Lekamálið: Hefur rökstuddan grun um hver lak minnisblaðinu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. júní 2014 14:07 Minnisblaðið var trúnaðarskjal ætlað starfsmönnum innanríkisráðuneytisins einvörðungu. Mynd/Pjetur Lögregla hefur rökstuddan grun um að starfsmaður innanríkisráðuneytisins hafi lekið minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos í fjölmiðla. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem féll á mánudag. Dómurinn hafnar því að fréttastjóra mbl.is verði gert að gefa upp heimildarmann sinn eins og Vísir greindi frá í dag. Í dóminum kemur einnig fram að tiltekinn starfsmaður ráðuneytisins hafi átt símasamskipti við fjölmiðla skömmu áður en fréttir birtust um minnisblaðið og breytt skjalinu sem lekið var. Gat starfsmaðurinn ekki útskýrt hvers vegna símtöl við fjölmiðla eiga sér stað á sama tíma og hann vann í því. Eins árs fangelsisrefsing er lögð við því að greina frá upplýsingum sem opinber starfsmaður fær í starfi sínu og eiga að fara leynt. Hafi brotið verið framið í ávinningskyni getur refsing orðið allt að þrjú ár en kveðið er á um regluna í 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Minnisblaðið sem um ræðir var tekið saman af lögfræðingi í ráðuneytinu 19. nóvember 2013, en fréttir um málið birtust að morgni dags þann 20. nóvember. Minnisblaðið var tekið saman að beiðni skrifstofustjóra vegna mótmæla sem halda átti fyrir utan ráðuneytið í kjölfar umfjöllunar um afgreiðslu þess á máli hælisleitandans Tony Omos. En vísa átti honum úr landi. Minnisblaðið var vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins, þeir sem höfðu vitneskju um það og hvað stóð á því voru skrifstofustjóri, lögfræðingurinn sem tók það saman, ráðuneytisstjóri, ráðherra, tveir aðstoðarmenn auk tveggja lögfræðinga sem lásu það yfir. Rannsókn lögreglu benti til þess að ólíklegt væri að það hefði verið sent frá ráðuneytinu með tölvupósti. Lekamálið Tengdar fréttir Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti. 5. maí 2014 15:43 Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39 Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér. 6. maí 2014 14:21 Mótmæli vegna lekamálsins Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun. 11. febrúar 2014 13:36 Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. 2. maí 2014 18:26 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Lögregla hefur rökstuddan grun um að starfsmaður innanríkisráðuneytisins hafi lekið minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos í fjölmiðla. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem féll á mánudag. Dómurinn hafnar því að fréttastjóra mbl.is verði gert að gefa upp heimildarmann sinn eins og Vísir greindi frá í dag. Í dóminum kemur einnig fram að tiltekinn starfsmaður ráðuneytisins hafi átt símasamskipti við fjölmiðla skömmu áður en fréttir birtust um minnisblaðið og breytt skjalinu sem lekið var. Gat starfsmaðurinn ekki útskýrt hvers vegna símtöl við fjölmiðla eiga sér stað á sama tíma og hann vann í því. Eins árs fangelsisrefsing er lögð við því að greina frá upplýsingum sem opinber starfsmaður fær í starfi sínu og eiga að fara leynt. Hafi brotið verið framið í ávinningskyni getur refsing orðið allt að þrjú ár en kveðið er á um regluna í 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Minnisblaðið sem um ræðir var tekið saman af lögfræðingi í ráðuneytinu 19. nóvember 2013, en fréttir um málið birtust að morgni dags þann 20. nóvember. Minnisblaðið var tekið saman að beiðni skrifstofustjóra vegna mótmæla sem halda átti fyrir utan ráðuneytið í kjölfar umfjöllunar um afgreiðslu þess á máli hælisleitandans Tony Omos. En vísa átti honum úr landi. Minnisblaðið var vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins, þeir sem höfðu vitneskju um það og hvað stóð á því voru skrifstofustjóri, lögfræðingurinn sem tók það saman, ráðuneytisstjóri, ráðherra, tveir aðstoðarmenn auk tveggja lögfræðinga sem lásu það yfir. Rannsókn lögreglu benti til þess að ólíklegt væri að það hefði verið sent frá ráðuneytinu með tölvupósti.
Lekamálið Tengdar fréttir Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti. 5. maí 2014 15:43 Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39 Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér. 6. maí 2014 14:21 Mótmæli vegna lekamálsins Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun. 11. febrúar 2014 13:36 Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. 2. maí 2014 18:26 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Krefjast þess að Hanna Birna segi af sér Ungir jafnaðarmenn samþykktu í dag ályktun af miðstjórn um að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, eigi að segja af sér ráðherraembætti. 5. maí 2014 15:43
Hanna Birna telur „lekamálið“ snúast um annað en hælisleitendur Hanna Birna Kristjánsdóttir var hvöss í ræðupúlti alþingis í umræðu um hælisleitendur og telur sig sitja ómaklega undir ásökunum. 27. janúar 2014 16:39
Lekamálið ljótur pólitiskur leikur að mati Hönnu Birnu Hart var sótt að innanríkisráðherra á þinginu nú rétt í þessu vegna lekamálsins svokallaða. Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar að tjá sig um það síðar en gaf í skyn að það snérist um aðför að sér. 6. maí 2014 14:21
Mótmæli vegna lekamálsins Boðað hefur verið til mótmæla fyrir framan innanríkisráðuneytið í hádeginu á morgun. 11. febrúar 2014 13:36
Minnisblaðið vistað á opnu drifi innanríkisráðuneytisins Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna í nóvember 2013. 2. maí 2014 18:26