Eyddi viku á KFC eftir að kærastinn hætti með henni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2014 10:46 Hér er mynd frá einum veitingastað í KFC. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti. Hin kínverska 26 ára Tan Shen fór svöng inn á KFC-veitingastað, sem er við lestarstöð í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína, og kom út viku seinna. Tan leið ekki vel eftir að kærastinn hennar hafði hætt með henni og þegar hungrið sótti á hana ákvað hún að kjúklingavængir frá KFC væru svarið. „Ég ætlaði ekki að vera lengi þarna inni. Mig langaði bara í kjúklingavængi,“ segir Tan í samtali við fréttavef Yahoo og heldur áfram: „En þegar ég byrjaði að borða rann upp fyrir mér að ég þyrfti tíma til að hugsa.“ Raunar fannst henni hún þurfa svo langan tíma til að hugsa að hún taldi rétt að tilkynna sig veika hjá vinnuveitanda. „Mér leið bara hræðilega,“ útskýrir hún. Tan segist hafa verið að flýja raunveruleikann á einhvern hátt með því að eyða viku á veitingastaðnum. „Ég vildi ekki fara heim í íbúðina mína því hún var uppfull af hlutum sem minntu mig á hann,“ bætir hún við og vísar þar til kærastans sem hætti með henni. Starfsfólk KFC var farið að hafa áhyggjur af Tan, eftir nokkurra daga veru á staðnum. „Staðurinn er opinn allan sólarhringinn og við fáum fullt af fólki til okkar. Fyrst held ég að ekkert okkar hafi tekið eftir henni,“ segir Jiang Li, sem vinnur á staðnum og bætir við: „Eftir nokkra daga fór maður að kannast við hana. Svo rann það upp fyrir manni að maður hafi afgreitt hana þrjá daga í röð og að hún hafi aldrei farið af staðnum.“ Jiang Li segir að starfsfólk staðarins haf spurt hana hvort ekki væri allt í góðu og að Tan hafi bara sagst vilja tíma til að hugsa. „Og svo bað hún um fleiri kjúklingavængi og stóran skammt af frönskum.“ Hann bætir við að starfsmennirnir hafi ekki sett út á þessa löngu veru Tan á staðnum því hún hafi ekki verið að skaða sig né verið til vandræða. „Og svo var hún viðskiptavinur og borgaði fyrir matinn sinn.“ Eftir að Tan hafði eytt nokkrum dögum á staðnum fóru fjölmiðlar í Kína að sýna málinu áhuga. Eftir vikudvöl á staðnum ákvað Tan að það væri komið nóg af vængjum og athygli og ákvað að fara til foreldra sinna. „Ég þufrti bara að komast frá öllu og ég var búin að fá nóg af bragðinu af kjúklingi.“ Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Hin kínverska 26 ára Tan Shen fór svöng inn á KFC-veitingastað, sem er við lestarstöð í borginni Chengdu í suðvesturhluta Kína, og kom út viku seinna. Tan leið ekki vel eftir að kærastinn hennar hafði hætt með henni og þegar hungrið sótti á hana ákvað hún að kjúklingavængir frá KFC væru svarið. „Ég ætlaði ekki að vera lengi þarna inni. Mig langaði bara í kjúklingavængi,“ segir Tan í samtali við fréttavef Yahoo og heldur áfram: „En þegar ég byrjaði að borða rann upp fyrir mér að ég þyrfti tíma til að hugsa.“ Raunar fannst henni hún þurfa svo langan tíma til að hugsa að hún taldi rétt að tilkynna sig veika hjá vinnuveitanda. „Mér leið bara hræðilega,“ útskýrir hún. Tan segist hafa verið að flýja raunveruleikann á einhvern hátt með því að eyða viku á veitingastaðnum. „Ég vildi ekki fara heim í íbúðina mína því hún var uppfull af hlutum sem minntu mig á hann,“ bætir hún við og vísar þar til kærastans sem hætti með henni. Starfsfólk KFC var farið að hafa áhyggjur af Tan, eftir nokkurra daga veru á staðnum. „Staðurinn er opinn allan sólarhringinn og við fáum fullt af fólki til okkar. Fyrst held ég að ekkert okkar hafi tekið eftir henni,“ segir Jiang Li, sem vinnur á staðnum og bætir við: „Eftir nokkra daga fór maður að kannast við hana. Svo rann það upp fyrir manni að maður hafi afgreitt hana þrjá daga í röð og að hún hafi aldrei farið af staðnum.“ Jiang Li segir að starfsfólk staðarins haf spurt hana hvort ekki væri allt í góðu og að Tan hafi bara sagst vilja tíma til að hugsa. „Og svo bað hún um fleiri kjúklingavængi og stóran skammt af frönskum.“ Hann bætir við að starfsmennirnir hafi ekki sett út á þessa löngu veru Tan á staðnum því hún hafi ekki verið að skaða sig né verið til vandræða. „Og svo var hún viðskiptavinur og borgaði fyrir matinn sinn.“ Eftir að Tan hafði eytt nokkrum dögum á staðnum fóru fjölmiðlar í Kína að sýna málinu áhuga. Eftir vikudvöl á staðnum ákvað Tan að það væri komið nóg af vængjum og athygli og ákvað að fara til foreldra sinna. „Ég þufrti bara að komast frá öllu og ég var búin að fá nóg af bragðinu af kjúklingi.“
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira