Brynjar Gauti var óánægður með Kjartan Henry Finnbogason, leikmann KR en þeim lenti saman í leiknum.
„Ég stíg fyrir hann og hann tæklar mig. Við það lendi ég á honum og hann vill meina að ég hafi sparkað í sig sem hann svarar fyrir með því að setja sólann aftan í löppina á mér þegar ég ligg. Ég veit ekki hvort þetta sést á myndum en ég er með takkaför á lærinu,“ en Brynjar var ekki í vafa hvort þetta hefði verið viljandi.
„Við töpuðum leiknum ekki á þessu en þetta var greinilegur ásetningur. Það var fúlt að hann skyldi komast upp með þetta og að ég fái gult spjald fyrir að láta sparka í mig,“ sagði Brynjar en Kjartan var ekki á sömu nótunum.
„Við erum að berjast um boltann, hann steig mig út og ég hljóp inn í hann. Við það lenti hann á mér og ég reyndi bara að ná honum af mér. Þetta voru bara tveir fullorðnir menn að berjast um boltann, ég held að Gunnar Jarl, dómari leiksins, hafi gert rétt með að gefa báðum aðilum gult spjald,“ sagði Kjartan sem heyrði stuðningsmenn ÍBV syngja niðrandi söngva um sig á meðan leik stóð.
„Ég heyrði þetta og hafði bara gaman af því. Ég reyni að svara fyrir mig á vellinum og ég tel að ég hafi náð því ágætlega í dag. Fyrst og fremst er það sigurinn sem skiptir máli, við erum á leiðinni í Laugardalinn og það er frábær tilfinning,“ sagði Kjartan.
Alltaf gaman að koma til Eyja en shit hvað ég er ánægður að vera KR-ingur ! #allirsemeinn #égervístaumingi
— Kjartan Henry (@kjahfin) July 31, 2014