Vaxandi spenna í Bandaríkjunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. nóvember 2014 10:00 Í Cleveland og víðar lögðust mótmælendur á götur eins og dauðir væru, og sýndu einnig lista með nöfnum yfir fólk sem lögreglumenn hafa orðið að bana á síðustu árum. Vísir/ap Vonbrigði með úrskurð ákærukviðdóms í máli Michaels Brown hafa brotist út með mótmælum í borgum og bæjum víða um Bandaríkin. Ákveðið var að sækja ekki til saka lögreglumanninn, sem varð honum að bana í sumar úti á götu í Ferguson, einu úthverfa borgarinnar St. Louis. Mótmælendur hafa rifjað upp og minnt á fjölmörg sams konar mál, þar sem hvítir löggæslumenn skjóta unga óvopnaða blökkumenn til bana. Aðeins tveimur dögum áður en ákærukviðdómur kynnti niðurstöðu sína hafði lögreglumaður í Cleveland skotið tólf ára dreng til bana. Lögregla, dómsvald og stjórnvöld öll í Bandaríkjunum eru sökuð um djúpstæða kynþáttafordóma, sem nú megi ekki draga lengur að uppræta. Fjölskylda Michaels Brown hefur allt frá fyrsta degi lagt áherslu á að fólk forðist ofbeldi og leyfi málinu að fara sína leið í gegnum kerfið. Nú segir lögmaður foreldra hans, Benjamin Crump, að þetta ferli sé rofið: „Úti um öll Bandaríkin, hvort sem það er í New York, Los Angeles eða Cleveland, eru lögreglumenn að drepa ungt hörundsdökkt fólk,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Og saksóknararnir á staðnum setja saman þennan „sanngjarna og óhlutdræga“ ákærukviðdóm, og það heldur áfram að skila þessum sömu niðurstöðum.“ Þá eru Sameinuðu þjóðirnar farnar að lýsa áhyggjum sínum af hlutskipti blökkumanna í Bandaríkjunum. Zeid Raad al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu um málið á þriðjudag: „Ég hef þungar áhyggjur af því að hlutfallslega of margir ungir Bandaríkjamenn af afrískum uppruna deyja eftir viðskipti við lögreglumenn, að hlutfallslega of margir Bandaríkjamenn af afrískum uppruna sitja í fangelslum og hlutfallslega of margir bíða aftöku,“ segir þar. Barack Obama Bandaríkjaforseti brýndi hins vegar fyrir fólki að dómsvaldið þyrfti að hafa sinn gang: „Við erum samfélag sem byggir á réttarríkinu, og við þurfum þess vegna að sætta okkur við að það var ákærukviðdómurinn sem átti að taka þessa ákvörðun,“ sagði hann í ávarpi sínu á mánudag. Það vakti svo athygli fjölmiðla vestra að þessi viðbrögð forsetans voru gjörólík viðbrögðum hans á síðasta ári þegar kviðdómur í Flórída sýknaði George Zimmerman. Zimmerman var sjálfboðaliði í nágrannavörslu og skaut Trayvon Martin, sautján ára þeldökkan menntaskólapilt sem var á leiðinnni heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð. Þá lýsti Obama eigin reynslu af því þegar hann, sem ungur maður, mætti tortryggni, undarlegum augnagotum og hreinlega andúð þegar hann var á ferðinni innan um fólk: „Trayvon Martin hefði getað verið ég fyrir 35 árum.“ Eftir að Brown féll fyrir byssukúlum lögreglumannsins í Ferguson í sumar skrifaði móðir Trayvons Martin foreldrum Browns bréf, þar sem hún segir að dauði þeirra megi ekki verða til einskis. Baráttan fyrir réttlæti þurfi nú að eflast um allan helming: „Við munum ekki lengur láta líta fram hjá okkur. Við munum tengjast böndum, halda áfram baráttu okkar fyrir réttlætinu og sjá til þess að þeir muni eftir börnum okkar í réttu ljósi.“Skotnir af lögreglu Í hverjum mánuði verða lögreglumenn í Bandaríkjunum tugum eða jafnvel hundruðum manna að bana. Oft eru það óvopnuð ungmenni og oftar en ekki með dökkan hörundslit. Fáein dæmi eru hér nefnd:Tamir Rice, 12 ára, skotinn til bana á leikvelli í borginni Cleveland 22. nóvember, 2014. Hann var að sveifla byssu sem ekki var vitað hvort væri leikfangabyssa.Michael Brown, 18 ára, skotinn 9. ágúst 2014 í Ferguson, einu úthverfa St. Louis. Lögreglumaðurinn Darren Wilson þarf ekki að svara til saka.Kendrec McDade, 19 ára nemi í Pasadena, Flórída, margskotinn í brjóstið í húsasundi 24. mars árið 2012. Hann var óvopnaður, en lögreglumenn voru sýknaðir.Trayvon Martin, 18 ára nemi, skotinn 26. febrúar 2012 í bænum Sanford í Flórída af sjálfboðaliða í nágrannagæslu, sem þótti hann grunsamlegur og elti hann uppi. Banamaðurinn var sýknaður.Sean Bell, 23 ára, skotinn til bana í Queens-hverfi í New York 25. nóvember 2006. Hann hafði ætlað að gifta sig síðar um daginn. Þrír af fimm lögreglumönnum sóttir til saka, en allir sýknaðir. Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Vonbrigði með úrskurð ákærukviðdóms í máli Michaels Brown hafa brotist út með mótmælum í borgum og bæjum víða um Bandaríkin. Ákveðið var að sækja ekki til saka lögreglumanninn, sem varð honum að bana í sumar úti á götu í Ferguson, einu úthverfa borgarinnar St. Louis. Mótmælendur hafa rifjað upp og minnt á fjölmörg sams konar mál, þar sem hvítir löggæslumenn skjóta unga óvopnaða blökkumenn til bana. Aðeins tveimur dögum áður en ákærukviðdómur kynnti niðurstöðu sína hafði lögreglumaður í Cleveland skotið tólf ára dreng til bana. Lögregla, dómsvald og stjórnvöld öll í Bandaríkjunum eru sökuð um djúpstæða kynþáttafordóma, sem nú megi ekki draga lengur að uppræta. Fjölskylda Michaels Brown hefur allt frá fyrsta degi lagt áherslu á að fólk forðist ofbeldi og leyfi málinu að fara sína leið í gegnum kerfið. Nú segir lögmaður foreldra hans, Benjamin Crump, að þetta ferli sé rofið: „Úti um öll Bandaríkin, hvort sem það er í New York, Los Angeles eða Cleveland, eru lögreglumenn að drepa ungt hörundsdökkt fólk,“ sagði hann á blaðamannafundi. „Og saksóknararnir á staðnum setja saman þennan „sanngjarna og óhlutdræga“ ákærukviðdóm, og það heldur áfram að skila þessum sömu niðurstöðum.“ Þá eru Sameinuðu þjóðirnar farnar að lýsa áhyggjum sínum af hlutskipti blökkumanna í Bandaríkjunum. Zeid Raad al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu um málið á þriðjudag: „Ég hef þungar áhyggjur af því að hlutfallslega of margir ungir Bandaríkjamenn af afrískum uppruna deyja eftir viðskipti við lögreglumenn, að hlutfallslega of margir Bandaríkjamenn af afrískum uppruna sitja í fangelslum og hlutfallslega of margir bíða aftöku,“ segir þar. Barack Obama Bandaríkjaforseti brýndi hins vegar fyrir fólki að dómsvaldið þyrfti að hafa sinn gang: „Við erum samfélag sem byggir á réttarríkinu, og við þurfum þess vegna að sætta okkur við að það var ákærukviðdómurinn sem átti að taka þessa ákvörðun,“ sagði hann í ávarpi sínu á mánudag. Það vakti svo athygli fjölmiðla vestra að þessi viðbrögð forsetans voru gjörólík viðbrögðum hans á síðasta ári þegar kviðdómur í Flórída sýknaði George Zimmerman. Zimmerman var sjálfboðaliði í nágrannavörslu og skaut Trayvon Martin, sautján ára þeldökkan menntaskólapilt sem var á leiðinnni heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð. Þá lýsti Obama eigin reynslu af því þegar hann, sem ungur maður, mætti tortryggni, undarlegum augnagotum og hreinlega andúð þegar hann var á ferðinni innan um fólk: „Trayvon Martin hefði getað verið ég fyrir 35 árum.“ Eftir að Brown féll fyrir byssukúlum lögreglumannsins í Ferguson í sumar skrifaði móðir Trayvons Martin foreldrum Browns bréf, þar sem hún segir að dauði þeirra megi ekki verða til einskis. Baráttan fyrir réttlæti þurfi nú að eflast um allan helming: „Við munum ekki lengur láta líta fram hjá okkur. Við munum tengjast böndum, halda áfram baráttu okkar fyrir réttlætinu og sjá til þess að þeir muni eftir börnum okkar í réttu ljósi.“Skotnir af lögreglu Í hverjum mánuði verða lögreglumenn í Bandaríkjunum tugum eða jafnvel hundruðum manna að bana. Oft eru það óvopnuð ungmenni og oftar en ekki með dökkan hörundslit. Fáein dæmi eru hér nefnd:Tamir Rice, 12 ára, skotinn til bana á leikvelli í borginni Cleveland 22. nóvember, 2014. Hann var að sveifla byssu sem ekki var vitað hvort væri leikfangabyssa.Michael Brown, 18 ára, skotinn 9. ágúst 2014 í Ferguson, einu úthverfa St. Louis. Lögreglumaðurinn Darren Wilson þarf ekki að svara til saka.Kendrec McDade, 19 ára nemi í Pasadena, Flórída, margskotinn í brjóstið í húsasundi 24. mars árið 2012. Hann var óvopnaður, en lögreglumenn voru sýknaðir.Trayvon Martin, 18 ára nemi, skotinn 26. febrúar 2012 í bænum Sanford í Flórída af sjálfboðaliða í nágrannagæslu, sem þótti hann grunsamlegur og elti hann uppi. Banamaðurinn var sýknaður.Sean Bell, 23 ára, skotinn til bana í Queens-hverfi í New York 25. nóvember 2006. Hann hafði ætlað að gifta sig síðar um daginn. Þrír af fimm lögreglumönnum sóttir til saka, en allir sýknaðir.
Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira