Vilja beina þróunaraðstoð til samtaka samkynhneigðra í Úganda Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2014 10:37 Forseti Úganda, Yoweri Kaguta Museveni, skrifar undir lögin umræddu. Vísir/AFP/GVA Þau Össur Skarphéðinsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Óttar Proppé lögðu í gær fram þverpólitíska þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. Forseti landsins samþykkti í gær lög sem banna samkynhneigð og heimila að varpa samkynhneigðum í lífstíðarfangelsi. Í tillögunni, sem lögð var fram sama dag og forseti Úganda samþykkti lögin, segir að Alþingi fordæmi harðlega samþykkt þingsins í Úganda og staðfestingu forseta á lögum sem heimili ofsóknir gegn samkynhneigðum. Þá feli Alþingi utanríkisráðherra að setja mótmælin fram og að hagræða þróunaraðstoð við Úganda. Ekki eigi að draga úr heildarframlögum að sinni, en stórauka eigi fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu. Einnig á Alþingi að fela utanríkisráðherra að kynna afstöðu þingsins þeim ríkjum sem eigi í þróunarsamvinnu við Úganda, einkum Norðurlöndum. Leita eigi samstöðu um að fleiri ríki hagi viðbrögðum sínum með sama hætti. Í greinargerð tillögunnar segir að þrýstingur ríkja eins og Íslands, sem eigi í þróunarsamvinnu við Úganda hafi hingað til komið í veg fyrir samþykkt laganna í Úganda. „Hann hefur eigi að síður gefið neikvæðar yfirlýsingar um samkynhneigða, sagt þá sjúkt fólk og að þá megi „lækna“ með öðrum aðferðum.Nú hafa þau tíðindi borist að forsetinn hefur staðfest löggjöfina. Hún, og yfirlýsingar forseta Úganda, hafa ýtt undir ofsóknir gegn samkynhneigðum,“ segir í greinargerðinni. Ofbeldi gegn samkynhneigðum hefur náð nýjum hæðum í landinu, eftir að barátta gegn þeim hófst á vettvangi þingsins. Þá hafa dagblöð birt myndir af samkynhneigðu fólki og hvatt til ofsókna á hendur því. Í viðtali við CNN sagði Yoweri Museveni, forseti Úganda, að samkynhneigt fólk væri ógeðslegt. „Ísland á í formlegu þróunarsamstarfi við Úganda og veitir þangað háar fjárhæðir árlega í þróunarmál. Ísland hefur átt í samstarfi við svipað þenkjandi þjóðir sem einnig eiga í þróunarsamvinnu við Úganda. Þessi ríki eiga reglulega fundi með fulltrúum sínum í landinu til að fylgjast með aðgerðum stjórnvalda gegn samkynhneigðum. Þau hafa margsinnis mótmælt sameiginlega þegar stjórnvöld hafa gert sig líkleg til að herða róðurinn gegn samkynhneigðum þar í landi.“ Einnig segir að þó vissulega komi til greina að segja formlega upp samningum um þróunarsamvinnu við Úganda, sé það á þessu stigi ekki talið rétt að grípa til þess að Ísland dragi sig út úr þróunarsamvinnu við landið. „Það kann þó að reynast nauðsynlegt að tjá mótmæli Íslands með formlegum slitum á þróunarsamvinnu ef stjórnvöld láta ekki af ofsóknum sínum gegn samkynhneigðum.“ Tengdar fréttir Lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð í Úganda Lögþing Úganda hefur samþykkt frumvarp sem herðir refsiramma fyrir samkynhneigð, svo mögulegt verði að setja samkynhneigða í lífstíðarfangelsi. Hver sá sem ekki tilkynnir samkynhneigða einstaklinga til lögreglu gæti einnig farið í fangelsi. 20. desember 2013 15:12 Obama varar forseta Úganda við Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað Yoweri Museveni, forseta Úganda, við því að halda til streitu nýjum lögum er varða samkynhneigð. Lögin geti haft áhrif á samskipti landanna og yrði stórt skref aftur á bak fyrir íbúa Úganda. 16. febrúar 2014 22:44 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Þau Össur Skarphéðinsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Birgitta Jónsdóttir og Óttar Proppé lögðu í gær fram þverpólitíska þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofsóknir gegn samkynhneigðum í Úganda. Forseti landsins samþykkti í gær lög sem banna samkynhneigð og heimila að varpa samkynhneigðum í lífstíðarfangelsi. Í tillögunni, sem lögð var fram sama dag og forseti Úganda samþykkti lögin, segir að Alþingi fordæmi harðlega samþykkt þingsins í Úganda og staðfestingu forseta á lögum sem heimili ofsóknir gegn samkynhneigðum. Þá feli Alþingi utanríkisráðherra að setja mótmælin fram og að hagræða þróunaraðstoð við Úganda. Ekki eigi að draga úr heildarframlögum að sinni, en stórauka eigi fjárframlög til samtaka samkynhneigðra í landinu. Einnig á Alþingi að fela utanríkisráðherra að kynna afstöðu þingsins þeim ríkjum sem eigi í þróunarsamvinnu við Úganda, einkum Norðurlöndum. Leita eigi samstöðu um að fleiri ríki hagi viðbrögðum sínum með sama hætti. Í greinargerð tillögunnar segir að þrýstingur ríkja eins og Íslands, sem eigi í þróunarsamvinnu við Úganda hafi hingað til komið í veg fyrir samþykkt laganna í Úganda. „Hann hefur eigi að síður gefið neikvæðar yfirlýsingar um samkynhneigða, sagt þá sjúkt fólk og að þá megi „lækna“ með öðrum aðferðum.Nú hafa þau tíðindi borist að forsetinn hefur staðfest löggjöfina. Hún, og yfirlýsingar forseta Úganda, hafa ýtt undir ofsóknir gegn samkynhneigðum,“ segir í greinargerðinni. Ofbeldi gegn samkynhneigðum hefur náð nýjum hæðum í landinu, eftir að barátta gegn þeim hófst á vettvangi þingsins. Þá hafa dagblöð birt myndir af samkynhneigðu fólki og hvatt til ofsókna á hendur því. Í viðtali við CNN sagði Yoweri Museveni, forseti Úganda, að samkynhneigt fólk væri ógeðslegt. „Ísland á í formlegu þróunarsamstarfi við Úganda og veitir þangað háar fjárhæðir árlega í þróunarmál. Ísland hefur átt í samstarfi við svipað þenkjandi þjóðir sem einnig eiga í þróunarsamvinnu við Úganda. Þessi ríki eiga reglulega fundi með fulltrúum sínum í landinu til að fylgjast með aðgerðum stjórnvalda gegn samkynhneigðum. Þau hafa margsinnis mótmælt sameiginlega þegar stjórnvöld hafa gert sig líkleg til að herða róðurinn gegn samkynhneigðum þar í landi.“ Einnig segir að þó vissulega komi til greina að segja formlega upp samningum um þróunarsamvinnu við Úganda, sé það á þessu stigi ekki talið rétt að grípa til þess að Ísland dragi sig út úr þróunarsamvinnu við landið. „Það kann þó að reynast nauðsynlegt að tjá mótmæli Íslands með formlegum slitum á þróunarsamvinnu ef stjórnvöld láta ekki af ofsóknum sínum gegn samkynhneigðum.“
Tengdar fréttir Lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð í Úganda Lögþing Úganda hefur samþykkt frumvarp sem herðir refsiramma fyrir samkynhneigð, svo mögulegt verði að setja samkynhneigða í lífstíðarfangelsi. Hver sá sem ekki tilkynnir samkynhneigða einstaklinga til lögreglu gæti einnig farið í fangelsi. 20. desember 2013 15:12 Obama varar forseta Úganda við Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað Yoweri Museveni, forseta Úganda, við því að halda til streitu nýjum lögum er varða samkynhneigð. Lögin geti haft áhrif á samskipti landanna og yrði stórt skref aftur á bak fyrir íbúa Úganda. 16. febrúar 2014 22:44 „Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54 Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46 Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Lífstíðarfangelsi fyrir samkynhneigð í Úganda Lögþing Úganda hefur samþykkt frumvarp sem herðir refsiramma fyrir samkynhneigð, svo mögulegt verði að setja samkynhneigða í lífstíðarfangelsi. Hver sá sem ekki tilkynnir samkynhneigða einstaklinga til lögreglu gæti einnig farið í fangelsi. 20. desember 2013 15:12
Obama varar forseta Úganda við Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur varað Yoweri Museveni, forseta Úganda, við því að halda til streitu nýjum lögum er varða samkynhneigð. Lögin geti haft áhrif á samskipti landanna og yrði stórt skref aftur á bak fyrir íbúa Úganda. 16. febrúar 2014 22:44
„Ógeðslegt fólk“ „Hverslags fólk er þetta? Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta fólk var að gera en mér var sagt það nýlega og það er skelfilegt. Ógeðslegt,“ sagði forseti Úganda skömmu eftir að hafa skrifað undir frumvarp sem kveður á um lífstíðardóm fyrir samkynhneigð í landinu. 25. febrúar 2014 09:54
Segir lögin í Úganda mikil vonbrigði "Íslensk stjórnvöld styðja réttindabaráttu hinsegin fólks á alþjóðavettvangi og það eru mér því mikil vonbrigði að þessi lög hafa nú tekið gildi,“ segir í tilkynningu frá Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra. 24. febrúar 2014 14:46
Lífstíðardómur fyrir samkynhneigð í Úganda lögfestur Forseti landsins samþykkti harðar refsingar fyrir samkynhneigð nú rétt í þessu. 24. febrúar 2014 11:28