Slysið við Þríhnúkagíg: Konan sem slasaðist er leiðsögumaður Bjarki Ármannsson skrifar 26. september 2014 14:26 Frá björgunarstarfinu fyrr í dag. Vísir/Stefán. Konan sem er á gjörgæslu eftir um sjö metra fall í sprungu við Þríhnúkagíg er leiðsögumaður á vegum 3H Travel. Hún var að leiðbeina hópi ferðamanna þegar slysið átti sér stað.Óvíst hvernig slysið bar að Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri 3H Travel, er staddur á svæðinu. Hann segir að allt bendi til þess að konan hafi staðið á barmi sprungunnar og verið að benda ferðamönnum ofan í sprunguna þegar hún féll. „Þetta er lítil sprunga rétt hjá bílastæðinu, kannski um metri á breidd,“ segir Björn. „Hún hefur verið að sýna fólkinu eitthvað ofan í sprungunni, landrek eða eitthvað slíkt, þegar henni skrikaði fótur eða hún rann á einhverju. Blautum mosa kannski.“ Karlmaður á sjötugsaldri sem var í hópi ferðamannanna féll einnig ofan í sprunguna en slasaðist ekki jafn illa. Björn segir að ekki sé alveg ljóst hvernig fall mannsins bar að. Sennilega hafi hann staðið við hlið konunnar og annað hvort dottið við að reyna að aðstoða hana eða vegna þess að honum hafi orðið bilt við.Voru ekki á hættulegum stað Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna er enn á svæðinu ásamt lögreglumönnum í vettvangsrannsókn. Að sögn Björns gekk vel að hífa hin slösuðu upp úr sprungunni og hafa þau nú bæði verið flutt á Landspítalann í Fossvogi. Björn segir það vissulega einkennilegt að konan, sem er reyndur leiðsögumaður, hafi slasast á leið að gígnum. Sprungan sé ekki á sérstaklega hættulegum stað. „Slysin geta alltaf gerst,“ segir Björn. „Manni getur alltaf skrikað fótur eða eitthvað komið fyrir. En þetta er óvenjulegt.“ Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Konan sem er á gjörgæslu eftir um sjö metra fall í sprungu við Þríhnúkagíg er leiðsögumaður á vegum 3H Travel. Hún var að leiðbeina hópi ferðamanna þegar slysið átti sér stað.Óvíst hvernig slysið bar að Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri 3H Travel, er staddur á svæðinu. Hann segir að allt bendi til þess að konan hafi staðið á barmi sprungunnar og verið að benda ferðamönnum ofan í sprunguna þegar hún féll. „Þetta er lítil sprunga rétt hjá bílastæðinu, kannski um metri á breidd,“ segir Björn. „Hún hefur verið að sýna fólkinu eitthvað ofan í sprungunni, landrek eða eitthvað slíkt, þegar henni skrikaði fótur eða hún rann á einhverju. Blautum mosa kannski.“ Karlmaður á sjötugsaldri sem var í hópi ferðamannanna féll einnig ofan í sprunguna en slasaðist ekki jafn illa. Björn segir að ekki sé alveg ljóst hvernig fall mannsins bar að. Sennilega hafi hann staðið við hlið konunnar og annað hvort dottið við að reyna að aðstoða hana eða vegna þess að honum hafi orðið bilt við.Voru ekki á hættulegum stað Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna er enn á svæðinu ásamt lögreglumönnum í vettvangsrannsókn. Að sögn Björns gekk vel að hífa hin slösuðu upp úr sprungunni og hafa þau nú bæði verið flutt á Landspítalann í Fossvogi. Björn segir það vissulega einkennilegt að konan, sem er reyndur leiðsögumaður, hafi slasast á leið að gígnum. Sprungan sé ekki á sérstaklega hættulegum stað. „Slysin geta alltaf gerst,“ segir Björn. „Manni getur alltaf skrikað fótur eða eitthvað komið fyrir. En þetta er óvenjulegt.“
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira