Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. október 2014 11:55 Davíð Þór Björgvinsson. Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig fyrr í vikunni vanhæfa til að taka afstöðu til endurupptökubeiðna Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vegna vensla við einn rannsakenda í málinu, Örn Höskuldsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra brást strax við þessari ákvörðun hennar með því að skipa settan ríkissaksóknara í þessu tiltekna máli. Í gærdag stóð svo leitin yfir að lögfræðingi með þekkingu á sakamálaréttarfari sem hefði ekki tengsl við málið á nokkurn hátt. Sigmundur Davíð skipaði svo í morgun Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu í þetta verkefni. Davíð Þór starfaði sem lögmannsfulltrúi að loknu lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands var síðan dómarafulltrúi við Borgardóm Reykjavíkur 1987 – 1988 og frá árinu 1989 var hann dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Þá var hann lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands árin 1996 til 2003. Árið 2004 var hann kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg í Frakklandi þar sem hann starfaði þar til á síðasta ári. Frá byrjun þessa árs hefur hann verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólans í Kaupmannahöfn. Margir kannast eflaust við Davíð úr fjölmiðlamálinu svokallaða en hann var formaður nefndar um eignarhald á fjölmiðlum og höfundur skýrslu um réttarumhverfi íslenskra fjölmiðla árið 2004 í aðdraganda þess að lagt var fram frumvarp til nýrra laga um fjölmiðla, sem náði síðan ekki fram að ganga. Sem fræðimaður hefur Davíð látið til sín taka á sviði lögskýringa meðal annars, en hann var höfundur fyrsta heildstæða ritsins sem birtist hér á landi um lögskýringar. Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 „Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig fyrr í vikunni vanhæfa til að taka afstöðu til endurupptökubeiðna Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu vegna vensla við einn rannsakenda í málinu, Örn Höskuldsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra brást strax við þessari ákvörðun hennar með því að skipa settan ríkissaksóknara í þessu tiltekna máli. Í gærdag stóð svo leitin yfir að lögfræðingi með þekkingu á sakamálaréttarfari sem hefði ekki tengsl við málið á nokkurn hátt. Sigmundur Davíð skipaði svo í morgun Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu í þetta verkefni. Davíð Þór starfaði sem lögmannsfulltrúi að loknu lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands var síðan dómarafulltrúi við Borgardóm Reykjavíkur 1987 – 1988 og frá árinu 1989 var hann dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Þá var hann lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands árin 1996 til 2003. Árið 2004 var hann kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg í Frakklandi þar sem hann starfaði þar til á síðasta ári. Frá byrjun þessa árs hefur hann verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Háskólans í Kaupmannahöfn. Margir kannast eflaust við Davíð úr fjölmiðlamálinu svokallaða en hann var formaður nefndar um eignarhald á fjölmiðlum og höfundur skýrslu um réttarumhverfi íslenskra fjölmiðla árið 2004 í aðdraganda þess að lagt var fram frumvarp til nýrra laga um fjölmiðla, sem náði síðan ekki fram að ganga. Sem fræðimaður hefur Davíð látið til sín taka á sviði lögskýringa meðal annars, en hann var höfundur fyrsta heildstæða ritsins sem birtist hér á landi um lögskýringar.
Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 „Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30
Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39
Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01
„Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00
Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05
Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19