Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2014 18:05 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Hún segir það vera vegna fjölskyldutengsla sinna við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar.Treystir sjálfri sér „Þessar aðstæður gefa réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni mína hvað varðar umsögn ríkissaksóknara um viðhorf til endurupptökubeiðnanna," segir Sigríður í bréfi sem hún sendi dómsmálaráðherra, Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sakborninga í málinu. Í bréfinu segir Sigríður að niðurstaða um vanhæfi sitt ráðist ekki af því hvort hún telji sig geta fjallað um endurupptökubeiðnirnar á hlutlægan hátt heldur af því hvort almenningur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að svo sé. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra þarf nú að setja löghæfan mann til að veita endurupptökunefnd skriflega greinargerð með viðhorfum til endurupptökubeiðnanna sem liggja fyrir.Furðar sig á tímanum Ragnar, lögmaður bæði Erlu og Guðjóns, segir í samtali við Vísi að hann sé sammála niðurstöðu Sigríðar en furðar sig á því hversu langan tíma það tók að fá niðurstöðuna. „Ég er sammála þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að ríkissaksóknari sé vanhæf til meðferðar málsins vegna skyldleikatengsla við Örn Höskuldsson,“ segir hann. „Hinsvegar hefði þetta átt að liggja fyrir fyrir löngu. Þegar þáverandi dómsmálaráðherra hafði samband við embætti ríkissaksóknara, einhvertíman 2012 eða ´13 – 2012 líklega – út af þessu máli," segir Ragnar. „Þá hefði ríkissaksóknari átt að lýsa því yfir að hún væri vanhæf til meðferðar málsins.“Mikil vonbrigði Erla Bolladóttir sagði ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði. Sigríður hafi frá upphafi verið fullkomlega meðvituð fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson. „Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ sagði Erla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag. Sigríður hlýtur að hafa vitað allan tímann af þessum fjölskyldutengslum og að rannsókn þessa máls hvíldi mikið á hans herðum. Ég er að reyna að skilja hvers vegna hún sækir um frest og á síðustu stundu hún lýsi sig vanhæfa,” sagði Erla. Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Hún segir það vera vegna fjölskyldutengsla sinna við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar.Treystir sjálfri sér „Þessar aðstæður gefa réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni mína hvað varðar umsögn ríkissaksóknara um viðhorf til endurupptökubeiðnanna," segir Sigríður í bréfi sem hún sendi dómsmálaráðherra, Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sakborninga í málinu. Í bréfinu segir Sigríður að niðurstaða um vanhæfi sitt ráðist ekki af því hvort hún telji sig geta fjallað um endurupptökubeiðnirnar á hlutlægan hátt heldur af því hvort almenningur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að svo sé. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra þarf nú að setja löghæfan mann til að veita endurupptökunefnd skriflega greinargerð með viðhorfum til endurupptökubeiðnanna sem liggja fyrir.Furðar sig á tímanum Ragnar, lögmaður bæði Erlu og Guðjóns, segir í samtali við Vísi að hann sé sammála niðurstöðu Sigríðar en furðar sig á því hversu langan tíma það tók að fá niðurstöðuna. „Ég er sammála þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að ríkissaksóknari sé vanhæf til meðferðar málsins vegna skyldleikatengsla við Örn Höskuldsson,“ segir hann. „Hinsvegar hefði þetta átt að liggja fyrir fyrir löngu. Þegar þáverandi dómsmálaráðherra hafði samband við embætti ríkissaksóknara, einhvertíman 2012 eða ´13 – 2012 líklega – út af þessu máli," segir Ragnar. „Þá hefði ríkissaksóknari átt að lýsa því yfir að hún væri vanhæf til meðferðar málsins.“Mikil vonbrigði Erla Bolladóttir sagði ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði. Sigríður hafi frá upphafi verið fullkomlega meðvituð fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson. „Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ sagði Erla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag. Sigríður hlýtur að hafa vitað allan tímann af þessum fjölskyldutengslum og að rannsókn þessa máls hvíldi mikið á hans herðum. Ég er að reyna að skilja hvers vegna hún sækir um frest og á síðustu stundu hún lýsi sig vanhæfa,” sagði Erla.
Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira