Erlent

Obama varar forseta Úganda við

Stefán Árni Pálsson skrifar
Barack Obama hefur verið í forsetastól frá því í ársbyrjun 2009.
Barack Obama hefur verið í forsetastól frá því í ársbyrjun 2009. Vísir/AP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað Yoweri Museveni, forseta Úganda, við því að halda til streitu nýjum lögum er varða samkynhneigð. Lögin geti haft áhrif á samskipti landanna og yrði stórt skref aftur á bak fyrir íbúa Úganda. 

Þann 20. desember samþykkti úgandska þingið frumvarp sem þyngir refsingar við samkynhneigð. Lífstíðarfangelsi getur legið við samkynhneigð samkvæmt frumvarpinu en

hegningarlög í landinu banna nú þegar samræði einstaklinga af sama kyni.

„Samband okkar við úgandska ríkið mun breytast töluvert verði lögunum ekki breytt,“ segir Obama.

Bandaríkjamenn hafa veitt Úganda háar fjárhæðir í styrki undanfarin ár eða um 400 milljónir bandaríkjadali á ári. Það svarar til 45 milljarða íslenskra króna.

„Það eiga allir að njóta jafnréttis í heiminum og það á ekki að skipta máli hvern þú elskar,“ segir Obama.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×