Erlent

Obama fundar í Varsjá

Stefán Árni Pálsson skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í Varsjá í morgun.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í Varsjá í morgun. visir/ap
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lenti í morgun í Varsjá í Póllandi en hann er í opinberri heimsókn.

Obama mun ræða öryggismál á fundi í borginni en Bandaríkjaforseti er í Evrópuför og mun á næstu dögum einnig fara til Brussel og Parísar.

Málefni Úkraínu verða fyrirferðamikil á fundum forsetans í Evrópu og búast margir við því að forsetinn leggi enn meiri áherslu á stuðning Bandaríkjamanna við aðildarríki NATO í Evrópu um að þrýsta á Rússa.

Obama fundaði með yfirmönnum úr pólska og bandaríska hernum í morgun og mun í framhaldinu funda með forseta og forsætisráðherra Póllands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×