„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2014 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. Markmiðið er að finna hæfan og óumdeildan lögfræðing með þekkingu á sakamálaréttarfari til að fara yfir endurupptökubeiðnir Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur. Rétt fyrir kvöldfréttir sagði Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs að dómsmálaráðherra myndi kynna þetta á allra næstu dögum. Jóhannes Þór nefndi einnig að nokkur þraut hefði verið að finna lögfræðing sem uppfyllti öll skilyrðin en hefði engin tengsl við málið.Sjá má umfjöllun Stöðvar 2 um málið í kvöld með því að smella á myndskeið með frétt. Hefði verði óeðlilegt að lýsa yfir vanhæfi áður en formleg beiðni barst Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur legið undir gagnrýni í dag fyrir að hafa ekki strax tekið afstöðu til hæfis síns þegar krafa um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins kom fram, enda hafi fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson, einn rannsakenda, ekki verið nýjar upplýsingar og legið fyrir frá upphafi. Sigríður segist að sjálfsögðu hafa haft þessi tengsl í huga. Hún segir að formlegar endurupptökubeiðnir hafi fyrst borist til sín 4. september síðastliðinn. Í endurupptökubeiðnum er mikið byggt á því að lög hafi verið brotin við rannsókn málsins á sínum tíma. Hún hafi fyrst verið í stöðu til að huga að hæfi sínu að þessu leyti þegar formleg beiðni hafi borist. Hún segist ekki sammála því að það hafi verið „fyrirsjáanlegt“ að byggt yrði á því að rannsakendur hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi með því að leyna sönnunargögnum, skjóta þeim undan og halda frá verjendum. Þá segir hún að það hefði verið óeðlilegt af sér að stíga fram og lýsa yfir vanhæfi sínu þegar það hafi ekki einu sinni verið komin fram formleg beiðni, þ.e. fyrir 4. september sl. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Sterk ástæða til endurupptöku að mati fyrrverandi hæstaréttardómara Í greinargerðum fyrir endurupptökubeiðnum, sem Ragnar Aðalsteinsson hrl. vann fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur, koma fram annars vegar tilvísanir um ný gögn og nýjar upplýsingar um að sönnunargögnum hafi verið haldið frá verjendum eða þau látin hverfa, en það er í raun ábending um refsiverða háttsemi þeirra sem fóru með rannsókn málsins. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamála sem dómur hefur gengið um koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Nóg er að eitt skilyrðanna sé uppfyllt, en þar segir m.a: a-liður: „fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk.“ b-liður: „ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru“ Jón Steinar Gunnlaugsson gætti á sínum tíma hagsmuna Magnúsar Leopoldssonar, eins sakborninga, þegar fyrst var farið fram á endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Sem fyrrverandi dómari í Hæstarétti og verjandi í marga áratugi þar á undan þekkir hann bæði málið og málaflokkinn vel. Hann segir ný gögn og upplýsingar um að lög hafi verið brotin við rannsókn gilda ástæðu til endurupptöku málsins. „Að mínu mati er það mjög sterk ástæða til endurupptöku. Reyndar hef ég verið þeirrar skoðunar öll þessi ár, af því maður lifði alla þessa tíma, að þessir dómar hafi á sínum tíma gengið á ófullnægjandi forsendum og það hafi átt að leyfa endurupptöku málsins á grundvelli ákvæðis í lögunum þar sem kveðið er á um það að ef ástæða sé til að ætla að sönnunargögn hafi verið rangt metin þá sé það nægilegt til endurupptöku. Það má líka spyrja í þessu sambandi, af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni? Það er vegna þess að dómarnir voru aldrei fullnægjandi. Bara til þess að varpa í einni setningu ljósi á það þá voru dómarnir byggðir á játningum sakborninganna sem eiga að hafa játað á sig tvö manndráp. Samt gat ekkert þeirra bent á líkin. Hvernig stóð á því, ef eitthvað mark var takandi á játningunum?,“ segir Jón Steinar. Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. Markmiðið er að finna hæfan og óumdeildan lögfræðing með þekkingu á sakamálaréttarfari til að fara yfir endurupptökubeiðnir Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur. Rétt fyrir kvöldfréttir sagði Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs að dómsmálaráðherra myndi kynna þetta á allra næstu dögum. Jóhannes Þór nefndi einnig að nokkur þraut hefði verið að finna lögfræðing sem uppfyllti öll skilyrðin en hefði engin tengsl við málið.Sjá má umfjöllun Stöðvar 2 um málið í kvöld með því að smella á myndskeið með frétt. Hefði verði óeðlilegt að lýsa yfir vanhæfi áður en formleg beiðni barst Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur legið undir gagnrýni í dag fyrir að hafa ekki strax tekið afstöðu til hæfis síns þegar krafa um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins kom fram, enda hafi fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson, einn rannsakenda, ekki verið nýjar upplýsingar og legið fyrir frá upphafi. Sigríður segist að sjálfsögðu hafa haft þessi tengsl í huga. Hún segir að formlegar endurupptökubeiðnir hafi fyrst borist til sín 4. september síðastliðinn. Í endurupptökubeiðnum er mikið byggt á því að lög hafi verið brotin við rannsókn málsins á sínum tíma. Hún hafi fyrst verið í stöðu til að huga að hæfi sínu að þessu leyti þegar formleg beiðni hafi borist. Hún segist ekki sammála því að það hafi verið „fyrirsjáanlegt“ að byggt yrði á því að rannsakendur hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi með því að leyna sönnunargögnum, skjóta þeim undan og halda frá verjendum. Þá segir hún að það hefði verið óeðlilegt af sér að stíga fram og lýsa yfir vanhæfi sínu þegar það hafi ekki einu sinni verið komin fram formleg beiðni, þ.e. fyrir 4. september sl. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Sterk ástæða til endurupptöku að mati fyrrverandi hæstaréttardómara Í greinargerðum fyrir endurupptökubeiðnum, sem Ragnar Aðalsteinsson hrl. vann fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur, koma fram annars vegar tilvísanir um ný gögn og nýjar upplýsingar um að sönnunargögnum hafi verið haldið frá verjendum eða þau látin hverfa, en það er í raun ábending um refsiverða háttsemi þeirra sem fóru með rannsókn málsins. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamála sem dómur hefur gengið um koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Nóg er að eitt skilyrðanna sé uppfyllt, en þar segir m.a: a-liður: „fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk.“ b-liður: „ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru“ Jón Steinar Gunnlaugsson gætti á sínum tíma hagsmuna Magnúsar Leopoldssonar, eins sakborninga, þegar fyrst var farið fram á endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Sem fyrrverandi dómari í Hæstarétti og verjandi í marga áratugi þar á undan þekkir hann bæði málið og málaflokkinn vel. Hann segir ný gögn og upplýsingar um að lög hafi verið brotin við rannsókn gilda ástæðu til endurupptöku málsins. „Að mínu mati er það mjög sterk ástæða til endurupptöku. Reyndar hef ég verið þeirrar skoðunar öll þessi ár, af því maður lifði alla þessa tíma, að þessir dómar hafi á sínum tíma gengið á ófullnægjandi forsendum og það hafi átt að leyfa endurupptöku málsins á grundvelli ákvæðis í lögunum þar sem kveðið er á um það að ef ástæða sé til að ætla að sönnunargögn hafi verið rangt metin þá sé það nægilegt til endurupptöku. Það má líka spyrja í þessu sambandi, af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni? Það er vegna þess að dómarnir voru aldrei fullnægjandi. Bara til þess að varpa í einni setningu ljósi á það þá voru dómarnir byggðir á játningum sakborninganna sem eiga að hafa játað á sig tvö manndráp. Samt gat ekkert þeirra bent á líkin. Hvernig stóð á því, ef eitthvað mark var takandi á játningunum?,“ segir Jón Steinar.
Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira