Innlent

Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns

Jakob Bjarnar skrifar
Þórey Vilhjálmsdóttir og Reynir Traustason, ritstjóri DV, en blaðið fullyrðir að Þórey hafi nú réttarstöðu grunaðs manns í Lekamálinu svokallaða.
Þórey Vilhjálmsdóttir og Reynir Traustason, ritstjóri DV, en blaðið fullyrðir að Þórey hafi nú réttarstöðu grunaðs manns í Lekamálinu svokallaða.
Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, er með réttarstöðu grunaðs manns í lekamálinu.

Þetta er fullyrt í DV í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rökstuddan grun um að Þórey hafi þann 19. og 20. nóvember í fyrra lekið trúnaðargögnum til fjölmiðla varðandi hælisleitandann Tony Omos.

Fram kom í dómi hæstaréttar í vikunni að lögreglan hafi rökstuddan grun um að starfsmaður innanríkisráðuneytisins hafi lekið gögnunum til fjölmiðla en talað er um starfsmann B í því samhengi. Þar kemur fram að umræddur starfsmaður hafi hringt í fjölmiðla skömmu áður en greint var frá málinu í fjölmiðlum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur ítrekað sagt í fjölmiðlum að hún vilji ekki, og ætli ekki, að tjá sig um málið fyrr en rannsókn lögreglu er lokið. Engu að síður var gefin út yfirlýsing á vef innanríkisráðuneytisins í kjölfar áðurnefnds dóms vegna málsins þar sem segir, meðal annars að persónuleg samtöl einstakra starfsmanna ráðuneytisins séu sett í sérkennilegt samhengi:  

„Vegna þessa er rétt að árétta það sem liggur í augum uppi að stór hluti af daglegu starfi ráðuneytisins eru samskipti við fjölmiðla og ýmsir starfsmenn ráðuneytisins eiga mörg samtöl við fjölmiðla á hverjum einasta degi. Slík samtöl eru eðlilegur hluti starfa þeirra auk þess sem fram hefur komið að þau samtöl sem vakin er sérstök athygli á í umræddri greinargerð voru hvorki við þá blaðamenn sem lögregla kærði né tengdust þau umræddri rannsókn.“

Hér er beinlínis fullyrt af hálfu ráðherra að sá starfsmaður sem rætt er um í dómi hæstaréttar, og kallaður er í málsskjölum B, sé ekki sá sem lak umræddum gögnum um Tony Omos.


Tengdar fréttir

Lekamálið komið til lögreglunnar

Ríkissaksóknari hefur framsent kæru, vegna leka á persónuupplýsingum hælisleitanda til fjölmiðla, til embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef ríkissaksóknara.

Hvatt til óháðrar rannsóknar á lekamálinu

Innanríkisráðherra segir ítarlega rannsókn innan innanríkisráðuneytisins og stofnana þess sýna að minnisblað um hælisleitanda hafi ekki komið úr ráðuneytinu. Mörður Árnason er með minnisblaðið.

Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu

Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér.

Ríkissaksóknari óskar eftir frekari gögnum um lekamálið

Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur óskað eftir frekari gögnum og upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu vegna kæru lögmanns hælisleitenda um leka á trúnaðargögnum úr ráðuneytinu.

Mun ekki tjá sig efnislega um lekamálið fyrr en niðurstaða liggur fyrir

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur ítrekað beðist undan því að mæta í viðtal í Kastljósið til að ræða trúnaðarbrest sem kom upp í innanríkisráðuneytinu. Hún hafði áður samþykkt að veita Kastljósi viðtal í vikunni en hefur hætt við það í bili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.