Yfirmaður Interpol: Ísland sönnun þess að byssueign þarf ekki að þýða háa glæpatíðni Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2014 14:55 Ronald K. Noble framkvæmdastjóri Interpol er í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann segir að fjöldi skotvopna á Íslandi í umferð hjá almenningi sé sönnun þess að hægt sé að halda glæpatíðni lágri þrátt fyrir mikinn fjölda skotvopna. Um sextíu þúsund skráð skotvopn voru á Íslandi í júlí 2011 og er talið að þeim hafi bara fjölgað síðan. Talið er að á bak við þennan fjölda skotvopna séu um þrjátíu þúsund virk skotvopnaleyfi. Rúmlega 30 byssur eru á hverja 100 íbúa hér á landi og er Ísland í 15. sæti í heiminum yfir fjölda skotvopna per íbúa samkvæmt The Small Arms Survey, rannsóknarverkefnis sem rekið er af The Graduate Institute of International and Development Studies, í Genf í Sviss. Dæmi eru um að safnarar hér á landi eigi nokkra tugi ef ekki hundruð skotvopna. Lögreglan hefur eftirlit með geymslu og varðveislu skotvopna og fer reglulega í heimsóknir til manna sem eiga fleiri en eina byssu. Meðal annars til að ganga úr skugga um að frágangur vopnanna sé tilhlýðilegur. Í Svíþjóð eru takmarkanir á því hversu mörg skotvopn hver og einn má eiga og er það bundið við sjö byssur en ekki eru slíkar takmarkanir hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. Ronald K. Noble tók við sem framkvæmdastjóri Interpol um aldamótin og lætur senn að störfum. Hann hafði einsett sér að heimsækja öll 190 ríkin sem eiga beina aðild að Interpol. Ísland er síðasta ríkið sem hann heimsækir en hann hélt blaðamannafund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í höfuðstöðvum embættisins við Skúlagötu í morgun.Í stuttu viðtali ræðir Noble skotvopnaeign á Íslandi og sjá má viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Ronald K. Noble framkvæmdastjóri Interpol er í opinberri heimsókn á Íslandi. Hann segir að fjöldi skotvopna á Íslandi í umferð hjá almenningi sé sönnun þess að hægt sé að halda glæpatíðni lágri þrátt fyrir mikinn fjölda skotvopna. Um sextíu þúsund skráð skotvopn voru á Íslandi í júlí 2011 og er talið að þeim hafi bara fjölgað síðan. Talið er að á bak við þennan fjölda skotvopna séu um þrjátíu þúsund virk skotvopnaleyfi. Rúmlega 30 byssur eru á hverja 100 íbúa hér á landi og er Ísland í 15. sæti í heiminum yfir fjölda skotvopna per íbúa samkvæmt The Small Arms Survey, rannsóknarverkefnis sem rekið er af The Graduate Institute of International and Development Studies, í Genf í Sviss. Dæmi eru um að safnarar hér á landi eigi nokkra tugi ef ekki hundruð skotvopna. Lögreglan hefur eftirlit með geymslu og varðveislu skotvopna og fer reglulega í heimsóknir til manna sem eiga fleiri en eina byssu. Meðal annars til að ganga úr skugga um að frágangur vopnanna sé tilhlýðilegur. Í Svíþjóð eru takmarkanir á því hversu mörg skotvopn hver og einn má eiga og er það bundið við sjö byssur en ekki eru slíkar takmarkanir hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. Ronald K. Noble tók við sem framkvæmdastjóri Interpol um aldamótin og lætur senn að störfum. Hann hafði einsett sér að heimsækja öll 190 ríkin sem eiga beina aðild að Interpol. Ísland er síðasta ríkið sem hann heimsækir en hann hélt blaðamannafund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í höfuðstöðvum embættisins við Skúlagötu í morgun.Í stuttu viðtali ræðir Noble skotvopnaeign á Íslandi og sjá má viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira