Eyddi viku á KFC eftir að kærastinn hætti með henni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2014 10:46 Hér er mynd frá einum veitingastað í KFC. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti. Hin kínverska 26 ára Tan Shen fór svöng inn á KFC-veitingastað, sem er við lestarstöð í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína, og kom út viku seinna. Tan leið ekki vel eftir að kærastinn hennar hafði hætt með henni og þegar hungrið sótti á hana ákvað hún að kjúklingavængir frá KFC væru svarið. „Ég ætlaði ekki að vera lengi þarna inni. Mig langaði bara í kjúklingavængi,“ segir Tan í samtali við fréttavef Yahoo og heldur áfram: „En þegar ég byrjaði að borða rann upp fyrir mér að ég þyrfti tíma til að hugsa.“ Raunar fannst henni hún þurfa svo langan tíma til að hugsa að hún taldi rétt að tilkynna sig veika hjá vinnuveitanda. „Mér leið bara hræðilega,“ útskýrir hún. Tan segist hafa verið að flýja raunveruleikann á einhvern hátt með því að eyða viku á veitingastaðnum. „Ég vildi ekki fara heim í íbúðina mína því hún var uppfull af hlutum sem minntu mig á hann,“ bætir hún við og vísar þar til kærastans sem hætti með henni. Starfsfólk KFC var farið að hafa áhyggjur af Tan, eftir nokkurra daga veru á staðnum. „Staðurinn er opinn allan sólarhringinn og við fáum fullt af fólki til okkar. Fyrst held ég að ekkert okkar hafi tekið eftir henni,“ segir Jiang Li, sem vinnur á staðnum og bætir við: „Eftir nokkra daga fór maður að kannast við hana. Svo rann það upp fyrir manni að maður hafi afgreitt hana þrjá daga í röð og að hún hafi aldrei farið af staðnum.“ Jiang Li segir að starfsfólk staðarins haf spurt hana hvort ekki væri allt í góðu og að Tan hafi bara sagst vilja tíma til að hugsa. „Og svo bað hún um fleiri kjúklingavængi og stóran skammt af frönskum.“ Hann bætir við að starfsmennirnir hafi ekki sett út á þessa löngu veru Tan á staðnum því hún hafi ekki verið að skaða sig né verið til vandræða. „Og svo var hún viðskiptavinur og borgaði fyrir matinn sinn.“ Eftir að Tan hafði eytt nokkrum dögum á staðnum fóru fjölmiðlar í Kína að sýna málinu áhuga. Eftir vikudvöl á staðnum ákvað Tan að það væri komið nóg af vængjum og athygli og ákvað að fara til foreldra sinna. „Ég þufrti bara að komast frá öllu og ég var búin að fá nóg af bragðinu af kjúklingi.“ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Hin kínverska 26 ára Tan Shen fór svöng inn á KFC-veitingastað, sem er við lestarstöð í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína, og kom út viku seinna. Tan leið ekki vel eftir að kærastinn hennar hafði hætt með henni og þegar hungrið sótti á hana ákvað hún að kjúklingavængir frá KFC væru svarið. „Ég ætlaði ekki að vera lengi þarna inni. Mig langaði bara í kjúklingavængi,“ segir Tan í samtali við fréttavef Yahoo og heldur áfram: „En þegar ég byrjaði að borða rann upp fyrir mér að ég þyrfti tíma til að hugsa.“ Raunar fannst henni hún þurfa svo langan tíma til að hugsa að hún taldi rétt að tilkynna sig veika hjá vinnuveitanda. „Mér leið bara hræðilega,“ útskýrir hún. Tan segist hafa verið að flýja raunveruleikann á einhvern hátt með því að eyða viku á veitingastaðnum. „Ég vildi ekki fara heim í íbúðina mína því hún var uppfull af hlutum sem minntu mig á hann,“ bætir hún við og vísar þar til kærastans sem hætti með henni. Starfsfólk KFC var farið að hafa áhyggjur af Tan, eftir nokkurra daga veru á staðnum. „Staðurinn er opinn allan sólarhringinn og við fáum fullt af fólki til okkar. Fyrst held ég að ekkert okkar hafi tekið eftir henni,“ segir Jiang Li, sem vinnur á staðnum og bætir við: „Eftir nokkra daga fór maður að kannast við hana. Svo rann það upp fyrir manni að maður hafi afgreitt hana þrjá daga í röð og að hún hafi aldrei farið af staðnum.“ Jiang Li segir að starfsfólk staðarins haf spurt hana hvort ekki væri allt í góðu og að Tan hafi bara sagst vilja tíma til að hugsa. „Og svo bað hún um fleiri kjúklingavængi og stóran skammt af frönskum.“ Hann bætir við að starfsmennirnir hafi ekki sett út á þessa löngu veru Tan á staðnum því hún hafi ekki verið að skaða sig né verið til vandræða. „Og svo var hún viðskiptavinur og borgaði fyrir matinn sinn.“ Eftir að Tan hafði eytt nokkrum dögum á staðnum fóru fjölmiðlar í Kína að sýna málinu áhuga. Eftir vikudvöl á staðnum ákvað Tan að það væri komið nóg af vængjum og athygli og ákvað að fara til foreldra sinna. „Ég þufrti bara að komast frá öllu og ég var búin að fá nóg af bragðinu af kjúklingi.“
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira