Hundaræktandinn á Dalsmynni vill ógilda átta fullyrðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2014 11:30 Árni Stefán Árnason lögfræðingur. VÍSIr/stefán Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur og Hundaræktarinnar ehf. að Dalsmynni gegn lögfræðingnum Árna Stefáni Árnasyni hefst í Héraðsdómi Reykjarvíkur á morgun. Árna er gefið að sök að hafa með ærumeiðandi ummælum í október í fyrra, í fréttum á dv.is og í þættinum Málinu á Skjá einum, vegið alvarlega að starfsheiðri Ástu og starfseminnar í Dalsmynni. Alls er farið fram á að átta ummæli verði dæmd ógild og ómerk og er þess þá einnig krafist að Árni greiði Ástu tvær milljónir króna með vöxtum frá 9 október í fyrra í miskabætur. Málsatvik eru þau að þann 8. október 2013 birtist frétt á vefsíðunni dv.is undir fyrirsögninni „Dýraverndarlögfræðingur: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“. Í fréttinni var greint frá því að sama kvöld yrði sýndur sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Skjá einum, þar sem fjallað yrði um starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni, en Ásta Sigurðadóttir veitir henni forstöðu. Í fréttinni og í sjónvarpsþættinum fullyrti Árni að í rekstri Hundaræktarinnar hefðu um langan tíma verið brotin dýraverndarlög og í færslu á bloggsíðu sinni daginn eftir fullyrti hann einnig að Ásta hefði augljóslega gerst brotleg við lög, að Hundaræktin viðhefði framleiðslu á dýrum við bágborin skilyrði og að Ásta „hefði eitthvað að fela“Ummælin átta Ummæli Árna, sem farið er fram á að verði dæmd ógild og ómerk, eru eftirfarandi: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Dýraníð að Dalsmynni“„Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar allt að tveggja ára fangelsi.“„Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“„Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“„Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“„Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“Starfsheitið eykur vigtinaÍ stefnunni á hendur Árna eru ummælin hér að ofan sögð fela í sér „alvarlegar og óviðurkvæmilegar aðdróttanir og ærumeiðingar“ um að Dalsmynni stundi dýraníð, brjóti dýraverndarlög og hafi hluti að fela, „svo fátt sé nefnt“. Ekki sé um gildisdóma að ræða heldur staðhæfingar um staðreyndir og eru ummælin sögð sérstaklega alvarleg í ljósi þess að Árni kynnir sig ýmist sem dýraverndarlögfræðing eða lögfræðing með dýrarétt sem sérsvið. „Það ljær ummælum hans trúverðugleika í augum almennings og eru ærumeiðingar og aðdróttanir hans því enn alvarlegri en ef leikmaður hefði viðhaft þær,“ er fram kemur í stefnunni.Ásta áður sigrað Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ásta stefnir fyrir ærumeiðandi ummæli um Dalsmynni en árið 2009 sigraði hún meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur. Þá var um að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. Öll voru þau birt á heimasíðunni hundaspjall.is en það va rbloggsíða í umsjá Hrafnhildar.Hrafnhildi var gert að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað.Nánar er rætt við Ástu Sigurðardóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Tengdar fréttir Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Ástu Sigurðardóttur og Hundaræktarinnar ehf. að Dalsmynni gegn lögfræðingnum Árna Stefáni Árnasyni hefst í Héraðsdómi Reykjarvíkur á morgun. Árna er gefið að sök að hafa með ærumeiðandi ummælum í október í fyrra, í fréttum á dv.is og í þættinum Málinu á Skjá einum, vegið alvarlega að starfsheiðri Ástu og starfseminnar í Dalsmynni. Alls er farið fram á að átta ummæli verði dæmd ógild og ómerk og er þess þá einnig krafist að Árni greiði Ástu tvær milljónir króna með vöxtum frá 9 október í fyrra í miskabætur. Málsatvik eru þau að þann 8. október 2013 birtist frétt á vefsíðunni dv.is undir fyrirsögninni „Dýraverndarlögfræðingur: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“. Í fréttinni var greint frá því að sama kvöld yrði sýndur sjónvarpsþáttur á sjónvarpsstöðinni Skjá einum, þar sem fjallað yrði um starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni, en Ásta Sigurðadóttir veitir henni forstöðu. Í fréttinni og í sjónvarpsþættinum fullyrti Árni að í rekstri Hundaræktarinnar hefðu um langan tíma verið brotin dýraverndarlög og í færslu á bloggsíðu sinni daginn eftir fullyrti hann einnig að Ásta hefði augljóslega gerst brotleg við lög, að Hundaræktin viðhefði framleiðslu á dýrum við bágborin skilyrði og að Ásta „hefði eitthvað að fela“Ummælin átta Ummæli Árna, sem farið er fram á að verði dæmd ógild og ómerk, eru eftirfarandi: „Þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Alveg örugglega. Ég hef verið sannfærður í langan tíma um að þarna sé verið að brjóta nokkur ákvæði dýraverndarlaga. Ef ég væri í stöðu til að vera héraðsdýralæknir og með þá reynslu sem ég hef að dýrahaldi, þá væri ég löngu búinn að loka þessum stað“„Dýraníð að Dalsmynni“„Rekstraraðilinn Ásta Sigurðardóttir hefur augljóslega einnig gerst brotleg við dýraverndarlög með ýmsum hætti. Við brotum Ástu eins og þau blasa við mér getur refsing varðar allt að tveggja ára fangelsi.“„Gæsalappir eru hér notaðar því ég tel að starfsemin eigi ekkert skylt við ræktun.“„Að Dalsmynni fer fram framleiðsla á dýrum við bágborin skilyrði“„Það á ekki við um Ástu sem hefur eitthvað að fela.“„Réttilega verður starfsemin að Kjalarnesi aðeins nefnd einu nafni, hvolpaframleiðsla“Starfsheitið eykur vigtinaÍ stefnunni á hendur Árna eru ummælin hér að ofan sögð fela í sér „alvarlegar og óviðurkvæmilegar aðdróttanir og ærumeiðingar“ um að Dalsmynni stundi dýraníð, brjóti dýraverndarlög og hafi hluti að fela, „svo fátt sé nefnt“. Ekki sé um gildisdóma að ræða heldur staðhæfingar um staðreyndir og eru ummælin sögð sérstaklega alvarleg í ljósi þess að Árni kynnir sig ýmist sem dýraverndarlögfræðing eða lögfræðing með dýrarétt sem sérsvið. „Það ljær ummælum hans trúverðugleika í augum almennings og eru ærumeiðingar og aðdróttanir hans því enn alvarlegri en ef leikmaður hefði viðhaft þær,“ er fram kemur í stefnunni.Ásta áður sigrað Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ásta stefnir fyrir ærumeiðandi ummæli um Dalsmynni en árið 2009 sigraði hún meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur. Þá var um að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. Öll voru þau birt á heimasíðunni hundaspjall.is en það va rbloggsíða í umsjá Hrafnhildar.Hrafnhildi var gert að greiða Ástu hálfa milljón í málskostnað en kröfu um miskabætur var hafnað.Nánar er rætt við Ástu Sigurðardóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.
Tengdar fréttir Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Hundaræktandi á Dalsmynni sigrar í meiðyrðamáli Húsfreyjan á hundaræktunarbúinu Dalsmynni, Ásta Sigurðardóttir, sigraði meiðyrðamál gegn Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur, en ummælin höfðu verið skrifuð á bloggsíðu í umsjá Hrafnhildar. Um er að ræða fjögur ummæli af sjö sem voru dæmd ómerk. 11. febrúar 2009 13:09