Erlent

Gerðu frekari árásir á olíuvinnslur Íslamska ríkisins

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Bandaríkin og bandamenn þeirra gerðu loftárásir á olíuvinnslur Íslamska ríkisins í dag auk annarra skotmarka. Þá heldur árás vígamanna IS áfram gegn bænum Kobani við landamæri Tyrklands. Bærinn hefur nú verið í herkví IS í rúma viku.

Um 140 þúsund manns hafa flúið í átt að Tyrklandi vegna árásarinnar. Flugvélar Bandaríkjanna Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstaveldanna gerðu loftárásir á vígamenn IS við bæinn í gær, en ekki í dag, samkvæmt frétt á vef BBC.

Fyrir daginn í dag hafa loftárásir verið gerðar á tólf olíuvinnslur IS en samtökin hagnast gífurlega á sölu unnar olíu á svörtum mörkuðum.

Mehmet Ozer varð vitni að árásunum og sagði eldtungur hafa náð allt að sextíu metra í loftið.

Hér að neðan má sjá myndband Reuters af bardögum við landamærabæinn Kobani í Norður-Sýrlandi.


Tengdar fréttir

ESB telur að 3000 Evrópubúar berjist með ISIS

Evrópusambandinu telst til að fjöldi evrópskra ríkisborgara sem berjist núna með hinu íslamska ríki í Írak og í Sýrlandi telji nú um þrjúþúsund manns. Þetta kemur fram í Gilles de Kerchove sem fer með hryðjuverkamál innan sambandsins í samtali við BBC.

Vopnaðar breskar þotur í loftinu yfir Írak

Þegar þeim var flogið á loft í morgun voru þær vopnaðar sprengjum og flugskeytum. Flugherinn vill þó ekki gefa upp hvort vopnum hafi verið beitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×