"Þetta er litla barnið mitt“ Bjarki Ármannsson skrifar 17. apríl 2014 15:49 Inga Ragnarsdóttir fylgist vel með ævintýrum sonar síns á Everest. Vísir/Daníel/Aðsend Ingólfur Axelsson, fjallagarpur frá Akureyri, er með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í leiðangrinum sem heldur á efsta tind Everest-fjalls um þessar mundir. Ingólfur er sonur Ingu Ragnarsdóttur, sjúkranuddara og liðstjóra íslenska karlalandsliðsins í handbolta til margra ára. Ingólfur og Vilborg eru komin í grunnbúðir fjallsins og Inga hefur fylgst vel með ferðalagi sonar síns. „Mömmur fylgjast vel með börnum sínum, og pabbar,“ segir Inga. „Það er nú bara þannig.“ Inga heyrði síðast í Ingólfi í gær og segir hann bæði andlega og líkamlega hressan. „Það var hvíldardagur í dag,“ segir Inga. „Nú stendur yfir þessi hæðaraðlögun eins og það heitir,“ bætir hún við en leiðangurinn er um þessar mundir staddur í um 5300 metra hæð. Inga neitar því ekki að hún sé örlítið smeyk að vita af syni sínum í hlíðum hæsta fjalls heims. „Jú, það er bara ósjálfrátt,“ segir hún. „En það fer enginn meðaljón þangað upp. Maður þarf að vera frekar mikill ofurhugi bara til þess að detta þetta í hug.“ Myndi hún sjálf nokkurn tímann leggja í svona ferðalag? „Nei nei,“ segir hún og hlær. „Ég myndi ekki einu sinni komast upp í grunnbúðirnar.“ Inga lét af störfum sem sjúkranuddari landsliðsins eftir Evrópumeistaramótið í janúar síðastliðnum. Þá hafði hún starfað með liðinu frá því árið 2001. „Þannig ég hef unnið mikið með ungu íþróttafólki og mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu flotta unga fólki fara á fjallið,“ segir Inga. Vilborg og Ingólfur segja bæði reglulega frá ferðalaginu á vefsíðum sínum og Inga lætur ekkert skref fram hjá sér fara. „Þetta er litla barnið mitt,“ segir Inga og hlær. Tengdar fréttir Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32 Vilborg og Saga hittust á Everest "Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga.“ 15. apríl 2014 10:15 Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Ingólfur Axelsson, fjallagarpur frá Akureyri, er með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í leiðangrinum sem heldur á efsta tind Everest-fjalls um þessar mundir. Ingólfur er sonur Ingu Ragnarsdóttur, sjúkranuddara og liðstjóra íslenska karlalandsliðsins í handbolta til margra ára. Ingólfur og Vilborg eru komin í grunnbúðir fjallsins og Inga hefur fylgst vel með ferðalagi sonar síns. „Mömmur fylgjast vel með börnum sínum, og pabbar,“ segir Inga. „Það er nú bara þannig.“ Inga heyrði síðast í Ingólfi í gær og segir hann bæði andlega og líkamlega hressan. „Það var hvíldardagur í dag,“ segir Inga. „Nú stendur yfir þessi hæðaraðlögun eins og það heitir,“ bætir hún við en leiðangurinn er um þessar mundir staddur í um 5300 metra hæð. Inga neitar því ekki að hún sé örlítið smeyk að vita af syni sínum í hlíðum hæsta fjalls heims. „Jú, það er bara ósjálfrátt,“ segir hún. „En það fer enginn meðaljón þangað upp. Maður þarf að vera frekar mikill ofurhugi bara til þess að detta þetta í hug.“ Myndi hún sjálf nokkurn tímann leggja í svona ferðalag? „Nei nei,“ segir hún og hlær. „Ég myndi ekki einu sinni komast upp í grunnbúðirnar.“ Inga lét af störfum sem sjúkranuddari landsliðsins eftir Evrópumeistaramótið í janúar síðastliðnum. Þá hafði hún starfað með liðinu frá því árið 2001. „Þannig ég hef unnið mikið með ungu íþróttafólki og mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu flotta unga fólki fara á fjallið,“ segir Inga. Vilborg og Ingólfur segja bæði reglulega frá ferðalaginu á vefsíðum sínum og Inga lætur ekkert skref fram hjá sér fara. „Þetta er litla barnið mitt,“ segir Inga og hlær.
Tengdar fréttir Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32 Vilborg og Saga hittust á Everest "Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga.“ 15. apríl 2014 10:15 Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32
Vilborg og Saga hittust á Everest "Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga.“ 15. apríl 2014 10:15
Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35