Segir dóttur sína ekki hafa þurft að deyja Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2014 19:45 Faðir konu sem lést í ágústmánuði m.a. vegna ofneyslu morfínlyfja sem hún fékk ávísað frá einum og sama lækninum segist hafa heyrt í fjölda fólks sem hafi sömu sögu að segja af óhóflegum lyfjaávísunum lækna. Hann telur kerfið hafa brugðist dóttur hans. Markús Kristjánsson greindi frá sögu Elísabetar fjörtíu og fjögurra ára gamallar dóttur sinnar í Fréttablaðinu fyrir viku en hún lést í ágúst síðast liðnum m.a. vegna óhóflegrar neyslu morfínlyfja. Síðustu fimm mánuðina sem hún lifði fékk hún meira en 2.200 morfíntöflur ávísaðar af einum og sama lækninum. En vandamál hennar byrjuðu fyrir um tveimur árum þegar hún leitaði sér lækninga vegna veikinda í meltingarvegi. Elísabet heitin skildi eftir sig mikið magn af lyfjum, eins og sést í viðtali Heimis Más við Markús í dag. „En hún var búin að plokka sterkustu morfínlyfin úr daglegum skömmtum sínum“ segir Markús. Þá hafi margt fólk haft samband við hann og greint frá lyfjavanda barna sinna. Fólk þori hins vegar ekki að gera sögur sínar opinberar þar sem börn þeirra í lyfjavanda sé enn á lífi. Markús segir dóttur hans hafi vegnað best þegar hún fékk aðhlynningu á geðdeild en það hafi verið í allt of skamman tíma. Í fréttum okkar á mánudag greindum við frá því að engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur fara í gang hjá Landlækni þegar ávísað er mikið af ávanabindandi lyfjum á fólk, jafnvel af sama lækninum. En það stendur til bóta með gagnagrunni sem verður öllum læknum opinn innan nokkurra mánaða. Markús segir verulegra úrbóta þörf. Hann telur að dóttir hans hafi misst lífið vegna mistaka margra í heilbrigðiskerfinu. „Þetta hefði ekki þurft að fara svona ef hún hefði fengið rétta aðstoð,“ segir Markús m.a. í viðtalinu við Heimi Má sem sjá má hér að ofan. Tengdar fréttir Ekkert sjálfvirkt eftirlit með lyfjaávísunum lækna Landlæknis fylgist af og til með læknum sem ávísa tilteknum lyfjum en engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur eru hjá embættinu. Læknar geta brátt séð ávísanir annarra lækna. 13. október 2014 21:15 Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30 Fjármagn skortir til að fylgja eftir málum sem snúa að lyfjamisnotkun 314 mál sem sneru að lyfjamisnotkun á borð embætti landlæknis í fyrra. 3-4 læknar áminntir á hverju ári, sumir vegna lyfjamála. 14. október 2014 07:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Faðir konu sem lést í ágústmánuði m.a. vegna ofneyslu morfínlyfja sem hún fékk ávísað frá einum og sama lækninum segist hafa heyrt í fjölda fólks sem hafi sömu sögu að segja af óhóflegum lyfjaávísunum lækna. Hann telur kerfið hafa brugðist dóttur hans. Markús Kristjánsson greindi frá sögu Elísabetar fjörtíu og fjögurra ára gamallar dóttur sinnar í Fréttablaðinu fyrir viku en hún lést í ágúst síðast liðnum m.a. vegna óhóflegrar neyslu morfínlyfja. Síðustu fimm mánuðina sem hún lifði fékk hún meira en 2.200 morfíntöflur ávísaðar af einum og sama lækninum. En vandamál hennar byrjuðu fyrir um tveimur árum þegar hún leitaði sér lækninga vegna veikinda í meltingarvegi. Elísabet heitin skildi eftir sig mikið magn af lyfjum, eins og sést í viðtali Heimis Más við Markús í dag. „En hún var búin að plokka sterkustu morfínlyfin úr daglegum skömmtum sínum“ segir Markús. Þá hafi margt fólk haft samband við hann og greint frá lyfjavanda barna sinna. Fólk þori hins vegar ekki að gera sögur sínar opinberar þar sem börn þeirra í lyfjavanda sé enn á lífi. Markús segir dóttur hans hafi vegnað best þegar hún fékk aðhlynningu á geðdeild en það hafi verið í allt of skamman tíma. Í fréttum okkar á mánudag greindum við frá því að engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur fara í gang hjá Landlækni þegar ávísað er mikið af ávanabindandi lyfjum á fólk, jafnvel af sama lækninum. En það stendur til bóta með gagnagrunni sem verður öllum læknum opinn innan nokkurra mánaða. Markús segir verulegra úrbóta þörf. Hann telur að dóttir hans hafi misst lífið vegna mistaka margra í heilbrigðiskerfinu. „Þetta hefði ekki þurft að fara svona ef hún hefði fengið rétta aðstoð,“ segir Markús m.a. í viðtalinu við Heimi Má sem sjá má hér að ofan.
Tengdar fréttir Ekkert sjálfvirkt eftirlit með lyfjaávísunum lækna Landlæknis fylgist af og til með læknum sem ávísa tilteknum lyfjum en engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur eru hjá embættinu. Læknar geta brátt séð ávísanir annarra lækna. 13. október 2014 21:15 Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30 Fjármagn skortir til að fylgja eftir málum sem snúa að lyfjamisnotkun 314 mál sem sneru að lyfjamisnotkun á borð embætti landlæknis í fyrra. 3-4 læknar áminntir á hverju ári, sumir vegna lyfjamála. 14. október 2014 07:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Ekkert sjálfvirkt eftirlit með lyfjaávísunum lækna Landlæknis fylgist af og til með læknum sem ávísa tilteknum lyfjum en engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur eru hjá embættinu. Læknar geta brátt séð ávísanir annarra lækna. 13. október 2014 21:15
Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30
Fjármagn skortir til að fylgja eftir málum sem snúa að lyfjamisnotkun 314 mál sem sneru að lyfjamisnotkun á borð embætti landlæknis í fyrra. 3-4 læknar áminntir á hverju ári, sumir vegna lyfjamála. 14. október 2014 07:00