Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Ríkissaksóknari fær frest til 1. október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2014 14:24 Ragnar Aðalsteinsson segist ekki vita á hvaða forsendum ríkissaksóknari fær frest til að skila áliti sínu varðandi endurupptöku. Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökunefnd hefur ríkissaksóknara verið veittur frestur til 1. október til að taka afstöðu til þess hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verði tekið upp aftur. Sérfræðingahópur sem fór yfir gögn í málinu skilaði skýrslu í mars í fyrra til þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar. Hópurinn komst að því að veigamikil rök væru fyrir því að taka málið upp aftur og fóru tveir af sakborningunum, þau Guðjón Skarphéðinsson og Erla Bolladóttir, formlega fram á endurupptöku í sumar. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns og Erlu, segist ekki vita á hvaða forsendum endurupptökunefnd veitti ríkissaksóknara frest. Aðspurður telur hann líklegast að ríkissaksóknari mæli með því að málið verði tekið upp aftur og endurupptökunefnd tekur svo afstöðu til hvort að það verði gert. „Ef að ríkissaksóknari mælir með því að málið verði tekið upp aftur er afar ólíklegt að endurupptökunefnd leggist gegn því,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ef að málið verður tekið upp aftur fer það beint til Hæstaréttar á grundvelli þeirrar ákæru sem gefin var út í upphafi, en með öllum þeim nýju gögnum sem komið hafa fram í áranna rás. Á meðal nýrra gagna er álit Gísla H. Guðjónssonar, prófessors í réttarsálfræði en hann er af mörgum talinn einn fremsti fræðimaður á sínu sviði í heiminum. Hann hefur sérhæft sig í greiningu á áreiðanleika vitna og er það meðal annars álit hans að hin mikla einangrunarvist sem sakborningar málsins þurftu að sæta höfðu óneitanlega áhrif á geðheilsu þeirra – og þar með vitnisburð. Tengdar fréttir Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Ríkissaksóknari spyr þá sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um afstöðu þeirra til endurupptöku málsins. Bara einn hefur svarað en ekki afdráttarlaust. "Breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera,“ segir Ríkissaksóknari. 30. júlí 2013 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökunefnd hefur ríkissaksóknara verið veittur frestur til 1. október til að taka afstöðu til þess hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verði tekið upp aftur. Sérfræðingahópur sem fór yfir gögn í málinu skilaði skýrslu í mars í fyrra til þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar. Hópurinn komst að því að veigamikil rök væru fyrir því að taka málið upp aftur og fóru tveir af sakborningunum, þau Guðjón Skarphéðinsson og Erla Bolladóttir, formlega fram á endurupptöku í sumar. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns og Erlu, segist ekki vita á hvaða forsendum endurupptökunefnd veitti ríkissaksóknara frest. Aðspurður telur hann líklegast að ríkissaksóknari mæli með því að málið verði tekið upp aftur og endurupptökunefnd tekur svo afstöðu til hvort að það verði gert. „Ef að ríkissaksóknari mælir með því að málið verði tekið upp aftur er afar ólíklegt að endurupptökunefnd leggist gegn því,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ef að málið verður tekið upp aftur fer það beint til Hæstaréttar á grundvelli þeirrar ákæru sem gefin var út í upphafi, en með öllum þeim nýju gögnum sem komið hafa fram í áranna rás. Á meðal nýrra gagna er álit Gísla H. Guðjónssonar, prófessors í réttarsálfræði en hann er af mörgum talinn einn fremsti fræðimaður á sínu sviði í heiminum. Hann hefur sérhæft sig í greiningu á áreiðanleika vitna og er það meðal annars álit hans að hin mikla einangrunarvist sem sakborningar málsins þurftu að sæta höfðu óneitanlega áhrif á geðheilsu þeirra – og þar með vitnisburð.
Tengdar fréttir Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Ríkissaksóknari spyr þá sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um afstöðu þeirra til endurupptöku málsins. Bara einn hefur svarað en ekki afdráttarlaust. "Breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera,“ segir Ríkissaksóknari. 30. júlí 2013 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00
Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30
Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Ríkissaksóknari spyr þá sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um afstöðu þeirra til endurupptöku málsins. Bara einn hefur svarað en ekki afdráttarlaust. "Breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera,“ segir Ríkissaksóknari. 30. júlí 2013 07:00