sóknarlið. Við erum að vinna í því. Framherjinn okkar Jonathan var að spila sinn fyrsta leik í dag eftir þrjár vikur í meiðslum. Við sköpuðum nokkur þokkaleg færi en auðvitað viljum við gera enn betur. "Það vantar líka meiri yfirvegun í spilið okkar og vonandi náum við að bæta það fyrir næsta leik. Þegar öllu er á botninn hvolft er kannski í lagi að taka stig hérna á útivelli. Það er alltaf stress í fyrsta leik. Við lentum undir en komum til baka þannig að ég er nokkuð sáttur."Vísir/VilhelmBjarni: Margt jákvætt í gangi "Ég hefði auðvitað viljað fá þrjú stig í dag en við vorum að spila gegn hörkusterku liði ÍBV. Þetta er lið sem hefur ekki verið að fá á sig mörg mörk en við fengum fjöldann allan af færum í fyrri hálfleik," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram. "Staðan í hálfleik hefði hæglega getað verið 3-1 eða 4-1 fyrir okkur. Eftirleikurinn verður alltaf erfiðari ef menn ná ekki að nýta færin sín. "Markið þeirra kom varla úr góðu færi. Þetta var erfitt færi og virkilega vel afgreitt hjá Bjarna. Mér fannst við ráða ágætlega við þá." Það virtist koma smá skrekkur í Fram-liðið eftir jöfnunarmarkið og ÍBV var ekki fjarri því að stela sigrinum. "Ég er ekkert rosalega sáttur við stigið en við tökum það og höldum áfram. Við lærum af þessu en það var allt fullt af jákvæðum hlutum í gangi hjá okkur."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira