Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndband: FH - ÍBV 1-0 | Atli Viðar hetja FH Daníel Rúnarsson í Kaplakrika skrifar 18. maí 2014 00:01 FH vann nauman sigur á ÍBV, 1-0, í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld en eina markið skoraði Atli Viðar Björnsson fyrir heimamenn þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. FH er með tíu stig eftir fjóra leiki en Eyjamenn eru með eitt stig. Það var ekki boðið upp á sérstaka knattspyrnusýningu í Kaplaprika í dag. Leikmenn beggja liða áttu erfitt með að ná upp góðu spili sín á milli. Heimamenn voru ívið sterkari en tókst þó ekki að skapa sér mörg marktækifæri. Þeirra helstu möguleikar komu í kjölfar undarlegra úthlaupa Abel Dhaira, markverði ÍBV, en hann átti síðar eftir að verða örlagavaldur í leiknum. Kristján Gauti Emilsson var einna atkvæðamestur í liði FH-inga og hefði getað skorað í tvígang á fyrstu 25 mínútum leiksins eftir vandræðagang í markinu hjá Abel. Kristján varð síðan að fara af velli á 40. mínútu vegna meiðsla. Hann virtist hafa fengið tak í aftanvert lærið en Kristján hefur átt í vandræðum með lærið á sér og óvíst hvenær hann snýr aftur. Afar slæm tíðindi fyrir FH-liðið en Kristján hafði byrjað Íslandsmótið af miklum krafti. Upplegg Sigurðs Ragnars, þjálfara Eyjamanna, virtist vera að hægja á leiknum við hvert tækifæri og riðla þannig uppspili FH-inga. Það tókst afskaplega vel en úr varð hinsvegar hundleiðinlegur fyrri hálfleikur, markalaust í hálfleik og við blasti erfitt verkefni fyrir Friðrik Dór, vallarþul og tónlistarstjóra í Kaplakrika, að halda lífi í áhorfendum á meðan á leikhléinu stóð. FH-ingar komu ívið grimmari til seinni hálfleiksins. Bakverðir liðsins fóru enn ofar á völlinn og við það jókst pressa heimamanna töluvert. Þeir áttu þó sem fyrr í erfiðleikum með að skapa sér færi ef frá er talið skot Alberts Brynjars af stuttu færi sem fyrirliði ÍBV, Eiður Aron, varði nánast á marklínu. Enn var það Abel Dhaira sem hjálpaði FH-ingum að búa til marktækifærin og svo fór að lokum að honum var refsað fyrir stórfurðulegar ákvarðanir sínar í úthlaupum úr markinu þegar Atli Viðar Jónsson skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma eftir að Abel hafði hlaupið út á móti sendingu Jóns Ragnars Jónssonar og misst af boltanum. Sigur FH-inga staðreynd þrátt fyrir að eiga líklega ekki mikið meira skilið en eitt stig, en það er ekki spurt að því. Vonbrigði Eyjamanna leyndu sér ekki. Svekkelsið við að leggja allt í varnarleikinn í rúmar 94 mínútur og fá svo á sig klaufamark augljóslega gríðarlegt. Það skyggði svo enn frekar á bragðdaufan leikinn að þeir Kassim Doumbia, varnarmaður FH, og Jonathan Glenn, sóknarmaður ÍBV, þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH: Atli Viðar reddaði þessu fyrir okkur Þjálfari FH-inga, Heimir Guðjónsson, var ekki sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir að vera að sjálfsögðu sáttur við að taka öll stigin sem í boði voru. „Atli Viðar reddaði þessum þremur stigum fyrir okkur í kvöld og það er fínt að fá öll þrjú stigin miðað við spilamennskuna. Við vorum einfaldlega of hægir. Eyjamenn spiluðu sterkan og vel skipulagðan varnarleik á okkur sem virkaði vel. Þeir lokuðu ákveðnum svæðum á meðan önnur voru opin en við létum boltann ekki ganga nægjanlega vel.“ sagði Heimir feginn að leikslokum. FH-ingar misstu Kristján Gauta og Kassim Doumbia af velli vegna meiðsla en óljóst er hversu alvarleg meiðsli þeirra eru. „Án þess að vita það þá held ég að Kassim eigi ekki að vera lengri frá en Jónas Grani sjúkraþjálfari þarf að skoða Kristján Gauta.“ sagði Heimir. Athygli vakti að þeir Kristján Gauti og Kassim meiddust báðir án snertingar við aðra leikmenn og því spurning hvort erfiðar vallaraðstæður hafi orsakað meiðslin? „Nei það held ég ekki, þetta er að mínu mati besti völlur landsins. Kristján GAuti hefur verið í veseni með lærið en Kassim lenti bara illa held ég.“ bætti heimir við að lokum.Sigurður Ragnar, þjálfari ÍBV: Grátlegt að fá ekkert út úr þessum leik Sigurður Ragnar var daufur í bragði þegar hann kom og ræddi við fjölmiðla skömmu eftir leik. „Það er grátlegt að fá ekkert út úr þessu í dag. Við spiluðum virkilega vel í 94 og hálfa mínútu og ég var stoltur af liðinu í dag. Svo fáum við á okkur mark úr síðustu spyrnu leiksins. Þeir ná löngum bolta fram og ég held að við séum fjórir í boltanum og einhver misskilningur á milli Abel og varnarmannana. Mér sýndist vera stuggað aðeins við Óskari þannig að boltinn fer á flakk í teignum og þeir ná að skora.“ sagði Sigurður. Abel Dhaira markvörður Eyjamanna var í miklum vandræðum með að verja teiginn í leiknum í dag er það eitthvað sem Sigurður Ragnar hefur áhyggjur af? „Abel fer oft út í teig, stundum nær hann boltanum og stundum ekki en ég er ekki að leita að neinum sökudólgum í þessu.“ sagði Sigurður að lokum.Davíð Þór, fyrirliði FH: Ógeðslega sætur sigur Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH-inga, var að vonum sáttur við leikslok. „Það gerist ekki mikið tæpara en þetta. En þetta var ekki bara tæpt heldur ógeðslega sætt líka. Atli er búinn að vera meiddur en er að koma til baka og hefur æft vel. Hann kom sterkur af bekknum í dag og kláraði þetta fyrir okkur“ sagði Davíð. Leikur FH-inga var þó alls ekki góður í dag og mega kallast heppnir að sleppa með öll þrjú stigin. „Við vorum lélegir í þessum leik fannst mér, náðum okkur ekki á strik. Þeir náðu að drepa tempóið hjá okkur og gerðu það vel, vörðust vel. Það var aðeins í seinni hálfleik sem við náðum ágætis spilköflum inn á milli en þetta var okkar lélegasti leikur í sumar, engin spurning.“ bætti Davíð við að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
FH vann nauman sigur á ÍBV, 1-0, í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld en eina markið skoraði Atli Viðar Björnsson fyrir heimamenn þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. FH er með tíu stig eftir fjóra leiki en Eyjamenn eru með eitt stig. Það var ekki boðið upp á sérstaka knattspyrnusýningu í Kaplaprika í dag. Leikmenn beggja liða áttu erfitt með að ná upp góðu spili sín á milli. Heimamenn voru ívið sterkari en tókst þó ekki að skapa sér mörg marktækifæri. Þeirra helstu möguleikar komu í kjölfar undarlegra úthlaupa Abel Dhaira, markverði ÍBV, en hann átti síðar eftir að verða örlagavaldur í leiknum. Kristján Gauti Emilsson var einna atkvæðamestur í liði FH-inga og hefði getað skorað í tvígang á fyrstu 25 mínútum leiksins eftir vandræðagang í markinu hjá Abel. Kristján varð síðan að fara af velli á 40. mínútu vegna meiðsla. Hann virtist hafa fengið tak í aftanvert lærið en Kristján hefur átt í vandræðum með lærið á sér og óvíst hvenær hann snýr aftur. Afar slæm tíðindi fyrir FH-liðið en Kristján hafði byrjað Íslandsmótið af miklum krafti. Upplegg Sigurðs Ragnars, þjálfara Eyjamanna, virtist vera að hægja á leiknum við hvert tækifæri og riðla þannig uppspili FH-inga. Það tókst afskaplega vel en úr varð hinsvegar hundleiðinlegur fyrri hálfleikur, markalaust í hálfleik og við blasti erfitt verkefni fyrir Friðrik Dór, vallarþul og tónlistarstjóra í Kaplakrika, að halda lífi í áhorfendum á meðan á leikhléinu stóð. FH-ingar komu ívið grimmari til seinni hálfleiksins. Bakverðir liðsins fóru enn ofar á völlinn og við það jókst pressa heimamanna töluvert. Þeir áttu þó sem fyrr í erfiðleikum með að skapa sér færi ef frá er talið skot Alberts Brynjars af stuttu færi sem fyrirliði ÍBV, Eiður Aron, varði nánast á marklínu. Enn var það Abel Dhaira sem hjálpaði FH-ingum að búa til marktækifærin og svo fór að lokum að honum var refsað fyrir stórfurðulegar ákvarðanir sínar í úthlaupum úr markinu þegar Atli Viðar Jónsson skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma eftir að Abel hafði hlaupið út á móti sendingu Jóns Ragnars Jónssonar og misst af boltanum. Sigur FH-inga staðreynd þrátt fyrir að eiga líklega ekki mikið meira skilið en eitt stig, en það er ekki spurt að því. Vonbrigði Eyjamanna leyndu sér ekki. Svekkelsið við að leggja allt í varnarleikinn í rúmar 94 mínútur og fá svo á sig klaufamark augljóslega gríðarlegt. Það skyggði svo enn frekar á bragðdaufan leikinn að þeir Kassim Doumbia, varnarmaður FH, og Jonathan Glenn, sóknarmaður ÍBV, þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla.Heimir Guðjónsson, þjálfari FH: Atli Viðar reddaði þessu fyrir okkur Þjálfari FH-inga, Heimir Guðjónsson, var ekki sáttur við spilamennsku sinna manna þrátt fyrir að vera að sjálfsögðu sáttur við að taka öll stigin sem í boði voru. „Atli Viðar reddaði þessum þremur stigum fyrir okkur í kvöld og það er fínt að fá öll þrjú stigin miðað við spilamennskuna. Við vorum einfaldlega of hægir. Eyjamenn spiluðu sterkan og vel skipulagðan varnarleik á okkur sem virkaði vel. Þeir lokuðu ákveðnum svæðum á meðan önnur voru opin en við létum boltann ekki ganga nægjanlega vel.“ sagði Heimir feginn að leikslokum. FH-ingar misstu Kristján Gauta og Kassim Doumbia af velli vegna meiðsla en óljóst er hversu alvarleg meiðsli þeirra eru. „Án þess að vita það þá held ég að Kassim eigi ekki að vera lengri frá en Jónas Grani sjúkraþjálfari þarf að skoða Kristján Gauta.“ sagði Heimir. Athygli vakti að þeir Kristján Gauti og Kassim meiddust báðir án snertingar við aðra leikmenn og því spurning hvort erfiðar vallaraðstæður hafi orsakað meiðslin? „Nei það held ég ekki, þetta er að mínu mati besti völlur landsins. Kristján GAuti hefur verið í veseni með lærið en Kassim lenti bara illa held ég.“ bætti heimir við að lokum.Sigurður Ragnar, þjálfari ÍBV: Grátlegt að fá ekkert út úr þessum leik Sigurður Ragnar var daufur í bragði þegar hann kom og ræddi við fjölmiðla skömmu eftir leik. „Það er grátlegt að fá ekkert út úr þessu í dag. Við spiluðum virkilega vel í 94 og hálfa mínútu og ég var stoltur af liðinu í dag. Svo fáum við á okkur mark úr síðustu spyrnu leiksins. Þeir ná löngum bolta fram og ég held að við séum fjórir í boltanum og einhver misskilningur á milli Abel og varnarmannana. Mér sýndist vera stuggað aðeins við Óskari þannig að boltinn fer á flakk í teignum og þeir ná að skora.“ sagði Sigurður. Abel Dhaira markvörður Eyjamanna var í miklum vandræðum með að verja teiginn í leiknum í dag er það eitthvað sem Sigurður Ragnar hefur áhyggjur af? „Abel fer oft út í teig, stundum nær hann boltanum og stundum ekki en ég er ekki að leita að neinum sökudólgum í þessu.“ sagði Sigurður að lokum.Davíð Þór, fyrirliði FH: Ógeðslega sætur sigur Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH-inga, var að vonum sáttur við leikslok. „Það gerist ekki mikið tæpara en þetta. En þetta var ekki bara tæpt heldur ógeðslega sætt líka. Atli er búinn að vera meiddur en er að koma til baka og hefur æft vel. Hann kom sterkur af bekknum í dag og kláraði þetta fyrir okkur“ sagði Davíð. Leikur FH-inga var þó alls ekki góður í dag og mega kallast heppnir að sleppa með öll þrjú stigin. „Við vorum lélegir í þessum leik fannst mér, náðum okkur ekki á strik. Þeir náðu að drepa tempóið hjá okkur og gerðu það vel, vörðust vel. Það var aðeins í seinni hálfleik sem við náðum ágætis spilköflum inn á milli en þetta var okkar lélegasti leikur í sumar, engin spurning.“ bætti Davíð við að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira