Erlent

Um fjörutíu látnir eftir bílasprengjur í Bagdad

Bjarki Ármannsson skrifar
Öryggisgæsla í Bagdad í dag.
Öryggisgæsla í Bagdad í dag. Vísir/AP
Þrjár bílasprengjur urðu að minnsta kosti 38 manns að bana í hverfi sjía-múslima í Bagdad í dag. Jafnframt hafa átök haldið áfram í norðurhluta Íraks þar sem samtökin Íslamskt ríki (IS) hafa lagt undir sig stórt landsvæði á síðustu mánuðum.

Samkvæmt fréttastofu BBC er ekki vitað hver stendur að baki árásinni í Bagdad. Átök milli súnní- og sjía-múslima í landinu hafa færst í aukana eftir því sem liðsmenn IS, sem eru súnní-múslimar, hafa framið sífellt fleiri voðaverk. Stærsta sprengingin átti sér stað í norðurhluta borgarinnar en hún grandaði að minnsta kosti ellefu manns.


Tengdar fréttir

Standa saman í baráttunni gegn IS

Öllum ráðum verður beitt gegn samtökunum sem ráða nú yfir stórum landsvæðum í bæði Írak og Sýrlandi.

Bretar réðust á Íslamska ríkið

Breskar herþotur gerðu í gær árásir á stöðvar Íslamska ríkisins í Írak. Þetta voru fyrstu loftárásir Breta á Íslamska ríkið síðan þeir samþykktu á föstudag að taka þátt í hernaði gegn öfgasamtökunum.

Gerðu loftárásir á vígamenn í Írak

Bandaríkjamenn hafa síðustu tvo daga gert harðar loftárásir á bækistöðvar Hins íslamska ríkis í Írak nálægt Sinjar fjalli suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Þetta eru fyrstu árásirnar sem gerðar eru eftir að Obama forseti lýsti því yfir að gefa þyrfti í í baráttunni við vígamennina sem nú ráða stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi.

Reynt að koma í veg fyrir að fjölgi í röðum IS

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt bindandi ályktun sem kveður á um að aðildarríki komi í veg fyrir að ríkisborgarar gangi í raðir herskárra íslamista í Sýrlandi og Írak.

Baráttan við ISIS mun vara í nokkur ár

Talsmaður Bandaríkjahers segir ljóst að baráttan við hið Íslamska ríki, samtökin sem nú stjórna stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi með harðri hendi, muni taka nokkur ár. Þetta kemur fram í viðtali sem fréttastofa BBC tók við aðmírálinn John Kirby en hann fullyrðir þó að loftárásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á búðir samtakanna í Írak og í Sýrlandi hafi haft mikil áhrif.

Frakkar gera loftárásir í Írak

Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×