Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2014 10:37 Forseti Úganda, Yoweri Kaguta Museveni, skrifar undir lögin umræddu. Vísir/AFP/GVA Þau Össur Skarphéðinsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Óttar Proppé lögðu í gær fram þverpólitíska þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. Forseti landsins samþykkti í gær lög sem banna samkynhneigð og heimila að varpa samkynhneigðum í lífstíðarfangelsi. Í tillögunni, sem lögð var fram sama dag og forseti Úganda samþykkti lögin, segir að Alþingi fordæmi harðlega samþykkt þingsins í Úganda og staðfestingu forseta á lögum sem heimili ofsóknir gegn samkynhneigðum. Þá feli Alþingi utanríkisráðherra að setja mótmælin fram og að hagræða þróunaraðstoð við Úganda. Ekki eigi að draga úr heildarframlögum að sinni, en stórauka eigi fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu. Einnig á Alþingi að fela utanríkisráðherra að kynna afstöðu þingsins þeim ríkjum sem eigi í þróunarsamvinnu við Úganda, einkum Norðurlöndum. Leita eigi samstöðu um að fleiri ríki hagi viðbrögðum sínum með sama hætti. Í greinargerð tillögunnar segir að þrýstingur ríkja eins og Íslands, sem eigi í þróunarsamvinnu við Úganda hafi hingað til komið í veg fyrir samþykkt laganna í Úganda. „Hann hefur eigi að síður gefið neikvæðar yfirlýsingar um samkynhneigða, sagt þá sjúkt fólk og að þá megi „lækna“ með öðrum aðferðum.Nú hafa þau tíðindi borist að forsetinn hefur staðfest löggjöfina. Hún, og yfirlýsingar forseta Úganda, hafa ýtt undir ofsóknir gegn samkynhneigðum,“ segir í greinargerðinni. Ofbeldi gegn samkynhneigðum hefur náð nýjum hæðum í landinu, eftir að barátta gegn þeim hófst á vettvangi þingsins. Þá hafa dagblöð birt myndir af samkynhneigðu fólki og hvatt til ofsókna á hendur því. Í viðtali við CNN sagði Yoweri Museveni, forseti Úganda, að samkynhneigt fólk væri ógeðslegt. „Ísland á í formlegu þróunarsamstarfi við Úganda og veitir þangað háar fjárhæðir árlega í þróunarmál. Ísland hefur átt í samstarfi við svipað þenkjandi þjóðir sem einnig eiga í þróunarsamvinnu við Úganda. Þessi ríki eiga reglulega fundi með fulltrúum sínum í landinu til að fylgjast með aðgerðum stjórnvalda gegn samkynhneigðum. Þau hafa margsinnis mótmælt sameiginlega þegar stjórnvöld hafa gert sig líkleg til að herða róðurinn gegn samkynhneigðum þar í landi.“ Einnig segir að þó vissulega komi til greina að segja formlega upp samningum um þróunarsamvinnu við Úganda, sé það á þessu stigi ekki talið rétt að grípa til þess að Ísland dragi sig út úr þróunarsamvinnu við landið. „Það kann þó að reynast nauðsynlegt að tjá mótmæli Íslands með formlegum slitum á þróunarsamvinnu ef stjórnvöld láta ekki af ofsóknum sínum gegn samkynhneigðum.“ Tengdar fréttir Lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð í Úganda Lögþing Úganda hefur samþykkt frumvarp sem herðir refsiramma fyrir samkynhneigð, svo mögulegt verði að setja samkynhneigða í lífstíðarfangelsi. Hver sá sem ekki tilkynnir samkynhneigða einstaklinga til lögreglu gæti einnig farið í fangelsi. 20. desember 2013 15:12 Obama varar forseta Úganda við Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað Yoweri Museveni, forseta Úganda, við því að halda til streitu nýjum lögum er varða samkynhneigð. Lögin geti haft áhrif á samskipti landanna og yrði stórt skref aftur á bak fyrir íbúa Úganda. 16. febrúar 2014 22:44 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Þau Össur Skarphéðinsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Óttar Proppé lögðu í gær fram þverpólitíska þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. Forseti landsins samþykkti í gær lög sem banna samkynhneigð og heimila að varpa samkynhneigðum í lífstíðarfangelsi. Í tillögunni, sem lögð var fram sama dag og forseti Úganda samþykkti lögin, segir að Alþingi fordæmi harðlega samþykkt þingsins í Úganda og staðfestingu forseta á lögum sem heimili ofsóknir gegn samkynhneigðum. Þá feli Alþingi utanríkisráðherra að setja mótmælin fram og að hagræða þróunaraðstoð við Úganda. Ekki eigi að draga úr heildarframlögum að sinni, en stórauka eigi fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu. Einnig á Alþingi að fela utanríkisráðherra að kynna afstöðu þingsins þeim ríkjum sem eigi í þróunarsamvinnu við Úganda, einkum Norðurlöndum. Leita eigi samstöðu um að fleiri ríki hagi viðbrögðum sínum með sama hætti. Í greinargerð tillögunnar segir að þrýstingur ríkja eins og Íslands, sem eigi í þróunarsamvinnu við Úganda hafi hingað til komið í veg fyrir samþykkt laganna í Úganda. „Hann hefur eigi að síður gefið neikvæðar yfirlýsingar um samkynhneigða, sagt þá sjúkt fólk og að þá megi „lækna“ með öðrum aðferðum.Nú hafa þau tíðindi borist að forsetinn hefur staðfest löggjöfina. Hún, og yfirlýsingar forseta Úganda, hafa ýtt undir ofsóknir gegn samkynhneigðum,“ segir í greinargerðinni. Ofbeldi gegn samkynhneigðum hefur náð nýjum hæðum í landinu, eftir að barátta gegn þeim hófst á vettvangi þingsins. Þá hafa dagblöð birt myndir af samkynhneigðu fólki og hvatt til ofsókna á hendur því. Í viðtali við CNN sagði Yoweri Museveni, forseti Úganda, að samkynhneigt fólk væri ógeðslegt. „Ísland á í formlegu þróunarsamstarfi við Úganda og veitir þangað háar fjárhæðir árlega í þróunarmál. Ísland hefur átt í samstarfi við svipað þenkjandi þjóðir sem einnig eiga í þróunarsamvinnu við Úganda. Þessi ríki eiga reglulega fundi með fulltrúum sínum í landinu til að fylgjast með aðgerðum stjórnvalda gegn samkynhneigðum. Þau hafa margsinnis mótmælt sameiginlega þegar stjórnvöld hafa gert sig líkleg til að herða róðurinn gegn samkynhneigðum þar í landi.“ Einnig segir að þó vissulega komi til greina að segja formlega upp samningum um þróunarsamvinnu við Úganda, sé það á þessu stigi ekki talið rétt að grípa til þess að Ísland dragi sig út úr þróunarsamvinnu við landið. „Það kann þó að reynast nauðsynlegt að tjá mótmæli Íslands með formlegum slitum á þróunarsamvinnu ef stjórnvöld láta ekki af ofsóknum sínum gegn samkynhneigðum.“
Tengdar fréttir Lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð í Úganda Lögþing Úganda hefur samþykkt frumvarp sem herðir refsiramma fyrir samkynhneigð, svo mögulegt verði að setja samkynhneigða í lífstíðarfangelsi. Hver sá sem ekki tilkynnir samkynhneigða einstaklinga til lögreglu gæti einnig farið í fangelsi. 20. desember 2013 15:12 Obama varar forseta Úganda við Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað Yoweri Museveni, forseta Úganda, við því að halda til streitu nýjum lögum er varða samkynhneigð. Lögin geti haft áhrif á samskipti landanna og yrði stórt skref aftur á bak fyrir íbúa Úganda. 16. febrúar 2014 22:44 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð í Úganda Lögþing Úganda hefur samþykkt frumvarp sem herðir refsiramma fyrir samkynhneigð, svo mögulegt verði að setja samkynhneigða í lífstíðarfangelsi. Hver sá sem ekki tilkynnir samkynhneigða einstaklinga til lögreglu gæti einnig farið í fangelsi. 20. desember 2013 15:12
Obama varar forseta Úganda við Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað Yoweri Museveni, forseta Úganda, við því að halda til streitu nýjum lögum er varða samkynhneigð. Lögin geti haft áhrif á samskipti landanna og yrði stórt skref aftur á bak fyrir íbúa Úganda. 16. febrúar 2014 22:44
„Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54
Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46
Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28