Yfirmaður Interpol: Ísland sönnun þess að byssueign þarf ekki að þýða háa glæpatíðni Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2014 14:55 Ronald K. Noble framkvæmdastjóri Interpol er í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann segir að fjöldi skotvopna á Íslandi í umferð hjá almenningi sé sönnun þess að hægt sé að halda glæpatíðni lágri þrátt fyrir mikinn fjölda skotvopna. Um sextíu þúsund skráð skotvopn voru á Íslandi í júlí 2011 og er talið að þeim hafi bara fjölgað síðan. Talið er að á bak við þennan fjölda skotvopna séu um þrjátíu þúsund virk skotvopnaleyfi. Rúmlega 30 byssur eru á hverja 100 íbúa hér á landi og er Ísland í 15. sæti í heiminum yfir fjölda skotvopna per íbúa samkvæmt The Small Arms Survey, rannsóknarverkefnis sem rekið er af The Graduate Institute of International and Development Studies, í Genf í Sviss. Dæmi eru um að safnarar hér á landi eigi nokkra tugi ef ekki hundruð skotvopna. Lögreglan hefur eftirlit með geymslu og varðveislu skotvopna og fer reglulega í heimsóknir til manna sem eiga fleiri en eina byssu. Meðal annars til að ganga úr skugga um að frágangur vopnanna sé tilhlýðilegur. Í Svíþjóð eru takmarkanir á því hversu mörg skotvopn hver og einn má eiga og er það bundið við sjö byssur en ekki eru slíkar takmarkanir hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. Ronald K. Noble tók við sem framkvæmdastjóri Interpol um aldamótin og lætur senn að störfum. Hann hafði einsett sér að heimsækja öll 190 ríkin sem eiga beina aðild að Interpol. Ísland er síðasta ríkið sem hann heimsækir en hann hélt blaðamannafund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í höfuðstöðvum embættisins við Skúlagötu í morgun.Í stuttu viðtali ræðir Noble skotvopnaeign á Íslandi og sjá má viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Ronald K. Noble framkvæmdastjóri Interpol er í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann segir að fjöldi skotvopna á Íslandi í umferð hjá almenningi sé sönnun þess að hægt sé að halda glæpatíðni lágri þrátt fyrir mikinn fjölda skotvopna. Um sextíu þúsund skráð skotvopn voru á Íslandi í júlí 2011 og er talið að þeim hafi bara fjölgað síðan. Talið er að á bak við þennan fjölda skotvopna séu um þrjátíu þúsund virk skotvopnaleyfi. Rúmlega 30 byssur eru á hverja 100 íbúa hér á landi og er Ísland í 15. sæti í heiminum yfir fjölda skotvopna per íbúa samkvæmt The Small Arms Survey, rannsóknarverkefnis sem rekið er af The Graduate Institute of International and Development Studies, í Genf í Sviss. Dæmi eru um að safnarar hér á landi eigi nokkra tugi ef ekki hundruð skotvopna. Lögreglan hefur eftirlit með geymslu og varðveislu skotvopna og fer reglulega í heimsóknir til manna sem eiga fleiri en eina byssu. Meðal annars til að ganga úr skugga um að frágangur vopnanna sé tilhlýðilegur. Í Svíþjóð eru takmarkanir á því hversu mörg skotvopn hver og einn má eiga og er það bundið við sjö byssur en ekki eru slíkar takmarkanir hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. Ronald K. Noble tók við sem framkvæmdastjóri Interpol um aldamótin og lætur senn að störfum. Hann hafði einsett sér að heimsækja öll 190 ríkin sem eiga beina aðild að Interpol. Ísland er síðasta ríkið sem hann heimsækir en hann hélt blaðamannafund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í höfuðstöðvum embættisins við Skúlagötu í morgun.Í stuttu viðtali ræðir Noble skotvopnaeign á Íslandi og sjá má viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira