Grétar Sigfinnur: Gaman ef fólki verður smalað á leikinn úr dalnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2014 13:00 Grétar í leik gegn ÍBV. Vísir/Stefán KR sækir ÍBV heim í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla klukkan 18:00 í kvöld, en sigurvegarinn mætir Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvelli.Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður KR, segir andann í KR-liðinu góðan þrátt fyrir misjafnt gengi á tímabilinu. „Andinn er góður. Það vilja allir spila og vinna undanúrslitaleik í bikar. Ef við erum samstilltir og mætum með rétt hugarfar til leiks, þá standast okkur fá lið snúning,“ sagði Grétar, en KR hefur gengið vel gegn ÍBV á undanförnum árum. Vesturbæjarliðið hefur slegið Eyjamenn út úr bikarkeppninni þrisvar á síðustu fjórum árum, en Grétar býst við erfiðum leik í kvöld gegn ÍBV-liði sem hefur verið á uppleið á undanförnum vikum. „Þeir eru sterkari en þegar við mættum þeim síðast í deildinni. Þeir eru búnir að vinna nokkra leiki í röð, standa sig vel og það er greinilega kominn góður andi í hópinn. „Eins og venjulega býst maður við mikilli baráttu hjá ÍBV. Þeir eru á heimavelli, með áhorfendur á bak við sig og það er alltaf einhver stemmning í kringum liðið. „Maður býst alltaf við þeim dýrvitlausum og við þurfum að vinna baráttuna í leiknum,“ sagði Grétar sem fær það erfiða verkefni í kvöld að eiga við Jonathan Glenn, markahæsta leikmann Pepsi-deildarinnar. „Við áttumst við í síðasta leik og hann er öskufljótur. Maður þarf að lesa leikinn vel og hafa sérstaklega góðar gætur á honum. Glenn er góður leikmaður,“ sagði miðvörðurinn sterki sem vonast eftir góðri stemmningu á leiknum í kvöld, enda er stutt í Þjóðhátíð. „Það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta er byrjunin á Þjóðhátíðinni og það væri gaman ef forráðamenn ÍBV myndu smala fólkinu úr Dalnum yfir á leikinn til að skapa góða stemmningu,“ sagði Grétar að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
KR sækir ÍBV heim í seinni undanúrslitaleik Borgunarbikars karla klukkan 18:00 í kvöld, en sigurvegarinn mætir Keflavík í úrslitaleik á Laugardalsvelli.Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður KR, segir andann í KR-liðinu góðan þrátt fyrir misjafnt gengi á tímabilinu. „Andinn er góður. Það vilja allir spila og vinna undanúrslitaleik í bikar. Ef við erum samstilltir og mætum með rétt hugarfar til leiks, þá standast okkur fá lið snúning,“ sagði Grétar, en KR hefur gengið vel gegn ÍBV á undanförnum árum. Vesturbæjarliðið hefur slegið Eyjamenn út úr bikarkeppninni þrisvar á síðustu fjórum árum, en Grétar býst við erfiðum leik í kvöld gegn ÍBV-liði sem hefur verið á uppleið á undanförnum vikum. „Þeir eru sterkari en þegar við mættum þeim síðast í deildinni. Þeir eru búnir að vinna nokkra leiki í röð, standa sig vel og það er greinilega kominn góður andi í hópinn. „Eins og venjulega býst maður við mikilli baráttu hjá ÍBV. Þeir eru á heimavelli, með áhorfendur á bak við sig og það er alltaf einhver stemmning í kringum liðið. „Maður býst alltaf við þeim dýrvitlausum og við þurfum að vinna baráttuna í leiknum,“ sagði Grétar sem fær það erfiða verkefni í kvöld að eiga við Jonathan Glenn, markahæsta leikmann Pepsi-deildarinnar. „Við áttumst við í síðasta leik og hann er öskufljótur. Maður þarf að lesa leikinn vel og hafa sérstaklega góðar gætur á honum. Glenn er góður leikmaður,“ sagði miðvörðurinn sterki sem vonast eftir góðri stemmningu á leiknum í kvöld, enda er stutt í Þjóðhátíð. „Það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta er byrjunin á Þjóðhátíðinni og það væri gaman ef forráðamenn ÍBV myndu smala fólkinu úr Dalnum yfir á leikinn til að skapa góða stemmningu,“ sagði Grétar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Verða vonandi tólfti leikmaður liðsins KR hefur hent ÍBV úr bikarnum þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Nú mætast liðin á ný í Eyjum. Matt Garner segir bikarinn hafa bjargað tímabilinu. 31. júlí 2014 06:00