Sextíu þúsund skráð skotvopn á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júlí 2011 18:30 Rúmlega sextíu þúsund skráð skotvopn eru hér á landi auk þess sem mikið magn óskráðra vopna er úti í samfélaginu. Yfirlögregluþjónn segir alltof mörg óskráð vopn í umferð og vill að mönnum verði gert kleift að skila þeim inn refsilaust. Eftir ódæðisverkin í Noregi er mönnum ljóst að slíkir atburðir geta í raun gerst hvar sem er í heiminum sé ásetningurinn til staðar og aðgangur að skotvopnum. Um sextíu þúsund skráð skotvopn eru á landinu öllu að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Geir Jón segir að á bak við þessa tölu séu þrjátíu þúsund gild skotvopnaleyfi. Þetta þýðir að mjög margir handhafar skotvopnaleyfa hafa fleiri en eina byssu til umráða. Í Svíþjóð eru takmarkanir á því hversu mörg skotvopn hver og einn má eiga og er það bundið við sjö byssur en ekki eru slíkar takmarkanir hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. Dæmi eru um að safnarar hér á landi eigi nokkra tugi ef ekki hundruði skotvopna. Lögreglan hefur eftirlit með geymslu og varðveislu skotvopna og fer reglulega í heimsóknir til manna sem eiga fleiri en eina byssu. Meðal annars til að ganga úr skugga um að frágangur vopnanna sé tilhlýðilegur. Geir Jón Þórisson sagði erfitt að svara því hversu mörg óskráð vopn væru í umferð en ljóst væri að þau væru fleiri en góðu hófi gegndi. Lögreglan haldleggur á hverju ári umtalsvert magn af ólöglegum og óskráðum skotvopnum, oft í tengslum við rannsóknir á fíknefnamálum. Þetta veitir vísbendingar um að það séu miklu fleiri byssur í umferð en opinberar tölur segja til um. Enginn má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi samkvæmt vopnalögum en refsivert er að hafa slík vopn undir höndum án leyfis. Geir Jón sagði að æskilegt væri að gefa fólki svigrúm til að skila inn óskráðum skotvopnum refsilaust til að fækka óskráðum byssum í umferð en ráðist var í slíka aðgerð veturinn 1967 -1968 þegar mönnum var heimilt að skila inn vopnum án þess að sæta ákæru. Tölur um byssueign og fjölda óskráðra vopna í umferð vekja líka upp spurningar um hvort endurskoða þurfi lagarammann um þessa hluti hér á landi. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í fréttum okkar í vikunni að í ráðuneyti hans væri verið kanna hvort endurskoða þyrfti vopnalögin. „Það er nokkuð sem að við munum skoða hér í ráðuneytinu og hugsanlega leggja nýtt frumvarp fyrir ríkisstjórnina í haust, við erum að fara yfir hvort vopnalögin eru á einhvern hátt of rúm, við horfum til þess að einstaklingar hafa byssur sem þeir nota til veiða en síðan kunna að vera önnur vopn sem eiga ekkert heima á íslenskum heimilum," sagði innanríkisráðherra. Skipuð var nefnd fyrir tæpum tveimur árum sem skilaði af sér drögum að frumvarpi sem verið er að fara yfir í innanríkisráðuneytinu með hliðsjón af tilskipunum Evrópusambandsins, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður frumvarpið að öllum líkindum lagt fram í haust. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira
Rúmlega sextíu þúsund skráð skotvopn eru hér á landi auk þess sem mikið magn óskráðra vopna er úti í samfélaginu. Yfirlögregluþjónn segir alltof mörg óskráð vopn í umferð og vill að mönnum verði gert kleift að skila þeim inn refsilaust. Eftir ódæðisverkin í Noregi er mönnum ljóst að slíkir atburðir geta í raun gerst hvar sem er í heiminum sé ásetningurinn til staðar og aðgangur að skotvopnum. Um sextíu þúsund skráð skotvopn eru á landinu öllu að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Geir Jón segir að á bak við þessa tölu séu þrjátíu þúsund gild skotvopnaleyfi. Þetta þýðir að mjög margir handhafar skotvopnaleyfa hafa fleiri en eina byssu til umráða. Í Svíþjóð eru takmarkanir á því hversu mörg skotvopn hver og einn má eiga og er það bundið við sjö byssur en ekki eru slíkar takmarkanir hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. Dæmi eru um að safnarar hér á landi eigi nokkra tugi ef ekki hundruði skotvopna. Lögreglan hefur eftirlit með geymslu og varðveislu skotvopna og fer reglulega í heimsóknir til manna sem eiga fleiri en eina byssu. Meðal annars til að ganga úr skugga um að frágangur vopnanna sé tilhlýðilegur. Geir Jón Þórisson sagði erfitt að svara því hversu mörg óskráð vopn væru í umferð en ljóst væri að þau væru fleiri en góðu hófi gegndi. Lögreglan haldleggur á hverju ári umtalsvert magn af ólöglegum og óskráðum skotvopnum, oft í tengslum við rannsóknir á fíknefnamálum. Þetta veitir vísbendingar um að það séu miklu fleiri byssur í umferð en opinberar tölur segja til um. Enginn má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi samkvæmt vopnalögum en refsivert er að hafa slík vopn undir höndum án leyfis. Geir Jón sagði að æskilegt væri að gefa fólki svigrúm til að skila inn óskráðum skotvopnum refsilaust til að fækka óskráðum byssum í umferð en ráðist var í slíka aðgerð veturinn 1967 -1968 þegar mönnum var heimilt að skila inn vopnum án þess að sæta ákæru. Tölur um byssueign og fjölda óskráðra vopna í umferð vekja líka upp spurningar um hvort endurskoða þurfi lagarammann um þessa hluti hér á landi. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í fréttum okkar í vikunni að í ráðuneyti hans væri verið kanna hvort endurskoða þyrfti vopnalögin. „Það er nokkuð sem að við munum skoða hér í ráðuneytinu og hugsanlega leggja nýtt frumvarp fyrir ríkisstjórnina í haust, við erum að fara yfir hvort vopnalögin eru á einhvern hátt of rúm, við horfum til þess að einstaklingar hafa byssur sem þeir nota til veiða en síðan kunna að vera önnur vopn sem eiga ekkert heima á íslenskum heimilum," sagði innanríkisráðherra. Skipuð var nefnd fyrir tæpum tveimur árum sem skilaði af sér drögum að frumvarpi sem verið er að fara yfir í innanríkisráðuneytinu með hliðsjón af tilskipunum Evrópusambandsins, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður frumvarpið að öllum líkindum lagt fram í haust. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Sjá meira