Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir segir að það að vera höfð fyrir rangri sök láti hana aldrei í friði. vísir/gva Erla Bolladóttir segir endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vera henni afar mikilvæga. „Að vera hafður fyrir rangri sök er eitthvað sem lætur mann aldrei í friði, ég tala nú ekki um í svo alvarlegu máli. Hvernig sem fer mun ég aldrei losna undan því að vera persónugervingur fyrir þetta mál,“ segir Erla og segir tvennt skipta sig mestu máli við endurupptöku málsins. „Ég vil að í huga afkomenda minna verði ljóst að amma þeirra og langamma var saklaus. Einnig er þetta mikilvægt fyrir samfélagið. Þetta mál hefur valdið miklu vantrausti í garð dómskerfisins og það þarf að hreinsa þetta upp, annars heldur það áfram að vera mein í kerfinu.“ Erla tók ákvörðun um að reyna endurupptöku árið 2000. Þá lagði hún inn beiðni um að talsmaður væri skipaður í máli hennar um endurupptöku. „En þetta var snauplega afgreitt af Hæstarétti. Umsókn mín um talsmann var ranglega afgreidd sem beiðni um endurupptöku og var hafnað, enda var ég bara með sýnishorn af gögnum sem ég ætlaði að nota.“ Erla segir að þegar hún hafi fengið neitun hafi ekki verið í fleiri hús að venda. Nú hefur aftur á móti verið skipuð sérstök endurupptökunefnd og hægt að leita til hennar. Það og niðurstaða starfshóps sem fjallaði um málið olli því að lögmaður Erlu mun á næstu dögum leggja fram formlega beiðni um endurupptöku málsins. „Niðurstaða starfshópsins var að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður minn hafi verið óreiðanlegur, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Það þýðir að ekki sé hægt að reiða sig á framburðinn sem grundvöll fyrir dómi,“ segir Erla. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu, segir málið vera mjög stórt og gríðarlegt skjalamagn um að ræða. Því sé ómögulegt að áætla hvenær vinnu nefndarinnar ljúki. Tengdar fréttir Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Erla Bolladóttir segir endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vera henni afar mikilvæga. „Að vera hafður fyrir rangri sök er eitthvað sem lætur mann aldrei í friði, ég tala nú ekki um í svo alvarlegu máli. Hvernig sem fer mun ég aldrei losna undan því að vera persónugervingur fyrir þetta mál,“ segir Erla og segir tvennt skipta sig mestu máli við endurupptöku málsins. „Ég vil að í huga afkomenda minna verði ljóst að amma þeirra og langamma var saklaus. Einnig er þetta mikilvægt fyrir samfélagið. Þetta mál hefur valdið miklu vantrausti í garð dómskerfisins og það þarf að hreinsa þetta upp, annars heldur það áfram að vera mein í kerfinu.“ Erla tók ákvörðun um að reyna endurupptöku árið 2000. Þá lagði hún inn beiðni um að talsmaður væri skipaður í máli hennar um endurupptöku. „En þetta var snauplega afgreitt af Hæstarétti. Umsókn mín um talsmann var ranglega afgreidd sem beiðni um endurupptöku og var hafnað, enda var ég bara með sýnishorn af gögnum sem ég ætlaði að nota.“ Erla segir að þegar hún hafi fengið neitun hafi ekki verið í fleiri hús að venda. Nú hefur aftur á móti verið skipuð sérstök endurupptökunefnd og hægt að leita til hennar. Það og niðurstaða starfshóps sem fjallaði um málið olli því að lögmaður Erlu mun á næstu dögum leggja fram formlega beiðni um endurupptöku málsins. „Niðurstaða starfshópsins var að það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður minn hafi verið óreiðanlegur, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Það þýðir að ekki sé hægt að reiða sig á framburðinn sem grundvöll fyrir dómi,“ segir Erla. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Erlu, segir málið vera mjög stórt og gríðarlegt skjalamagn um að ræða. Því sé ómögulegt að áætla hvenær vinnu nefndarinnar ljúki.
Tengdar fréttir Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30