Ferðamönnunum brugðið og fengu áfallahjálp Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 27. september 2014 09:00 Mikill viðbúnaður Mikill viðbúnaður var á vettvangi en meðal þeirra sem komu að var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á svæðinu auk Landhelgisgæslu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Konan sem slasaðist við Þríhnúkagíga í gær er höfuðkúpubrotin og er haldið sofandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á Landspítalanum. Konan, sem er leiðsögumaður á fimmtugsaldri, féll sjö metra ofan í sprungu við gönguleið á milli Þríhnjúka og Bláfjalla ásamt Bandaríkjamanni á sjötugsaldri sem var staddur þar með hópi ferðamanna. Maðurinn hlaut einnig áverka á höfði en er þó ekki talinn vera alvarlega slasaður. Honum var þó haldið undir eftirliti á sjúkrahúsi í nótt. Maðurinn var í hópnum ásamt bandarískri konu sinni. Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri 3H Travel sem sá um leiðsögn hópsins, segir að unnið sé að því að skoða verkferla og athuga hvort bæta þurfi öryggi á staðnum. Enn er óljóst um tildrög slyssins. „Þegar svona gerist er að sjálfsögðu farið yfir alla okkar verkferla. Þarna virðist bara eiga sér stað hörmulegt slys og erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvað gerist, Það virðist sem leiðsögumaðurinn frá okkur hafi staðið við sprunguna og verið að segja hópnum frá einhverju á meðan hópurinn var að ganga yfir brúna. Hún hafi runnið til í bleytu og misst fótanna. Af hverju maðurinn dettur er óljóst en vitni töldu að um tvö aðskilin atvik hefði verið að ræða. Það er erfitt að segja á þessari stundu þar sem hann var ekki að fullu áttaður eftir slysið og hún meðvitundarlaus. Það er verið að skoða þetta og ræða við fólkið sem var á staðnum,“ segir Björn. Að sögn Björns voru aðstæður á svæðinu góðar þegar slysið átti sér stað. „Það er búið að rigna mikið en stígurinn er malarborinn. Aðstæður voru að öðru leyti góðar, ágætis veður, gott skyggni og allt slíkt. Að sjálfsögðu munum við skoða hvað gæti mögulega verið gert betur, en hingað til hafa aðstæður þarna verið taldar mjög góðar og mun betri en á mörgum öðrum stöðum sem ferðamenn sækja.“ Hinum ferðamönnunum í hópnum var talsvert brugðið eftir atvikið og fengu áfallahjálp. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, virðist ekki sem öryggi á svæðinu sé ábótavant en lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins. Aðgerðir á slysstað voru umfangsmiklar en hátt í 40 manns frá björgunarsveitum, Landhelgisgæslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu tóku þátt í þeim. Auk þess flutti þyrla frá Norðurflugi björgunarfólk og búnað á staðinn. Tengdar fréttir Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24 Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26 Féllu í sprungu við Þríhnúkagíg 26. september 2014 12:08 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Konan sem slasaðist við Þríhnúkagíga í gær er höfuðkúpubrotin og er haldið sofandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á Landspítalanum. Konan, sem er leiðsögumaður á fimmtugsaldri, féll sjö metra ofan í sprungu við gönguleið á milli Þríhnjúka og Bláfjalla ásamt Bandaríkjamanni á sjötugsaldri sem var staddur þar með hópi ferðamanna. Maðurinn hlaut einnig áverka á höfði en er þó ekki talinn vera alvarlega slasaður. Honum var þó haldið undir eftirliti á sjúkrahúsi í nótt. Maðurinn var í hópnum ásamt bandarískri konu sinni. Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri 3H Travel sem sá um leiðsögn hópsins, segir að unnið sé að því að skoða verkferla og athuga hvort bæta þurfi öryggi á staðnum. Enn er óljóst um tildrög slyssins. „Þegar svona gerist er að sjálfsögðu farið yfir alla okkar verkferla. Þarna virðist bara eiga sér stað hörmulegt slys og erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvað gerist, Það virðist sem leiðsögumaðurinn frá okkur hafi staðið við sprunguna og verið að segja hópnum frá einhverju á meðan hópurinn var að ganga yfir brúna. Hún hafi runnið til í bleytu og misst fótanna. Af hverju maðurinn dettur er óljóst en vitni töldu að um tvö aðskilin atvik hefði verið að ræða. Það er erfitt að segja á þessari stundu þar sem hann var ekki að fullu áttaður eftir slysið og hún meðvitundarlaus. Það er verið að skoða þetta og ræða við fólkið sem var á staðnum,“ segir Björn. Að sögn Björns voru aðstæður á svæðinu góðar þegar slysið átti sér stað. „Það er búið að rigna mikið en stígurinn er malarborinn. Aðstæður voru að öðru leyti góðar, ágætis veður, gott skyggni og allt slíkt. Að sjálfsögðu munum við skoða hvað gæti mögulega verið gert betur, en hingað til hafa aðstæður þarna verið taldar mjög góðar og mun betri en á mörgum öðrum stöðum sem ferðamenn sækja.“ Hinum ferðamönnunum í hópnum var talsvert brugðið eftir atvikið og fengu áfallahjálp. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, virðist ekki sem öryggi á svæðinu sé ábótavant en lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins. Aðgerðir á slysstað voru umfangsmiklar en hátt í 40 manns frá björgunarsveitum, Landhelgisgæslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu tóku þátt í þeim. Auk þess flutti þyrla frá Norðurflugi björgunarfólk og búnað á staðinn.
Tengdar fréttir Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24 Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26 Féllu í sprungu við Þríhnúkagíg 26. september 2014 12:08 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24
Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26