Ekkert sjálfvirkt eftirlit með lyfjaávísunum lækna Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2014 21:15 Ekkert sjálfvirkt eftirlitskerfi er með ávísunum lækna á lyf til einstakra sjúklinga. Þá geta læknar ekki séð með einföldum hætti hvaða lyfjum aðrir læknar hafa ávísað eða í hvaða magni, en það horfir til bóta innan nokkurra mánaða. Viðtal í helgarblaði Fréttablaðsins við föður 44 ára gamallrar konu sem lést í vor meðal annars vegna óhóflegrar notkunar á sterkum verkjalyfjum hefur vakið mikla athygli. En þar greinir faðirinn frá því hvernig líf dóttur hans fjaraði út á um tveimur árum, en hún hafði eftir veikindi í meltingarvegi orðið háð sterkum morfínlyfjum. Á síðasta hálfa árinu sem hún lifði hafði hún fengið ávísað 2.200 morfíntöflum frá sama lækninum. Er ekkert viðvörunarkerfi í gangi hjá Landlæknisembættinu sem hringir bjöllum þegar einn tiltekinn læknir t.d. útskrifar mikið af ávinabindandi lyfjum á einn tiltekinn sjúkling? „Svona já og nei. Það er ekki í gangi neitt sérstakt tölvukerfi, eins og sums staðar er gert reyndar, sem skannar það sem er gert og setur í gang einhverjar bjöllur,“ segir Magnús Jóhannsson læknir hjá Landlæknisembættinu. En hann ásamt fleirum hefur undanfarin ár unnið að gerð lyfjagagnagrunns. Hins vegar skoði embættið reglulega mál þeirra sem séu að fá stærstu skammtana af vissum lyfjum og þá lækna sem ávísi vissum lyfjum. „En mest af þessu er bara dálítið tilviljunarkennt. Vegna þess að við erum undirmannaðir við þetta og þetta byggir svolítið á ábendingum sem við fáum frá læknum, frá lyfjafræðingum aðstandendum, sjúklingunum sjálfum og héðan og þaðan,“ segir Magnús. Þá geta læknar ekki séð með einföldum hætti hvort og þá hvað mikið sjúklingur hefur fengið ávísað af lyfjum frá öðrum læknum, án þess að hafa samband við Landlæknisembættið og láta fletta sjúklingunum upp. en það stendur til bóta, því vinnu við nýjan gagnagrunn er að ljúka. „Það er hópur af læknum sem hefur aðgang að þessu nú þegar. En það fara ekki allir lyfseðlar þarna inn einnþá. Þannig að það er svona takmarkað gagn af þessu. En það stendur til bóta vonandi á næstu mánuðum,“ segir Magnús. Þá ættu allir læknar að geta séð lyfjagjöf annarra lækna til sjúklinga með einfaldri uppflettingu í gagnagrunninum. Tengdar fréttir Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Ekkert sjálfvirkt eftirlitskerfi er með ávísunum lækna á lyf til einstakra sjúklinga. Þá geta læknar ekki séð með einföldum hætti hvaða lyfjum aðrir læknar hafa ávísað eða í hvaða magni, en það horfir til bóta innan nokkurra mánaða. Viðtal í helgarblaði Fréttablaðsins við föður 44 ára gamallrar konu sem lést í vor meðal annars vegna óhóflegrar notkunar á sterkum verkjalyfjum hefur vakið mikla athygli. En þar greinir faðirinn frá því hvernig líf dóttur hans fjaraði út á um tveimur árum, en hún hafði eftir veikindi í meltingarvegi orðið háð sterkum morfínlyfjum. Á síðasta hálfa árinu sem hún lifði hafði hún fengið ávísað 2.200 morfíntöflum frá sama lækninum. Er ekkert viðvörunarkerfi í gangi hjá Landlæknisembættinu sem hringir bjöllum þegar einn tiltekinn læknir t.d. útskrifar mikið af ávinabindandi lyfjum á einn tiltekinn sjúkling? „Svona já og nei. Það er ekki í gangi neitt sérstakt tölvukerfi, eins og sums staðar er gert reyndar, sem skannar það sem er gert og setur í gang einhverjar bjöllur,“ segir Magnús Jóhannsson læknir hjá Landlæknisembættinu. En hann ásamt fleirum hefur undanfarin ár unnið að gerð lyfjagagnagrunns. Hins vegar skoði embættið reglulega mál þeirra sem séu að fá stærstu skammtana af vissum lyfjum og þá lækna sem ávísi vissum lyfjum. „En mest af þessu er bara dálítið tilviljunarkennt. Vegna þess að við erum undirmannaðir við þetta og þetta byggir svolítið á ábendingum sem við fáum frá læknum, frá lyfjafræðingum aðstandendum, sjúklingunum sjálfum og héðan og þaðan,“ segir Magnús. Þá geta læknar ekki séð með einföldum hætti hvort og þá hvað mikið sjúklingur hefur fengið ávísað af lyfjum frá öðrum læknum, án þess að hafa samband við Landlæknisembættið og láta fletta sjúklingunum upp. en það stendur til bóta, því vinnu við nýjan gagnagrunn er að ljúka. „Það er hópur af læknum sem hefur aðgang að þessu nú þegar. En það fara ekki allir lyfseðlar þarna inn einnþá. Þannig að það er svona takmarkað gagn af þessu. En það stendur til bóta vonandi á næstu mánuðum,“ segir Magnús. Þá ættu allir læknar að geta séð lyfjagjöf annarra lækna til sjúklinga með einfaldri uppflettingu í gagnagrunninum.
Tengdar fréttir Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Lést vegna lyfjafíknar: „Læknirinn dældi lyfjum í dóttur mína“ Dóttir Markúsar Kristjánssonar lést vegna misnotkunar á lyfjum. Hann hefur undir höndum útskrift frá apóteki sem sýnir að einn læknir ávísaði hundruðum taflna af morfínlyfi í hverjum mánuði. 11. október 2014 08:30