Þórarinn Ingi kemur inn með kraft og djöfulgang Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2014 14:49 Brynjar Gauti Guðjónsson segist spenntur fyrir leiknum gegn KR. Vísir/Vilhelm ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 18:00 í kvöld. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður ÍBV, segir stemmninguna í Eyjaliðinu góða. „Stemmningin er virkilega góð. Menn eru spenntir fyrir að spila þennan mikilvæga leik. Það er Þjóðhátíð framundan og menn vilja byrja hana vel,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég býst við hörkuleik. Okkur hefur ekki gengið nógu gegn KR á undanförnum ár, en það er kominn tími til að breyta því og við ætlum að gera það í kvöld.“ ÍBV hefur gengið vel að undanförnu og unnið þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Byrjunin á mótinu var erfið en Brynjar er ánægður með framfarirnar sem Eyjaliðið hefur sýnt á síðustu vikum. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik og það er komið mikið sjálfstraust í liðið. Við spiluðum illa í upphafi móts og vorum að fá á okkur mikið af mörkum undir lok leikja,“ sagði Brynjar sem bætti við að fyrsti sigurinn hefði gefið liðinu mikið. „Við fengum meira sjálfstraust og héldum áfram að vinna í því sem þurfti að laga. Við erum orðnir nokkuð frambærilegir núna.“ Brynjar segir nýju leikmennina, sem ÍBV fékk í félagaskiptaglugganum, hafi komið vel inn í liðið. „Þórarinn (Ingi Valdimarsson) kemur inn með kraft og djöfulgang, en hann hefur verið að spila í toppdeild í Noregi. Isak Nylén eykur breiddina og það er gott að hafa hann á bekknum til að koma inn á og valda usla þegar þess þarf. Andri Ólafsson kemur svo með reynslu inn í hópinn, en hann þekkir allt og alla hérna enda Eyjamaður í húð og hár.“ Brynjar segir að liðsmenn ÍBV verði svo auðvitað á Þjóðhátíð um helgina. „Við erum á Eyjunni og förum ekkert af henni um helgina,“ sagði Brynjar í léttum dúr að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum KR bókaði sæti sitt í úrslitum Borgunarbikarsins með ótrúlegum 5-2 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það verða því KR og Keflavík sem mætast í úrslitum þetta árið. 31. júlí 2014 13:45 Grétar Sigfinnur: Gaman ef fólki verður smalað á leikinn úr dalnum Grétari Sigfinni Sigurðarssyni og félögum hans í KR hefur gengið vel með ÍBV á undanförnum árum, sérstaklega í bikarkeppnini. 31. júlí 2014 13:00 Halda Óskar Örn og Kjartan Henry áfram að hrella ÍBV? | Myndbönd KR getur unnið ÍBV í bikarnum á útivelli í fjórða skiptið á fimm árum. 31. júlí 2014 12:30 Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
ÍBV tekur á móti KR í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 18:00 í kvöld. Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður ÍBV, segir stemmninguna í Eyjaliðinu góða. „Stemmningin er virkilega góð. Menn eru spenntir fyrir að spila þennan mikilvæga leik. Það er Þjóðhátíð framundan og menn vilja byrja hana vel,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég býst við hörkuleik. Okkur hefur ekki gengið nógu gegn KR á undanförnum ár, en það er kominn tími til að breyta því og við ætlum að gera það í kvöld.“ ÍBV hefur gengið vel að undanförnu og unnið þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Byrjunin á mótinu var erfið en Brynjar er ánægður með framfarirnar sem Eyjaliðið hefur sýnt á síðustu vikum. „Við höfum verið að byggja upp okkar leik og það er komið mikið sjálfstraust í liðið. Við spiluðum illa í upphafi móts og vorum að fá á okkur mikið af mörkum undir lok leikja,“ sagði Brynjar sem bætti við að fyrsti sigurinn hefði gefið liðinu mikið. „Við fengum meira sjálfstraust og héldum áfram að vinna í því sem þurfti að laga. Við erum orðnir nokkuð frambærilegir núna.“ Brynjar segir nýju leikmennina, sem ÍBV fékk í félagaskiptaglugganum, hafi komið vel inn í liðið. „Þórarinn (Ingi Valdimarsson) kemur inn með kraft og djöfulgang, en hann hefur verið að spila í toppdeild í Noregi. Isak Nylén eykur breiddina og það er gott að hafa hann á bekknum til að koma inn á og valda usla þegar þess þarf. Andri Ólafsson kemur svo með reynslu inn í hópinn, en hann þekkir allt og alla hérna enda Eyjamaður í húð og hár.“ Brynjar segir að liðsmenn ÍBV verði svo auðvitað á Þjóðhátíð um helgina. „Við erum á Eyjunni og förum ekkert af henni um helgina,“ sagði Brynjar í léttum dúr að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum KR bókaði sæti sitt í úrslitum Borgunarbikarsins með ótrúlegum 5-2 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það verða því KR og Keflavík sem mætast í úrslitum þetta árið. 31. júlí 2014 13:45 Grétar Sigfinnur: Gaman ef fólki verður smalað á leikinn úr dalnum Grétari Sigfinni Sigurðarssyni og félögum hans í KR hefur gengið vel með ÍBV á undanförnum árum, sérstaklega í bikarkeppnini. 31. júlí 2014 13:00 Halda Óskar Örn og Kjartan Henry áfram að hrella ÍBV? | Myndbönd KR getur unnið ÍBV í bikarnum á útivelli í fjórða skiptið á fimm árum. 31. júlí 2014 12:30 Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KR 2-5 | KR með flugeldasýningu í Vestmannaeyjum KR bókaði sæti sitt í úrslitum Borgunarbikarsins með ótrúlegum 5-2 sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld. Það verða því KR og Keflavík sem mætast í úrslitum þetta árið. 31. júlí 2014 13:45
Grétar Sigfinnur: Gaman ef fólki verður smalað á leikinn úr dalnum Grétari Sigfinni Sigurðarssyni og félögum hans í KR hefur gengið vel með ÍBV á undanförnum árum, sérstaklega í bikarkeppnini. 31. júlí 2014 13:00
Halda Óskar Örn og Kjartan Henry áfram að hrella ÍBV? | Myndbönd KR getur unnið ÍBV í bikarnum á útivelli í fjórða skiptið á fimm árum. 31. júlí 2014 12:30
Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti