Grétar Sigfinnur: Gaman ef fólki verður smalað á leikinn úr dalnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2014 13:00 Grétar í leik gegn ÍBV. Vísir/Stefán KR sækir ÍBV heim í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla klukkan 18:00 í kvöld, en sigurvegarinn mætir Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvelli.Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður KR, segir andann í KR-liðinu góðan þrátt fyrir misjafnt gengi á tímabilinu. „Andinn er góður. Það vilja allir spila og vinna undanúrslitaleik í bikar. Ef við erum samstilltir og mætum með rétt hugarfar til leiks, þá standast okkur fá lið snúning,“ sagði Grétar, en KR hefur gengið vel gegn ÍBV á undanförnum árum. Vesturbæjarliðið hefur slegið Eyjamenn út úr bikarkeppninni þrisvar á síðustu fjórum árum, en Grétar býst við erfiðum leik í kvöld gegn ÍBV-liði sem hefur verið á uppleið á undanförnum vikum. „Þeir eru sterkari en þegar við mættum þeim síðast í deildinni. Þeir eru búnir að vinna nokkra leiki í röð, standa sig vel og það er greinilega kominn góður andi í hópinn. „Eins og venjulega býst maður við mikilli baráttu hjá ÍBV. Þeir eru á heimavelli, með áhorfendur á bak við sig og það er alltaf einhver stemmning í kringum liðið. „Maður býst alltaf við þeim dýrvitlausum og við þurfum að vinna baráttuna í leiknum,“ sagði Grétar sem fær það erfiða verkefni í kvöld að eiga við Jonathan Glenn, markahæsta leikmann Pepsi-deildarinnar. „Við áttumst við í síðasta leik og hann er öskufljótur. Maður þarf að lesa leikinn vel og hafa sérstaklega góðar gætur á honum. Glenn er góður leikmaður,“ sagði miðvörðurinn sterki sem vonast eftir góðri stemmningu á leiknum í kvöld, enda er stutt í Þjóðhátíð. „Það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta er byrjunin á Þjóðhátíðinni og það væri gaman ef forráðamenn ÍBV myndu smala fólkinu úr Dalnum yfir á leikinn til að skapa góða stemmningu,“ sagði Grétar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
KR sækir ÍBV heim í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla klukkan 18:00 í kvöld, en sigurvegarinn mætir Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvelli.Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður KR, segir andann í KR-liðinu góðan þrátt fyrir misjafnt gengi á tímabilinu. „Andinn er góður. Það vilja allir spila og vinna undanúrslitaleik í bikar. Ef við erum samstilltir og mætum með rétt hugarfar til leiks, þá standast okkur fá lið snúning,“ sagði Grétar, en KR hefur gengið vel gegn ÍBV á undanförnum árum. Vesturbæjarliðið hefur slegið Eyjamenn út úr bikarkeppninni þrisvar á síðustu fjórum árum, en Grétar býst við erfiðum leik í kvöld gegn ÍBV-liði sem hefur verið á uppleið á undanförnum vikum. „Þeir eru sterkari en þegar við mættum þeim síðast í deildinni. Þeir eru búnir að vinna nokkra leiki í röð, standa sig vel og það er greinilega kominn góður andi í hópinn. „Eins og venjulega býst maður við mikilli baráttu hjá ÍBV. Þeir eru á heimavelli, með áhorfendur á bak við sig og það er alltaf einhver stemmning í kringum liðið. „Maður býst alltaf við þeim dýrvitlausum og við þurfum að vinna baráttuna í leiknum,“ sagði Grétar sem fær það erfiða verkefni í kvöld að eiga við Jonathan Glenn, markahæsta leikmann Pepsi-deildarinnar. „Við áttumst við í síðasta leik og hann er öskufljótur. Maður þarf að lesa leikinn vel og hafa sérstaklega góðar gætur á honum. Glenn er góður leikmaður,“ sagði miðvörðurinn sterki sem vonast eftir góðri stemmningu á leiknum í kvöld, enda er stutt í Þjóðhátíð. „Það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta er byrjunin á Þjóðhátíðinni og það væri gaman ef forráðamenn ÍBV myndu smala fólkinu úr Dalnum yfir á leikinn til að skapa góða stemmningu,“ sagði Grétar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00