Segir dóttur sína ekki hafa þurft að deyja Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2014 19:45 Faðir konu sem lést í ágústmánuði m.a. vegna ofneyslu morfínlyfja sem hún fékk ávísað frá einum og sama lækninum segist hafa heyrt í fjölda fólks sem hafi sömu sögu að segja af óhóflegum lyfjaávísunum lækna. Hann telur kerfið hafa brugðist dóttur hans. Markús Kristjánsson greindi frá sögu Elísabetar fjörtíu og fjögurra ára gamallar dóttur sinnar í Fréttablaðinu fyrir viku en hún lést í ágúst síðast liðnum m.a. vegna óhóflegrar neyslu morfínlyfja. Síðustu fimm mánuðina sem hún lifði fékk hún meira en 2.200 morfíntöflur ávísaðar af einum og sama lækninum. En vandamál hennar byrjuðu fyrir um tveimur árum þegar hún leitaði sér lækninga vegna veikinda í meltingarvegi. Elísabet heitin skildi eftir sig mikið magn af lyfjum, eins og sést í viðtali Heimis Más við Markús í dag. „En hún var búin að plokka sterkustu morfínlyfin úr daglegum skömmtum sínum“ segir Markús. Þá hafi margt fólk haft samband við hann og greint frá lyfjavanda barna sinna. Fólk þori hins vegar ekki að gera sögur sínar opinberar þar sem börn þeirra í lyfjavanda sé enn á lífi. Markús segir dóttur hans hafi vegnað best þegar hún fékk aðhlynningu á geðdeild en það hafi verið í allt of skamman tíma. Í fréttum okkar á mánudag greindum við frá því að engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur fara í gang hjá Landlækni þegar ávísað er mikið af ávanabindandi lyfjum á fólk, jafnvel af sama lækninum. En það stendur til bóta með gagnagrunni sem verður öllum læknum opinn innan nokkurra mánaða. Markús segir verulegra úrbóta þörf. Hann telur að dóttir hans hafi misst lífið vegna mistaka margra í heilbrigðiskerfinu. „Þetta hefði ekki þurft að fara svona ef hún hefði fengið rétta aðstoð,“ segir Markús m.a. í viðtalinu við Heimi Má sem sjá má hér að ofan. Tengdar fréttir Ekkert sjálfvirkt eftirlit með lyfjaávísunum lækna Landlæknis fylgist af og til með læknum sem ávísa tilteknum lyfjum en engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur eru hjá embættinu. Læknar geta brátt séð ávísanir annarra lækna. 13. október 2014 21:15 Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30 Fjármagn skortir til að fylgja eftir málum sem snúa að lyfjamisnotkun 314 mál sem sneru að lyfjamisnotkun á borð embætti landlæknis í fyrra. 3-4 læknar áminntir á hverju ári, sumir vegna lyfjamála. 14. október 2014 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Faðir konu sem lést í ágústmánuði m.a. vegna ofneyslu morfínlyfja sem hún fékk ávísað frá einum og sama lækninum segist hafa heyrt í fjölda fólks sem hafi sömu sögu að segja af óhóflegum lyfjaávísunum lækna. Hann telur kerfið hafa brugðist dóttur hans. Markús Kristjánsson greindi frá sögu Elísabetar fjörtíu og fjögurra ára gamallar dóttur sinnar í Fréttablaðinu fyrir viku en hún lést í ágúst síðast liðnum m.a. vegna óhóflegrar neyslu morfínlyfja. Síðustu fimm mánuðina sem hún lifði fékk hún meira en 2.200 morfíntöflur ávísaðar af einum og sama lækninum. En vandamál hennar byrjuðu fyrir um tveimur árum þegar hún leitaði sér lækninga vegna veikinda í meltingarvegi. Elísabet heitin skildi eftir sig mikið magn af lyfjum, eins og sést í viðtali Heimis Más við Markús í dag. „En hún var búin að plokka sterkustu morfínlyfin úr daglegum skömmtum sínum“ segir Markús. Þá hafi margt fólk haft samband við hann og greint frá lyfjavanda barna sinna. Fólk þori hins vegar ekki að gera sögur sínar opinberar þar sem börn þeirra í lyfjavanda sé enn á lífi. Markús segir dóttur hans hafi vegnað best þegar hún fékk aðhlynningu á geðdeild en það hafi verið í allt of skamman tíma. Í fréttum okkar á mánudag greindum við frá því að engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur fara í gang hjá Landlækni þegar ávísað er mikið af ávanabindandi lyfjum á fólk, jafnvel af sama lækninum. En það stendur til bóta með gagnagrunni sem verður öllum læknum opinn innan nokkurra mánaða. Markús segir verulegra úrbóta þörf. Hann telur að dóttir hans hafi misst lífið vegna mistaka margra í heilbrigðiskerfinu. „Þetta hefði ekki þurft að fara svona ef hún hefði fengið rétta aðstoð,“ segir Markús m.a. í viðtalinu við Heimi Má sem sjá má hér að ofan.
Tengdar fréttir Ekkert sjálfvirkt eftirlit með lyfjaávísunum lækna Landlæknis fylgist af og til með læknum sem ávísa tilteknum lyfjum en engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur eru hjá embættinu. Læknar geta brátt séð ávísanir annarra lækna. 13. október 2014 21:15 Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30 Fjármagn skortir til að fylgja eftir málum sem snúa að lyfjamisnotkun 314 mál sem sneru að lyfjamisnotkun á borð embætti landlæknis í fyrra. 3-4 læknar áminntir á hverju ári, sumir vegna lyfjamála. 14. október 2014 07:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Ekkert sjálfvirkt eftirlit með lyfjaávísunum lækna Landlæknis fylgist af og til með læknum sem ávísa tilteknum lyfjum en engar sjálfvirkar viðvörunarbjöllur eru hjá embættinu. Læknar geta brátt séð ávísanir annarra lækna. 13. október 2014 21:15
Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30
Fjármagn skortir til að fylgja eftir málum sem snúa að lyfjamisnotkun 314 mál sem sneru að lyfjamisnotkun á borð embætti landlæknis í fyrra. 3-4 læknar áminntir á hverju ári, sumir vegna lyfjamála. 14. október 2014 07:00