Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu - komið ykkur burt! Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. ágúst 2014 16:15 Leikmenn Lech Poznan svekktir eftir úrslitin í Póllandi í gærkvöldi. VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI „Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu! Komið ykkur allir burt! Sjáið 75 myndir frá skömminni.“ Svona hljómar fyrirsögn á stuðningsmannasíðu Lech Poznan, kkslech.com, sem fylgdist með leik liðsins gegn Stjörnunni í beinni textalýsingu í Poznan í gærkvöldi. Eins og allir vita skildu liðin jöfn, markalaus, en þau úrslit dugðu Stjörnunni áfram í umspilið fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar á meðan Pólverjarnir sitja eftir með sárt ennið. „Þetta er ekki bara mesti skandallinn í sögu Lech Poznan, heldur vandræðalegustu úrslit í sögu pólskra félagsliða,“ segir í fréttinni.Jóhann Laxdal og svekktur leikmaður Poznan í leikslok.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKIStuðningsmaðurinn, eða mennirnir, sem sáu um að uppfæra lesendur á síðunni voru vægast sagt sturlaðir af reiði í leikslok. „Við, sem klæðumst þessari sömu treyju og leikmennirnir, eigum ekkert sameiginlegt með þeim. Þið vanvirðið okkur. Við viljum ekki tengjast þessum mönnum lengur,“ var skrifað í textalýsinguna þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Stjörnumönnum er hrósað mikið og bent á að stuðningsmenn Poznan hafi klappað fyrir Garðabæjarliðinu. „Við virðum Íslendingana. Þeir eru áhugamenn og fela það ekki. Þeir vörðust í báðum leikjum og nýttu sér einu mistökin okkar,“ er sagt. Síðan var að hruni komin vegna álags í gær, en lesendum var bent margsinnis á það að fara ekki út úr textalýsingunni því forsíðan var niðri. Svo mikill var áhuginn á leiknum, eða væntanlega þessum óvæntu úrslitum.Mariusz Rumak óttast að missa starfið.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI„Þetta er það versta sem ég hef upplifað,“ sagði markvörðurinn KrzysztofKotorowski á blaðamannafundi eftir leikinn, og þjálfarinn MariuszRumak var svo spurður út í stöðu sína. „Það er ekki hægt að vinna leik þar sem maður skýtur ekki á markið. Nú þarf ég að hitta stjórnina á morgun og ræða framtíð mína. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit heldur ekki af hverju við unnum ekki leikinn,“ sagði þjálfarinn. Gærdagurinn og dagurinn í dag hafa ekkert verið neitt sérstakir fyrir pólska knattspyrnu. Fyrst féll liðið sem hafnaði í öðru sæti í fyrra, Lech Poznan, úr leik í Evrópudeildinni og í dag var meisturum Legia Varsjár hent úr Meistaradeildinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15 Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Sjá meira
„Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu! Komið ykkur allir burt! Sjáið 75 myndir frá skömminni.“ Svona hljómar fyrirsögn á stuðningsmannasíðu Lech Poznan, kkslech.com, sem fylgdist með leik liðsins gegn Stjörnunni í beinni textalýsingu í Poznan í gærkvöldi. Eins og allir vita skildu liðin jöfn, markalaus, en þau úrslit dugðu Stjörnunni áfram í umspilið fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar á meðan Pólverjarnir sitja eftir með sárt ennið. „Þetta er ekki bara mesti skandallinn í sögu Lech Poznan, heldur vandræðalegustu úrslit í sögu pólskra félagsliða,“ segir í fréttinni.Jóhann Laxdal og svekktur leikmaður Poznan í leikslok.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKIStuðningsmaðurinn, eða mennirnir, sem sáu um að uppfæra lesendur á síðunni voru vægast sagt sturlaðir af reiði í leikslok. „Við, sem klæðumst þessari sömu treyju og leikmennirnir, eigum ekkert sameiginlegt með þeim. Þið vanvirðið okkur. Við viljum ekki tengjast þessum mönnum lengur,“ var skrifað í textalýsinguna þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Stjörnumönnum er hrósað mikið og bent á að stuðningsmenn Poznan hafi klappað fyrir Garðabæjarliðinu. „Við virðum Íslendingana. Þeir eru áhugamenn og fela það ekki. Þeir vörðust í báðum leikjum og nýttu sér einu mistökin okkar,“ er sagt. Síðan var að hruni komin vegna álags í gær, en lesendum var bent margsinnis á það að fara ekki út úr textalýsingunni því forsíðan var niðri. Svo mikill var áhuginn á leiknum, eða væntanlega þessum óvæntu úrslitum.Mariusz Rumak óttast að missa starfið.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI„Þetta er það versta sem ég hef upplifað,“ sagði markvörðurinn KrzysztofKotorowski á blaðamannafundi eftir leikinn, og þjálfarinn MariuszRumak var svo spurður út í stöðu sína. „Það er ekki hægt að vinna leik þar sem maður skýtur ekki á markið. Nú þarf ég að hitta stjórnina á morgun og ræða framtíð mína. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit heldur ekki af hverju við unnum ekki leikinn,“ sagði þjálfarinn. Gærdagurinn og dagurinn í dag hafa ekkert verið neitt sérstakir fyrir pólska knattspyrnu. Fyrst féll liðið sem hafnaði í öðru sæti í fyrra, Lech Poznan, úr leik í Evrópudeildinni og í dag var meisturum Legia Varsjár hent úr Meistaradeildinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15 Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Sjá meira
Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33
Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15
Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34
Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10
Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08