Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði fallegasta mark tímabilsins hjá Tottenham að mati stuðningsmanna félagsins.
Kosning hefur staðið yfir í nokkrar vikur á Twitter en stuðningsmenn Tottenham fengu að velja á milli átta marka.
Gylfi átti tvö af þeim; þrumufleyg gegn Hull í deildabikarnum í október og sigurmark gegn Southampton í uppbótartíma í mars.
Markið gegn Hull, þar sem hann smellhitti boltann og þrumaði honum í samskeytin af 25 metra færi, var kosið það flottasta hjá Tottenham á tímabilinu. Alveg magnað mark.
Gylfi Þór skoraði flottasta mark tímabilsins hjá Tottenham | Myndband
Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



