"Þetta er litla barnið mitt“ Bjarki Ármannsson skrifar 17. apríl 2014 15:49 Inga Ragnarsdóttir fylgist vel með ævintýrum sonar síns á Everest. Vísir/Daníel/Aðsend Ingólfur Axelsson, fjallagarpur frá Akureyri, er með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í leiðangrinum sem heldur á efsta tind Everest-fjalls um þessar mundir. Ingólfur er sonur Ingu Ragnarsdóttur, sjúkranuddara og liðstjóra íslenska karlalandsliðsins í handbolta til margra ára. Ingólfur og Vilborg eru komin í grunnbúðir fjallsins og Inga hefur fylgst vel með ferðalagi sonar síns. „Mömmur fylgjast vel með börnum sínum, og pabbar,“ segir Inga. „Það er nú bara þannig.“ Inga heyrði síðast í Ingólfi í gær og segir hann bæði andlega og líkamlega hressan. „Það var hvíldardagur í dag,“ segir Inga. „Nú stendur yfir þessi hæðaraðlögun eins og það heitir,“ bætir hún við en leiðangurinn er um þessar mundir staddur í um 5300 metra hæð. Inga neitar því ekki að hún sé örlítið smeyk að vita af syni sínum í hlíðum hæsta fjalls heims. „Jú, það er bara ósjálfrátt,“ segir hún. „En það fer enginn meðaljón þangað upp. Maður þarf að vera frekar mikill ofurhugi bara til þess að detta þetta í hug.“ Myndi hún sjálf nokkurn tímann leggja í svona ferðalag? „Nei nei,“ segir hún og hlær. „Ég myndi ekki einu sinni komast upp í grunnbúðirnar.“ Inga lét af störfum sem sjúkranuddari landsliðsins eftir Evrópumeistaramótið í janúar síðastliðnum. Þá hafði hún starfað með liðinu frá því árið 2001. „Þannig ég hef unnið mikið með ungu íþróttafólki og mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu flotta unga fólki fara á fjallið,“ segir Inga. Vilborg og Ingólfur segja bæði reglulega frá ferðalaginu á vefsíðum sínum og Inga lætur ekkert skref fram hjá sér fara. „Þetta er litla barnið mitt,“ segir Inga og hlær. Tengdar fréttir Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32 Vilborg og Saga hittust á Everest "Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga.“ 15. apríl 2014 10:15 Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Ingólfur Axelsson, fjallagarpur frá Akureyri, er með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í leiðangrinum sem heldur á efsta tind Everest-fjalls um þessar mundir. Ingólfur er sonur Ingu Ragnarsdóttur, sjúkranuddara og liðstjóra íslenska karlalandsliðsins í handbolta til margra ára. Ingólfur og Vilborg eru komin í grunnbúðir fjallsins og Inga hefur fylgst vel með ferðalagi sonar síns. „Mömmur fylgjast vel með börnum sínum, og pabbar,“ segir Inga. „Það er nú bara þannig.“ Inga heyrði síðast í Ingólfi í gær og segir hann bæði andlega og líkamlega hressan. „Það var hvíldardagur í dag,“ segir Inga. „Nú stendur yfir þessi hæðaraðlögun eins og það heitir,“ bætir hún við en leiðangurinn er um þessar mundir staddur í um 5300 metra hæð. Inga neitar því ekki að hún sé örlítið smeyk að vita af syni sínum í hlíðum hæsta fjalls heims. „Jú, það er bara ósjálfrátt,“ segir hún. „En það fer enginn meðaljón þangað upp. Maður þarf að vera frekar mikill ofurhugi bara til þess að detta þetta í hug.“ Myndi hún sjálf nokkurn tímann leggja í svona ferðalag? „Nei nei,“ segir hún og hlær. „Ég myndi ekki einu sinni komast upp í grunnbúðirnar.“ Inga lét af störfum sem sjúkranuddari landsliðsins eftir Evrópumeistaramótið í janúar síðastliðnum. Þá hafði hún starfað með liðinu frá því árið 2001. „Þannig ég hef unnið mikið með ungu íþróttafólki og mér finnst mjög skemmtilegt að fylgjast með þessu flotta unga fólki fara á fjallið,“ segir Inga. Vilborg og Ingólfur segja bæði reglulega frá ferðalaginu á vefsíðum sínum og Inga lætur ekkert skref fram hjá sér fara. „Þetta er litla barnið mitt,“ segir Inga og hlær.
Tengdar fréttir Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32 Vilborg og Saga hittust á Everest "Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga.“ 15. apríl 2014 10:15 Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vilborg Arna leggur af stað á síðasta tindinn Hún mun leggja af stað til Nepal á sunnudaginn til að klífa fjallið Everest. 28. mars 2014 22:32
Vilborg og Saga hittust á Everest "Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga.“ 15. apríl 2014 10:15
Vilborg Arna komin í grunnbúðir Everest Heimshornaflakkarinn Vilborg Arna Gissurardóttir dvelur nú í um 5300 metra hæð. 13. apríl 2014 10:35