Innlent

Mun ekki tjá sig efnislega um lekamálið fyrr en niðurstaða liggur fyrir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki tjá sig efnislega um lekamálið fyrr en rannsókn er lokið.
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki tjá sig efnislega um lekamálið fyrr en rannsókn er lokið. visir/gva
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur ítrekað beðist undan því að mæta í viðtal í Kastljósið til að ræða trúnaðarbrest sem kom upp í innanríkisráðuneytinu. Hún hafði áður samþykkt að veita Kastljósi viðtal í vikunni en hefur hætt við það í bili.

Umsjónarmenn Kastljóssins hafa farið þess á leit við innanríkisráðherrann að ræða þann trúnaðarbrest sem kom upp í ráðuneytinu  gagnvart hælisleitendunum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph.

Fram kom í Kastljósinu í kvöld að ráðherrann hafði samþykkt að veita viðtal í þessari viku en hefur nú ákveðið að veita ekki viðtal fyrir en niðurstaðan fæst í skoðun ríkissaksóknara á lekanum.

Hanna Birna mun ekki tjá sig efnislega um málið fyrr en niðurstaða liggur fyrir.

Ragnheiðar Ríkharðsdóttir, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður, Tony Omos, voru gestir þáttarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×