Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 28. júlí 2014 15:45 Mennirnir tveir sæta nú fjögurra vikna fangelsisvist. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur nú staðfest fjögurra vikna varðhaldið sem héraðsdómur úrskurðaði yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru fyrir fólskulega líkamsárás á Grundafirði fyrir viku og hálfri. Í fréttatilkynningu lögreglu segir að úrskurðurinn nú sén á grundvelli almannahagsmuna. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi rannsakar málið. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var heldur grátt leikinn, en hann hlaut alvarlega höfuðáverka og var fluttur á Landspítalann þar sem honum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél. Meðal dómsgagna er myndbandsupptaka af líkamsárásinni sem átti sér stað á bryggjunni í Grundarfirði aðfaranótt 17. júlí. Þar sést að mennirnir tveir, sem voru áhafnarmeðlimir skips sem var við löndun í Grundarfirði, hafi veist að öðrum manni. Sá var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið haldið sofandi síðan. Vitni að árásinni segir þann slasaða hafa verið að kítast við tvo menn á hafnarsvæðinu. Þeir hafi byrjað að slást og féll maðurinn með höfuðið í malbikið eftir hnefahögg. Vitnið sagðist ekki hafa séð hvor sakborninganna hafi slegið manninn fyrst, en líklega hafi hann rotast við fallið í malbikið. Hann segir annan sakborninganna hafa stigið klofvega yfir hann og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið einu sinni eða tvisvar. Við það hafi höfuð hans skollið í malbikið. Vitnið ók til þeirra á lyftara og segir sakborningana hafa „eitthvað farið að rífa sig“. Þó hafi annar áhafnarmeðlimur komið frá bátnum og hinir tveir farið aftur um borð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði einn sakborninga að hann héldi að gafflar lyftarans hafi farið í höfuð mannsins. Hann vildi ekkert segja um þátt hins sakbornings í atburðarásinni, því hann hefði verið upptekinn við að verja sig. Hann sagði myndbandsupptökuna ekki sýna fram á neitt annað en það sem hann hafi haldið fram. Tengdar fréttir Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29 Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15 Líkamsárásin í Grundarfirði: Mennirnir í fjögurra vikna gæsluvarðhald Mennirnir tveir sem eru sakaðir um alvarlega líkamsárás á Grundarfirði voru í Héraðsdómi Vesturlands í dag úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. júlí 2014 16:32 Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16 Líkamsárásin í Grundarfirði: Framburður sakborninga samræmist ekki upptöku Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. 23. júlí 2014 12:03 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hæstiréttur hefur nú staðfest fjögurra vikna varðhaldið sem héraðsdómur úrskurðaði yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru fyrir fólskulega líkamsárás á Grundafirði fyrir viku og hálfri. Í fréttatilkynningu lögreglu segir að úrskurðurinn nú sén á grundvelli almannahagsmuna. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi rannsakar málið. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var heldur grátt leikinn, en hann hlaut alvarlega höfuðáverka og var fluttur á Landspítalann þar sem honum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél. Meðal dómsgagna er myndbandsupptaka af líkamsárásinni sem átti sér stað á bryggjunni í Grundarfirði aðfaranótt 17. júlí. Þar sést að mennirnir tveir, sem voru áhafnarmeðlimir skips sem var við löndun í Grundarfirði, hafi veist að öðrum manni. Sá var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið haldið sofandi síðan. Vitni að árásinni segir þann slasaða hafa verið að kítast við tvo menn á hafnarsvæðinu. Þeir hafi byrjað að slást og féll maðurinn með höfuðið í malbikið eftir hnefahögg. Vitnið sagðist ekki hafa séð hvor sakborninganna hafi slegið manninn fyrst, en líklega hafi hann rotast við fallið í malbikið. Hann segir annan sakborninganna hafa stigið klofvega yfir hann og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið einu sinni eða tvisvar. Við það hafi höfuð hans skollið í malbikið. Vitnið ók til þeirra á lyftara og segir sakborningana hafa „eitthvað farið að rífa sig“. Þó hafi annar áhafnarmeðlimur komið frá bátnum og hinir tveir farið aftur um borð. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði einn sakborninga að hann héldi að gafflar lyftarans hafi farið í höfuð mannsins. Hann vildi ekkert segja um þátt hins sakbornings í atburðarásinni, því hann hefði verið upptekinn við að verja sig. Hann sagði myndbandsupptökuna ekki sýna fram á neitt annað en það sem hann hafi haldið fram.
Tengdar fréttir Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29 Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15 Líkamsárásin í Grundarfirði: Mennirnir í fjögurra vikna gæsluvarðhald Mennirnir tveir sem eru sakaðir um alvarlega líkamsárás á Grundarfirði voru í Héraðsdómi Vesturlands í dag úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. júlí 2014 16:32 Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16 Líkamsárásin í Grundarfirði: Framburður sakborninga samræmist ekki upptöku Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. 23. júlí 2014 12:03 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29
Fólskuleg líkamsárás í Grundarfirði Þolandinn liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild, meðvitundarlaus. 17. júlí 2014 06:15
Líkamsárásin í Grundarfirði: Mennirnir í fjögurra vikna gæsluvarðhald Mennirnir tveir sem eru sakaðir um alvarlega líkamsárás á Grundarfirði voru í Héraðsdómi Vesturlands í dag úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 24. júlí 2014 16:32
Líkamsárásin í Grundarfirði: Maðurinn enn í öndunarvél Lögreglan telur að áhöfn Baldvins NC 100 hafi orðið vitni að árásinni. 17. júlí 2014 11:16
Líkamsárásin í Grundarfirði: Framburður sakborninga samræmist ekki upptöku Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að annar sakborninga í líkamsárás í Grundarfirði skuli sæta gæsluvarðhaldi. 23. júlí 2014 12:03