Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2014 11:08 Vísir/Getty/Valli „Ég hef alltaf getað treyst á minn mann, Suarez,“ segir ónefndur Íslendingur sem hagnaðist ágætlega á umdeildu biti knattspyrnumannsins Suarez.Fátt er meira rætt innan fótboltaheimsins, og reyndar utan hans einnig, atvik gærkvöldsins, úr leik Ítala og Úrúgvæja á HM í Brasilíu í gærkvöldi þegar stjarna þeirra síðarnefndu, Lúis Súarez beit ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í öxlina. Súarez vill gera lítið úr atvikinu, FIFA á eftir að fjalla um málið, en Betsson hefur úrskurðað í málinu: Þetta var bit og hafa fréttir um frumleg veðmál þess efnis að Suarez myndi bíta, farið um heimspressuna. Og þannig vill til að einn þeirra í veröldinni sem lét sér detta í hug að veðja á þetta er Íslendingur. Hann vill ekki koma fram undir nafni en var til í að svara Vísi fáeinum spurningum, og sú sem efst er á baugi hlýtur að vera: Hvernig í ósköpunum datt þér þetta í hug?Chiellini sýnir dómara leiksins far eftir bit Suarez. Á hægri myndinni er Suarez ósáttur við gang mála í leiknum.Vísir/GettyFór að hlæja „Það er reyndar mjög einfalt. Ég er ekki mikill veðmálamaður en átti nokkrar evrur inni á Betsson-reikningi. Var þarna inni og sá lið sem heitir „fyndin veðmál“. Þetta var hæsti stuðullinn og ég setti allt sem ég átti á þetta. Ég var búinn að steingleyma þessu þangað til í gær. Þá mundi ég eftir þessu veðmáli. Þá eiginlega, jahh, fór ég að hlæja. Þetta er skondið.“ Þetta er vissulega skondið. Og ánægjulegt fyrir okkar mann sem setti tæpar sex evrur á það að Suarez myndi bíta, og hann beit og stuðullinn á að það myndi henda var 175, þannig að vinningurinn var uppá rúmar þúsund evrur sem leggur sig á um 156 þúsund krónur. Verðlaunahafinn segist spurður halda með Liverpool og þó hann standi með Suarez, þá liggi fyrir, og um það hefur Betsson úrskurðað, að þetta sé bit, þegar allt kemur til alls. Betsson-veðmálafyrirtækið bauð nefnilega upp á möguleikann á því að veðja á það að Luis Suárez biti mótherja á HM og það voru alls 167 manns tilbúnir að setja pening á það. Líkurnar voru 175 á móti einum. Betsson hefur aðsetur á Möltu. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Reyndi Suárez að bíta Chiellini fyrir ári síðan? Þessi mynd var ekki tekin í gær, Luis Suárez reyndi að bíta Chiellini fyrir ári síðan í leik Ítalíu og Úrúgvæ. 25. júní 2014 11:00 Viðbrögð við bitinu hjá Suárez á Twitter Luis Suárez beit ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellinni í öxlina. 24. júní 2014 18:00 Luis Suárez beit leikmann Ítalíu Úrúgvæinn gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik á HM 2014. 24. júní 2014 17:49 Suárez: Þessir hlutir gerast inn á vellinum Luis Suárez gerði lítið úr atvikinu þegar hann beit Giorgio Chiellini í viðtölum við úrúgvæska fjölmiðla eftir leikinn gegn Ítalíu í gær. 25. júní 2014 08:30 Suárez þarf að leita sér aðstoðar Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær. 25. júní 2014 08:00 Chiellini sýndi bitfarið | Suárez meiddi sig í tönnunum Luis Suárez komst upp með að bíta varnarmann Ítalíu í sigri Úrúgvæ á HM í dag. 24. júní 2014 18:16 Sjáðu öll bitin hjá Suárez | Myndband Luis Suárez hefur bitið andstæðing í hollensku deildinni, ensku úrvalsdeildinni og á HM. 24. júní 2014 20:30 Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær. 25. júní 2014 10:30 Suarez stal sviðsljósinu í sigri Úrúgvæ Luis Suarez minnti enn og aftur á dómgreindarskort sinn er hann beit Giorgio Chiellini í 1-0 sigri Úrúgvæ á Ítalíu í dag. 24. júní 2014 10:40 Skyggir á hversu frábær leikmaður hann er Paul Scholes telur að fólk muni ekki muna eftir knattspyrnuhæfileikum Luis Suárez heldur eftir vandræðunum sem fylgdu honum. 25. júní 2014 09:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Sjá meira
„Ég hef alltaf getað treyst á minn mann, Suarez,“ segir ónefndur Íslendingur sem hagnaðist ágætlega á umdeildu biti knattspyrnumannsins Suarez.Fátt er meira rætt innan fótboltaheimsins, og reyndar utan hans einnig, atvik gærkvöldsins, úr leik Ítala og Úrúgvæja á HM í Brasilíu í gærkvöldi þegar stjarna þeirra síðarnefndu, Lúis Súarez beit ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellini í öxlina. Súarez vill gera lítið úr atvikinu, FIFA á eftir að fjalla um málið, en Betsson hefur úrskurðað í málinu: Þetta var bit og hafa fréttir um frumleg veðmál þess efnis að Suarez myndi bíta, farið um heimspressuna. Og þannig vill til að einn þeirra í veröldinni sem lét sér detta í hug að veðja á þetta er Íslendingur. Hann vill ekki koma fram undir nafni en var til í að svara Vísi fáeinum spurningum, og sú sem efst er á baugi hlýtur að vera: Hvernig í ósköpunum datt þér þetta í hug?Chiellini sýnir dómara leiksins far eftir bit Suarez. Á hægri myndinni er Suarez ósáttur við gang mála í leiknum.Vísir/GettyFór að hlæja „Það er reyndar mjög einfalt. Ég er ekki mikill veðmálamaður en átti nokkrar evrur inni á Betsson-reikningi. Var þarna inni og sá lið sem heitir „fyndin veðmál“. Þetta var hæsti stuðullinn og ég setti allt sem ég átti á þetta. Ég var búinn að steingleyma þessu þangað til í gær. Þá mundi ég eftir þessu veðmáli. Þá eiginlega, jahh, fór ég að hlæja. Þetta er skondið.“ Þetta er vissulega skondið. Og ánægjulegt fyrir okkar mann sem setti tæpar sex evrur á það að Suarez myndi bíta, og hann beit og stuðullinn á að það myndi henda var 175, þannig að vinningurinn var uppá rúmar þúsund evrur sem leggur sig á um 156 þúsund krónur. Verðlaunahafinn segist spurður halda með Liverpool og þó hann standi með Suarez, þá liggi fyrir, og um það hefur Betsson úrskurðað, að þetta sé bit, þegar allt kemur til alls. Betsson-veðmálafyrirtækið bauð nefnilega upp á möguleikann á því að veðja á það að Luis Suárez biti mótherja á HM og það voru alls 167 manns tilbúnir að setja pening á það. Líkurnar voru 175 á móti einum. Betsson hefur aðsetur á Möltu.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Reyndi Suárez að bíta Chiellini fyrir ári síðan? Þessi mynd var ekki tekin í gær, Luis Suárez reyndi að bíta Chiellini fyrir ári síðan í leik Ítalíu og Úrúgvæ. 25. júní 2014 11:00 Viðbrögð við bitinu hjá Suárez á Twitter Luis Suárez beit ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellinni í öxlina. 24. júní 2014 18:00 Luis Suárez beit leikmann Ítalíu Úrúgvæinn gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik á HM 2014. 24. júní 2014 17:49 Suárez: Þessir hlutir gerast inn á vellinum Luis Suárez gerði lítið úr atvikinu þegar hann beit Giorgio Chiellini í viðtölum við úrúgvæska fjölmiðla eftir leikinn gegn Ítalíu í gær. 25. júní 2014 08:30 Suárez þarf að leita sér aðstoðar Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær. 25. júní 2014 08:00 Chiellini sýndi bitfarið | Suárez meiddi sig í tönnunum Luis Suárez komst upp með að bíta varnarmann Ítalíu í sigri Úrúgvæ á HM í dag. 24. júní 2014 18:16 Sjáðu öll bitin hjá Suárez | Myndband Luis Suárez hefur bitið andstæðing í hollensku deildinni, ensku úrvalsdeildinni og á HM. 24. júní 2014 20:30 Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær. 25. júní 2014 10:30 Suarez stal sviðsljósinu í sigri Úrúgvæ Luis Suarez minnti enn og aftur á dómgreindarskort sinn er hann beit Giorgio Chiellini í 1-0 sigri Úrúgvæ á Ítalíu í dag. 24. júní 2014 10:40 Skyggir á hversu frábær leikmaður hann er Paul Scholes telur að fólk muni ekki muna eftir knattspyrnuhæfileikum Luis Suárez heldur eftir vandræðunum sem fylgdu honum. 25. júní 2014 09:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Sjá meira
Reyndi Suárez að bíta Chiellini fyrir ári síðan? Þessi mynd var ekki tekin í gær, Luis Suárez reyndi að bíta Chiellini fyrir ári síðan í leik Ítalíu og Úrúgvæ. 25. júní 2014 11:00
Viðbrögð við bitinu hjá Suárez á Twitter Luis Suárez beit ítalska varnarmanninn Giorgio Chiellinni í öxlina. 24. júní 2014 18:00
Luis Suárez beit leikmann Ítalíu Úrúgvæinn gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik á HM 2014. 24. júní 2014 17:49
Suárez: Þessir hlutir gerast inn á vellinum Luis Suárez gerði lítið úr atvikinu þegar hann beit Giorgio Chiellini í viðtölum við úrúgvæska fjölmiðla eftir leikinn gegn Ítalíu í gær. 25. júní 2014 08:30
Suárez þarf að leita sér aðstoðar Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton, telur að Luis Suárez þurfi að leita sér aðstoðar eftir að hann beit leikmann í þriðja sinn á ferlinum í leik Úrúgvæ og Ítalíu í gær. 25. júní 2014 08:00
Chiellini sýndi bitfarið | Suárez meiddi sig í tönnunum Luis Suárez komst upp með að bíta varnarmann Ítalíu í sigri Úrúgvæ á HM í dag. 24. júní 2014 18:16
Sjáðu öll bitin hjá Suárez | Myndband Luis Suárez hefur bitið andstæðing í hollensku deildinni, ensku úrvalsdeildinni og á HM. 24. júní 2014 20:30
Veit ekki hvort FIFA hafi nægilegar sannanir Gylfi Þór Orrason á von á því að Luis Suárez verði dæmdur í langt keppnisbann ef aganefnd FIFA finnur fullnægjandi sönnun fyrir því að hann hafi bitið Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ í gær. 25. júní 2014 10:30
Suarez stal sviðsljósinu í sigri Úrúgvæ Luis Suarez minnti enn og aftur á dómgreindarskort sinn er hann beit Giorgio Chiellini í 1-0 sigri Úrúgvæ á Ítalíu í dag. 24. júní 2014 10:40
Skyggir á hversu frábær leikmaður hann er Paul Scholes telur að fólk muni ekki muna eftir knattspyrnuhæfileikum Luis Suárez heldur eftir vandræðunum sem fylgdu honum. 25. júní 2014 09:30