Fimm fá sparkið frá Van Gaal Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. ágúst 2014 17:00 Louis van Gaal þarf að fara að taka ákvarðanir um leikmannamál. vísir/getty Manchester United kom heim í dag eftir vel heppnaða æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið vann International Champions Cup-æfingamótið og rakaði inn seðlum í leiðinni. Nú taka við áhugaverðar tvær vikur fram að fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni og enn fremur áhugaverðar þrjár vikur þar til félagaskiptaglugganum verður lokað.Louis van Gaal, knattspyrnustjóri félagsins, er sagður í breskum blöðum í dag ætla að losa sig við fimm leikmenn á næstu dögum til að rýma fyrir nýjum spilurum. Þetta eru þeir Nani, ShinjiKagawa, Wilfried Zaha, Marouane Fellaini og Anderson, en þeir tveir síðastnefndu voru ekki með United í Bandaríkjunum. Þá er talið að JavierHernández verði ekki áfram hjá félaginu, en spænska liðið Atlético Madríd er spennt fyrir því að fá framherjann í sínar raðir.Takk fyrir þitt framlag.vísir/gettyZaha verður mögulega lánaður á ný, en Fellaini, Kagawa og Anderson sem kostuðu samtals um 60 milljónir punda eru ekki í framtíðarplönum nýja knattspyrnustjórans. „Ég mun leyfa öllum að spila í ferðinni og síðan úrskurða um hverjir verða áfram eftir hana. Ég mun segja þeim leikmönnum sem ekki verða áfram frá því eftir ferðina,“ sagði Van Gaal í Bandaríkjunum. Van Gaal er sagður átta sig á því að hann fær ekki toppverð fyrir þessa leikmenn, en hann vill ólmur losa sig fljótt við þá spilara sem hann ætlar ekki að nota til að fá aukið fé til leikmannakaupa. Ógrynni leikmanna hafa verið orðaðir við United í sumar, en enginn oftar en ArturoVidal, leikmaður Juventus. Það er ekki nauðsyn fyrir Van Gaal að selja leikmennina fimm til að kaupa nýja. Félagið er vel statt fjárhagslega, en ofan á nýjan 100 milljóna punda samning við Adidas græddi félagið átta milljónir punda á æfingaferðinni til Bandaríkjanna. Það fékk 600 þúsund pund fyrir að vinna ICC-æfingamótið og græddi vel á miðasölu á leiknum gegn LA Galaxy sem 80.000 manns sáu í Rósarskálinni í Los Angeles.Endist Fellaini bara eitt ár?vísir/getty Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu dýrustu leikmenn sumarsins kostuðu 74 milljarða Southampton, Chelsea og Barcelona seldu tvo sem komast á topp tíu, en Manchester United og Chelsea keyptu tvo hvort lið. 5. ágúst 2014 12:30 Flugvél með leikmönnum United þurfti að hætta við lendingu vegna hryðjuverkaógnar Annarri vél fylgt síðasta spölin til Manchester í fylgd herþotu. 5. ágúst 2014 14:20 United vaknaði til lífsins í seinni hálfleik | Sjáðu mörkin Manchester United sigraði Liverpool með þremur mörkum gegn einu í úrslitaleik Champions Cup í nótt. 5. ágúst 2014 07:27 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Manchester United kom heim í dag eftir vel heppnaða æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið vann International Champions Cup-æfingamótið og rakaði inn seðlum í leiðinni. Nú taka við áhugaverðar tvær vikur fram að fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni og enn fremur áhugaverðar þrjár vikur þar til félagaskiptaglugganum verður lokað.Louis van Gaal, knattspyrnustjóri félagsins, er sagður í breskum blöðum í dag ætla að losa sig við fimm leikmenn á næstu dögum til að rýma fyrir nýjum spilurum. Þetta eru þeir Nani, ShinjiKagawa, Wilfried Zaha, Marouane Fellaini og Anderson, en þeir tveir síðastnefndu voru ekki með United í Bandaríkjunum. Þá er talið að JavierHernández verði ekki áfram hjá félaginu, en spænska liðið Atlético Madríd er spennt fyrir því að fá framherjann í sínar raðir.Takk fyrir þitt framlag.vísir/gettyZaha verður mögulega lánaður á ný, en Fellaini, Kagawa og Anderson sem kostuðu samtals um 60 milljónir punda eru ekki í framtíðarplönum nýja knattspyrnustjórans. „Ég mun leyfa öllum að spila í ferðinni og síðan úrskurða um hverjir verða áfram eftir hana. Ég mun segja þeim leikmönnum sem ekki verða áfram frá því eftir ferðina,“ sagði Van Gaal í Bandaríkjunum. Van Gaal er sagður átta sig á því að hann fær ekki toppverð fyrir þessa leikmenn, en hann vill ólmur losa sig fljótt við þá spilara sem hann ætlar ekki að nota til að fá aukið fé til leikmannakaupa. Ógrynni leikmanna hafa verið orðaðir við United í sumar, en enginn oftar en ArturoVidal, leikmaður Juventus. Það er ekki nauðsyn fyrir Van Gaal að selja leikmennina fimm til að kaupa nýja. Félagið er vel statt fjárhagslega, en ofan á nýjan 100 milljóna punda samning við Adidas græddi félagið átta milljónir punda á æfingaferðinni til Bandaríkjanna. Það fékk 600 þúsund pund fyrir að vinna ICC-æfingamótið og græddi vel á miðasölu á leiknum gegn LA Galaxy sem 80.000 manns sáu í Rósarskálinni í Los Angeles.Endist Fellaini bara eitt ár?vísir/getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu dýrustu leikmenn sumarsins kostuðu 74 milljarða Southampton, Chelsea og Barcelona seldu tvo sem komast á topp tíu, en Manchester United og Chelsea keyptu tvo hvort lið. 5. ágúst 2014 12:30 Flugvél með leikmönnum United þurfti að hætta við lendingu vegna hryðjuverkaógnar Annarri vél fylgt síðasta spölin til Manchester í fylgd herþotu. 5. ágúst 2014 14:20 United vaknaði til lífsins í seinni hálfleik | Sjáðu mörkin Manchester United sigraði Liverpool með þremur mörkum gegn einu í úrslitaleik Champions Cup í nótt. 5. ágúst 2014 07:27 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Tíu dýrustu leikmenn sumarsins kostuðu 74 milljarða Southampton, Chelsea og Barcelona seldu tvo sem komast á topp tíu, en Manchester United og Chelsea keyptu tvo hvort lið. 5. ágúst 2014 12:30
Flugvél með leikmönnum United þurfti að hætta við lendingu vegna hryðjuverkaógnar Annarri vél fylgt síðasta spölin til Manchester í fylgd herþotu. 5. ágúst 2014 14:20
United vaknaði til lífsins í seinni hálfleik | Sjáðu mörkin Manchester United sigraði Liverpool með þremur mörkum gegn einu í úrslitaleik Champions Cup í nótt. 5. ágúst 2014 07:27