Ferðamönnunum brugðið og fengu áfallahjálp Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 27. september 2014 09:00 Mikill viðbúnaður Mikill viðbúnaður var á vettvangi en meðal þeirra sem komu að var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir á svæðinu auk Landhelgisgæslu.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Konan sem slasaðist við Þríhnúkagíga í gær er höfuðkúpubrotin og er haldið sofandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á Landspítalanum. Konan, sem er leiðsögumaður á fimmtugsaldri, féll sjö metra ofan í sprungu við gönguleið á milli Þríhnjúka og Bláfjalla ásamt Bandaríkjamanni á sjötugsaldri sem var staddur þar með hópi ferðamanna. Maðurinn hlaut einnig áverka á höfði en er þó ekki talinn vera alvarlega slasaður. Honum var þó haldið undir eftirliti á sjúkrahúsi í nótt. Maðurinn var í hópnum ásamt bandarískri konu sinni. Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri 3H Travel sem sá um leiðsögn hópsins, segir að unnið sé að því að skoða verkferla og athuga hvort bæta þurfi öryggi á staðnum. Enn er óljóst um tildrög slyssins. „Þegar svona gerist er að sjálfsögðu farið yfir alla okkar verkferla. Þarna virðist bara eiga sér stað hörmulegt slys og erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvað gerist, Það virðist sem leiðsögumaðurinn frá okkur hafi staðið við sprunguna og verið að segja hópnum frá einhverju á meðan hópurinn var að ganga yfir brúna. Hún hafi runnið til í bleytu og misst fótanna. Af hverju maðurinn dettur er óljóst en vitni töldu að um tvö aðskilin atvik hefði verið að ræða. Það er erfitt að segja á þessari stundu þar sem hann var ekki að fullu áttaður eftir slysið og hún meðvitundarlaus. Það er verið að skoða þetta og ræða við fólkið sem var á staðnum,“ segir Björn. Að sögn Björns voru aðstæður á svæðinu góðar þegar slysið átti sér stað. „Það er búið að rigna mikið en stígurinn er malarborinn. Aðstæður voru að öðru leyti góðar, ágætis veður, gott skyggni og allt slíkt. Að sjálfsögðu munum við skoða hvað gæti mögulega verið gert betur, en hingað til hafa aðstæður þarna verið taldar mjög góðar og mun betri en á mörgum öðrum stöðum sem ferðamenn sækja.“ Hinum ferðamönnunum í hópnum var talsvert brugðið eftir atvikið og fengu áfallahjálp. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, virðist ekki sem öryggi á svæðinu sé ábótavant en lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins. Aðgerðir á slysstað voru umfangsmiklar en hátt í 40 manns frá björgunarsveitum, Landhelgisgæslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu tóku þátt í þeim. Auk þess flutti þyrla frá Norðurflugi björgunarfólk og búnað á staðinn. Tengdar fréttir Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24 Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26 Féllu í sprungu við Þríhnúkagíg 26. september 2014 12:08 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Konan sem slasaðist við Þríhnúkagíga í gær er höfuðkúpubrotin og er haldið sofandi eftir að hafa gengist undir aðgerð á Landspítalanum. Konan, sem er leiðsögumaður á fimmtugsaldri, féll sjö metra ofan í sprungu við gönguleið á milli Þríhnjúka og Bláfjalla ásamt Bandaríkjamanni á sjötugsaldri sem var staddur þar með hópi ferðamanna. Maðurinn hlaut einnig áverka á höfði en er þó ekki talinn vera alvarlega slasaður. Honum var þó haldið undir eftirliti á sjúkrahúsi í nótt. Maðurinn var í hópnum ásamt bandarískri konu sinni. Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri 3H Travel sem sá um leiðsögn hópsins, segir að unnið sé að því að skoða verkferla og athuga hvort bæta þurfi öryggi á staðnum. Enn er óljóst um tildrög slyssins. „Þegar svona gerist er að sjálfsögðu farið yfir alla okkar verkferla. Þarna virðist bara eiga sér stað hörmulegt slys og erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvað gerist, Það virðist sem leiðsögumaðurinn frá okkur hafi staðið við sprunguna og verið að segja hópnum frá einhverju á meðan hópurinn var að ganga yfir brúna. Hún hafi runnið til í bleytu og misst fótanna. Af hverju maðurinn dettur er óljóst en vitni töldu að um tvö aðskilin atvik hefði verið að ræða. Það er erfitt að segja á þessari stundu þar sem hann var ekki að fullu áttaður eftir slysið og hún meðvitundarlaus. Það er verið að skoða þetta og ræða við fólkið sem var á staðnum,“ segir Björn. Að sögn Björns voru aðstæður á svæðinu góðar þegar slysið átti sér stað. „Það er búið að rigna mikið en stígurinn er malarborinn. Aðstæður voru að öðru leyti góðar, ágætis veður, gott skyggni og allt slíkt. Að sjálfsögðu munum við skoða hvað gæti mögulega verið gert betur, en hingað til hafa aðstæður þarna verið taldar mjög góðar og mun betri en á mörgum öðrum stöðum sem ferðamenn sækja.“ Hinum ferðamönnunum í hópnum var talsvert brugðið eftir atvikið og fengu áfallahjálp. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, virðist ekki sem öryggi á svæðinu sé ábótavant en lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins. Aðgerðir á slysstað voru umfangsmiklar en hátt í 40 manns frá björgunarsveitum, Landhelgisgæslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu tóku þátt í þeim. Auk þess flutti þyrla frá Norðurflugi björgunarfólk og búnað á staðinn.
Tengdar fréttir Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24 Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26 Féllu í sprungu við Þríhnúkagíg 26. september 2014 12:08 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Haldið sofandi á gjörgæslu eftir slys í Bláfjöllum Íslensk leiðsögukona hlaut alvarlegan höfuðáverka þegar hún og bandarískur ferðamaður féllu niður um sprungu í Bláfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins. 26. september 2014 20:24
Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Framkvæmdastjóri 3H Travel segir það óljóst hvernig sjö metra fall konunnar bar að. 26. september 2014 14:26
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent