Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Vill að ættingjar eigi kost á endurupptöku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2014 14:54 Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. vísir/anton brink Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi innanríkisráðherra , hefur lagt fram frumvarp á Alþingi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Frumvarpið snýr að því að ættingjar sakborninga eigi rétt á að leggja fram endurupptöku í málinu fyrir þeirra hönd. Ögmundur er fyrsti flutningsmaður en níu þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn með frumvarpinu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að allt frá dómsuppkvaðningu í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi sjónarmiðum ítrekað verið haldið á lofti þess eðlis að margt hafi farið alvarlega úrskeiðis við rannsókn málsins.Þá er jafnframt vísað í skýrslu sem starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins skilaði inn í mars í fyrra. Hópurinn komst að rannsókn málsins hafi verið haldin ýmsum göllum og að misbrestir hafi orðið á skráningu gagna í málinu. Einnig kemur fram að starfshópurinn telji að samkvæmt íslenskum lögum sem nú séu í gildi sé ekki unnt að beiðast endurupptöku dæmdra sakamála fyrir hönd látinna manna, en tveir af dómþolunum sex séu nú látnir. Þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. „Að teknu tilliti til framangreinds og niðurstöðu skýrslu starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál er það mat löggjafans að nauðsynlegt sé að traust og tiltrú á réttarkerfið verði styrkt með þeim hætti að aðganga nákominna skyldmenna látinna dómþola í þessu sérstæða máli verði heimiluð að öðrum almennum skilyrðum fullnægðum. Þannig er opnað fyrir þann möguleika, ef tilefni er til endurupptöku samkvæmt almennum skilyrðum laga, að Guðmundar- og Geirfinnsmálið geti sætt endurupptöku gagnvart öllum hinum dómfelldu, hvort heldur sem þeir eru lífs eða liðnir, og þar með heildarendurskoðun,“ segir orðrétt í greinargerðinni. Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00 BBC fjallar um Guðmundar og Geirfinnsmálið Á vef BBC má sjá ítarlega gagnvirka grein um Guðmundar og Geirfinnsmálið, sem byggð er á vinnu heimildarþáttargerðamanna hér á landi. 15. maí 2014 09:55 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Ríkissaksóknari fær frest til 1. október Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður, telur líklegast að ríkissaksóknari mæli með endurupptöku málsins. 23. september 2014 14:24 Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39 Davíð Þór tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálin árið 1997 Settur saksóknari til að fara yfir endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, tjáði sig ítarlega um málið í sjónvarpsþætti á RÚV árið 1997. 3. október 2014 19:34 Ummælin lýsa ekki persónulegri skoðun Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir ekki til um hvort álit réttarsálfræðings um falskar játningar dugi til endurupptöku. 5. október 2014 11:14 Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. 3. október 2014 11:55 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 „Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi innanríkisráðherra , hefur lagt fram frumvarp á Alþingi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Frumvarpið snýr að því að ættingjar sakborninga eigi rétt á að leggja fram endurupptöku í málinu fyrir þeirra hönd. Ögmundur er fyrsti flutningsmaður en níu þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn með frumvarpinu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að allt frá dómsuppkvaðningu í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi sjónarmiðum ítrekað verið haldið á lofti þess eðlis að margt hafi farið alvarlega úrskeiðis við rannsókn málsins.Þá er jafnframt vísað í skýrslu sem starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins skilaði inn í mars í fyrra. Hópurinn komst að rannsókn málsins hafi verið haldin ýmsum göllum og að misbrestir hafi orðið á skráningu gagna í málinu. Einnig kemur fram að starfshópurinn telji að samkvæmt íslenskum lögum sem nú séu í gildi sé ekki unnt að beiðast endurupptöku dæmdra sakamála fyrir hönd látinna manna, en tveir af dómþolunum sex séu nú látnir. Þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. „Að teknu tilliti til framangreinds og niðurstöðu skýrslu starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál er það mat löggjafans að nauðsynlegt sé að traust og tiltrú á réttarkerfið verði styrkt með þeim hætti að aðganga nákominna skyldmenna látinna dómþola í þessu sérstæða máli verði heimiluð að öðrum almennum skilyrðum fullnægðum. Þannig er opnað fyrir þann möguleika, ef tilefni er til endurupptöku samkvæmt almennum skilyrðum laga, að Guðmundar- og Geirfinnsmálið geti sætt endurupptöku gagnvart öllum hinum dómfelldu, hvort heldur sem þeir eru lífs eða liðnir, og þar með heildarendurskoðun,“ segir orðrétt í greinargerðinni.
Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00 BBC fjallar um Guðmundar og Geirfinnsmálið Á vef BBC má sjá ítarlega gagnvirka grein um Guðmundar og Geirfinnsmálið, sem byggð er á vinnu heimildarþáttargerðamanna hér á landi. 15. maí 2014 09:55 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Ríkissaksóknari fær frest til 1. október Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður, telur líklegast að ríkissaksóknari mæli með endurupptöku málsins. 23. september 2014 14:24 Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39 Davíð Þór tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálin árið 1997 Settur saksóknari til að fara yfir endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, tjáði sig ítarlega um málið í sjónvarpsþætti á RÚV árið 1997. 3. október 2014 19:34 Ummælin lýsa ekki persónulegri skoðun Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir ekki til um hvort álit réttarsálfræðings um falskar játningar dugi til endurupptöku. 5. október 2014 11:14 Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. 3. október 2014 11:55 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 „Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30
Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00
BBC fjallar um Guðmundar og Geirfinnsmálið Á vef BBC má sjá ítarlega gagnvirka grein um Guðmundar og Geirfinnsmálið, sem byggð er á vinnu heimildarþáttargerðamanna hér á landi. 15. maí 2014 09:55
Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Ríkissaksóknari fær frest til 1. október Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður, telur líklegast að ríkissaksóknari mæli með endurupptöku málsins. 23. september 2014 14:24
Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39
Davíð Þór tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálin árið 1997 Settur saksóknari til að fara yfir endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, tjáði sig ítarlega um málið í sjónvarpsþætti á RÚV árið 1997. 3. október 2014 19:34
Ummælin lýsa ekki persónulegri skoðun Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, segir ekki til um hvort álit réttarsálfræðings um falskar játningar dugi til endurupptöku. 5. október 2014 11:14
Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. 3. október 2014 11:55
Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01
„Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00
Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05
Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19