Sextíu þúsund skráð skotvopn á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júlí 2011 18:30 Rúmlega sextíu þúsund skráð skotvopn eru hér á landi auk þess sem mikið magn óskráðra vopna er úti í samfélaginu. Yfirlögregluþjónn segir alltof mörg óskráð vopn í umferð og vill að mönnum verði gert kleift að skila þeim inn refsilaust. Eftir ódæðisverkin í Noregi er mönnum ljóst að slíkir atburðir geta í raun gerst hvar sem er í heiminum sé ásetningurinn til staðar og aðgangur að skotvopnum. Um sextíu þúsund skráð skotvopn eru á landinu öllu að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Geir Jón segir að á bak við þessa tölu séu þrjátíu þúsund gild skotvopnaleyfi. Þetta þýðir að mjög margir handhafar skotvopnaleyfa hafa fleiri en eina byssu til umráða. Í Svíþjóð eru takmarkanir á því hversu mörg skotvopn hver og einn má eiga og er það bundið við sjö byssur en ekki eru slíkar takmarkanir hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. Dæmi eru um að safnarar hér á landi eigi nokkra tugi ef ekki hundruði skotvopna. Lögreglan hefur eftirlit með geymslu og varðveislu skotvopna og fer reglulega í heimsóknir til manna sem eiga fleiri en eina byssu. Meðal annars til að ganga úr skugga um að frágangur vopnanna sé tilhlýðilegur. Geir Jón Þórisson sagði erfitt að svara því hversu mörg óskráð vopn væru í umferð en ljóst væri að þau væru fleiri en góðu hófi gegndi. Lögreglan haldleggur á hverju ári umtalsvert magn af ólöglegum og óskráðum skotvopnum, oft í tengslum við rannsóknir á fíknefnamálum. Þetta veitir vísbendingar um að það séu miklu fleiri byssur í umferð en opinberar tölur segja til um. Enginn má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi samkvæmt vopnalögum en refsivert er að hafa slík vopn undir höndum án leyfis. Geir Jón sagði að æskilegt væri að gefa fólki svigrúm til að skila inn óskráðum skotvopnum refsilaust til að fækka óskráðum byssum í umferð en ráðist var í slíka aðgerð veturinn 1967 -1968 þegar mönnum var heimilt að skila inn vopnum án þess að sæta ákæru. Tölur um byssueign og fjölda óskráðra vopna í umferð vekja líka upp spurningar um hvort endurskoða þurfi lagarammann um þessa hluti hér á landi. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í fréttum okkar í vikunni að í ráðuneyti hans væri verið kanna hvort endurskoða þyrfti vopnalögin. „Það er nokkuð sem að við munum skoða hér í ráðuneytinu og hugsanlega leggja nýtt frumvarp fyrir ríkisstjórnina í haust, við erum að fara yfir hvort vopnalögin eru á einhvern hátt of rúm, við horfum til þess að einstaklingar hafa byssur sem þeir nota til veiða en síðan kunna að vera önnur vopn sem eiga ekkert heima á íslenskum heimilum," sagði innanríkisráðherra. Skipuð var nefnd fyrir tæpum tveimur árum sem skilaði af sér drögum að frumvarpi sem verið er að fara yfir í innanríkisráðuneytinu með hliðsjón af tilskipunum Evrópusambandsins, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður frumvarpið að öllum líkindum lagt fram í haust. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Rúmlega sextíu þúsund skráð skotvopn eru hér á landi auk þess sem mikið magn óskráðra vopna er úti í samfélaginu. Yfirlögregluþjónn segir alltof mörg óskráð vopn í umferð og vill að mönnum verði gert kleift að skila þeim inn refsilaust. Eftir ódæðisverkin í Noregi er mönnum ljóst að slíkir atburðir geta í raun gerst hvar sem er í heiminum sé ásetningurinn til staðar og aðgangur að skotvopnum. Um sextíu þúsund skráð skotvopn eru á landinu öllu að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Geir Jón segir að á bak við þessa tölu séu þrjátíu þúsund gild skotvopnaleyfi. Þetta þýðir að mjög margir handhafar skotvopnaleyfa hafa fleiri en eina byssu til umráða. Í Svíþjóð eru takmarkanir á því hversu mörg skotvopn hver og einn má eiga og er það bundið við sjö byssur en ekki eru slíkar takmarkanir hér á landi eða á hinum Norðurlöndunum. Dæmi eru um að safnarar hér á landi eigi nokkra tugi ef ekki hundruði skotvopna. Lögreglan hefur eftirlit með geymslu og varðveislu skotvopna og fer reglulega í heimsóknir til manna sem eiga fleiri en eina byssu. Meðal annars til að ganga úr skugga um að frágangur vopnanna sé tilhlýðilegur. Geir Jón Þórisson sagði erfitt að svara því hversu mörg óskráð vopn væru í umferð en ljóst væri að þau væru fleiri en góðu hófi gegndi. Lögreglan haldleggur á hverju ári umtalsvert magn af ólöglegum og óskráðum skotvopnum, oft í tengslum við rannsóknir á fíknefnamálum. Þetta veitir vísbendingar um að það séu miklu fleiri byssur í umferð en opinberar tölur segja til um. Enginn má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi samkvæmt vopnalögum en refsivert er að hafa slík vopn undir höndum án leyfis. Geir Jón sagði að æskilegt væri að gefa fólki svigrúm til að skila inn óskráðum skotvopnum refsilaust til að fækka óskráðum byssum í umferð en ráðist var í slíka aðgerð veturinn 1967 -1968 þegar mönnum var heimilt að skila inn vopnum án þess að sæta ákæru. Tölur um byssueign og fjölda óskráðra vopna í umferð vekja líka upp spurningar um hvort endurskoða þurfi lagarammann um þessa hluti hér á landi. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í fréttum okkar í vikunni að í ráðuneyti hans væri verið kanna hvort endurskoða þyrfti vopnalögin. „Það er nokkuð sem að við munum skoða hér í ráðuneytinu og hugsanlega leggja nýtt frumvarp fyrir ríkisstjórnina í haust, við erum að fara yfir hvort vopnalögin eru á einhvern hátt of rúm, við horfum til þess að einstaklingar hafa byssur sem þeir nota til veiða en síðan kunna að vera önnur vopn sem eiga ekkert heima á íslenskum heimilum," sagði innanríkisráðherra. Skipuð var nefnd fyrir tæpum tveimur árum sem skilaði af sér drögum að frumvarpi sem verið er að fara yfir í innanríkisráðuneytinu með hliðsjón af tilskipunum Evrópusambandsins, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður frumvarpið að öllum líkindum lagt fram í haust. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent