„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. október 2014 19:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. Markmiðið er að finna hæfan og óumdeildan lögfræðing með þekkingu á sakamálaréttarfari til að fara yfir endurupptökubeiðnir Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur. Rétt fyrir kvöldfréttir sagði Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs að dómsmálaráðherra myndi kynna þetta á allra næstu dögum. Jóhannes Þór nefndi einnig að nokkur þraut hefði verið að finna lögfræðing sem uppfyllti öll skilyrðin en hefði engin tengsl við málið.Sjá má umfjöllun Stöðvar 2 um málið í kvöld með því að smella á myndskeið með frétt. Hefði verði óeðlilegt að lýsa yfir vanhæfi áður en formleg beiðni barst Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur legið undir gagnrýni í dag fyrir að hafa ekki strax tekið afstöðu til hæfis síns þegar krafa um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins kom fram, enda hafi fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson, einn rannsakenda, ekki verið nýjar upplýsingar og legið fyrir frá upphafi. Sigríður segist að sjálfsögðu hafa haft þessi tengsl í huga. Hún segir að formlegar endurupptökubeiðnir hafi fyrst borist til sín 4. september síðastliðinn. Í endurupptökubeiðnum er mikið byggt á því að lög hafi verið brotin við rannsókn málsins á sínum tíma. Hún hafi fyrst verið í stöðu til að huga að hæfi sínu að þessu leyti þegar formleg beiðni hafi borist. Hún segist ekki sammála því að það hafi verið „fyrirsjáanlegt“ að byggt yrði á því að rannsakendur hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi með því að leyna sönnunargögnum, skjóta þeim undan og halda frá verjendum. Þá segir hún að það hefði verið óeðlilegt af sér að stíga fram og lýsa yfir vanhæfi sínu þegar það hafi ekki einu sinni verið komin fram formleg beiðni, þ.e. fyrir 4. september sl. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Sterk ástæða til endurupptöku að mati fyrrverandi hæstaréttardómara Í greinargerðum fyrir endurupptökubeiðnum, sem Ragnar Aðalsteinsson hrl. vann fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur, koma fram annars vegar tilvísanir um ný gögn og nýjar upplýsingar um að sönnunargögnum hafi verið haldið frá verjendum eða þau látin hverfa, en það er í raun ábending um refsiverða háttsemi þeirra sem fóru með rannsókn málsins. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamála sem dómur hefur gengið um koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Nóg er að eitt skilyrðanna sé uppfyllt, en þar segir m.a: a-liður: „fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk.“ b-liður: „ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru“ Jón Steinar Gunnlaugsson gætti á sínum tíma hagsmuna Magnúsar Leopoldssonar, eins sakborninga, þegar fyrst var farið fram á endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Sem fyrrverandi dómari í Hæstarétti og verjandi í marga áratugi þar á undan þekkir hann bæði málið og málaflokkinn vel. Hann segir ný gögn og upplýsingar um að lög hafi verið brotin við rannsókn gilda ástæðu til endurupptöku málsins. „Að mínu mati er það mjög sterk ástæða til endurupptöku. Reyndar hef ég verið þeirrar skoðunar öll þessi ár, af því maður lifði alla þessa tíma, að þessir dómar hafi á sínum tíma gengið á ófullnægjandi forsendum og það hafi átt að leyfa endurupptöku málsins á grundvelli ákvæðis í lögunum þar sem kveðið er á um það að ef ástæða sé til að ætla að sönnunargögn hafi verið rangt metin þá sé það nægilegt til endurupptöku. Það má líka spyrja í þessu sambandi, af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni? Það er vegna þess að dómarnir voru aldrei fullnægjandi. Bara til þess að varpa í einni setningu ljósi á það þá voru dómarnir byggðir á játningum sakborninganna sem eiga að hafa játað á sig tvö manndráp. Samt gat ekkert þeirra bent á líkin. Hvernig stóð á því, ef eitthvað mark var takandi á játningunum?,“ segir Jón Steinar. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. Markmiðið er að finna hæfan og óumdeildan lögfræðing með þekkingu á sakamálaréttarfari til að fara yfir endurupptökubeiðnir Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur. Rétt fyrir kvöldfréttir sagði Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs að dómsmálaráðherra myndi kynna þetta á allra næstu dögum. Jóhannes Þór nefndi einnig að nokkur þraut hefði verið að finna lögfræðing sem uppfyllti öll skilyrðin en hefði engin tengsl við málið.Sjá má umfjöllun Stöðvar 2 um málið í kvöld með því að smella á myndskeið með frétt. Hefði verði óeðlilegt að lýsa yfir vanhæfi áður en formleg beiðni barst Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur legið undir gagnrýni í dag fyrir að hafa ekki strax tekið afstöðu til hæfis síns þegar krafa um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins kom fram, enda hafi fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson, einn rannsakenda, ekki verið nýjar upplýsingar og legið fyrir frá upphafi. Sigríður segist að sjálfsögðu hafa haft þessi tengsl í huga. Hún segir að formlegar endurupptökubeiðnir hafi fyrst borist til sín 4. september síðastliðinn. Í endurupptökubeiðnum er mikið byggt á því að lög hafi verið brotin við rannsókn málsins á sínum tíma. Hún hafi fyrst verið í stöðu til að huga að hæfi sínu að þessu leyti þegar formleg beiðni hafi borist. Hún segist ekki sammála því að það hafi verið „fyrirsjáanlegt“ að byggt yrði á því að rannsakendur hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi með því að leyna sönnunargögnum, skjóta þeim undan og halda frá verjendum. Þá segir hún að það hefði verið óeðlilegt af sér að stíga fram og lýsa yfir vanhæfi sínu þegar það hafi ekki einu sinni verið komin fram formleg beiðni, þ.e. fyrir 4. september sl. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Sterk ástæða til endurupptöku að mati fyrrverandi hæstaréttardómara Í greinargerðum fyrir endurupptökubeiðnum, sem Ragnar Aðalsteinsson hrl. vann fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur, koma fram annars vegar tilvísanir um ný gögn og nýjar upplýsingar um að sönnunargögnum hafi verið haldið frá verjendum eða þau látin hverfa, en það er í raun ábending um refsiverða háttsemi þeirra sem fóru með rannsókn málsins. Skilyrði fyrir endurupptöku sakamála sem dómur hefur gengið um koma fram í 211. gr. laga um meðferð sakamála. Nóg er að eitt skilyrðanna sé uppfyllt, en þar segir m.a: a-liður: „fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk.“ b-liður: „ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru“ Jón Steinar Gunnlaugsson gætti á sínum tíma hagsmuna Magnúsar Leopoldssonar, eins sakborninga, þegar fyrst var farið fram á endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Sem fyrrverandi dómari í Hæstarétti og verjandi í marga áratugi þar á undan þekkir hann bæði málið og málaflokkinn vel. Hann segir ný gögn og upplýsingar um að lög hafi verið brotin við rannsókn gilda ástæðu til endurupptöku málsins. „Að mínu mati er það mjög sterk ástæða til endurupptöku. Reyndar hef ég verið þeirrar skoðunar öll þessi ár, af því maður lifði alla þessa tíma, að þessir dómar hafi á sínum tíma gengið á ófullnægjandi forsendum og það hafi átt að leyfa endurupptöku málsins á grundvelli ákvæðis í lögunum þar sem kveðið er á um það að ef ástæða sé til að ætla að sönnunargögn hafi verið rangt metin þá sé það nægilegt til endurupptöku. Það má líka spyrja í þessu sambandi, af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni? Það er vegna þess að dómarnir voru aldrei fullnægjandi. Bara til þess að varpa í einni setningu ljósi á það þá voru dómarnir byggðir á játningum sakborninganna sem eiga að hafa játað á sig tvö manndráp. Samt gat ekkert þeirra bent á líkin. Hvernig stóð á því, ef eitthvað mark var takandi á játningunum?,“ segir Jón Steinar.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira