Skaðinn margfaldast ef voðaverkið er tekið upp á myndband Hjörtur Hjartarson skrifar 10. maí 2014 19:30 Óhætt er að fullyrða að marga setti hljóðan þegar fregnir bárust af því vikunni að 16 ára stúlka hefði kært fimm pilta á aldrinum 17-19 ára fyrir nauðgun. Í kjölfarið fluttu fjölmiðlar fréttir af því að nauðgunin hefði verið tekin upp á myndband og því síðan dreift á netinu. Lögreglan hefur þó ekki viljað staðfesta þær fregnir. Soffía Elín Sigurðardóttir, sálfræðingur hefur unnið mikið með fórnarlömbum kynferðisofbeldis, helst börnum og unglingum. Og ef árásin er tekin upp á myndband segir Soffía að ætla megi að þjáningar fórnarlambsins verði mun meiri en ella. „Alvarleiki máls er líklegast meiri þegar um hópnauðgun er að ræða en það má að sjálfsögðu ekki gera minna úr öðrum nauðgunum. Þetta fer allt eftir upplifun fórnarlambsins er og aðstæðum þess. Þannig að það er erfitt að leggja mat á það á einfaldan hátt,“ segir Soffía. „Eins og netheimar eru mun þetta vera þarna alltaf og manneskjan getur upplifað atburðinn aftur og aðrir sjá líka hvað hún gekk í gegnum, sjá hennar niðurlægingu og skelfingu.“ Soffía segir að hlutverk fjölmiðla í málum sem þessum sé vandasamt og að þeir verða að gæta sín til að hlífa fórnarlambinu við frekari þjáningum. „Fjölmiðlar verða að náttúrulega að spyrja sig hvort það sé siðferðislega rétt að vera að benda á tilvist slíkra myndbanda. En það breytir því ekki að ábyrgðin liggur alltaf hjá þeim sem ákveða að skoða það og þarf að vinna með það út frá því. Það þýðir ekki að firra fólk ábyrgð bara vegna þess að fjölmiðlar segja fréttir af því að myndbandið sé í dreifingu.“ Soffía segir það geta verið erfitt að komast inn í hugarheim þeirra sem fremja slík voðaverk. „Svona almennt séð er oft hægt að skipta gerendum í tvo hópa. Annars vegar þá sem eru með það viðhorf að það sé allt í lagi að nauðga, jafnvel siðblinda. Svo eru það hinn hópurinn sem nýtir sér þær aðstæður sem hann er í og gerir eitthvað sem hann hefði að öðrum hætti ekki gert. Mikilvægi punkturinn er samt sá að það breytir engu fyrir upplifun þolanda hvað gekk á í hugarheimi gerandans, nauðgunin átti sér stað,“ segir Soffía. Tengdar fréttir Myndband af hópnauðguninni í dreifingu á netinu Fimm piltar voru leiddir fyrir dómara í gær vegna ásakana um hópnauðgun. Piltarnir eru á aldrinum sautján til nítján ára. 9. maí 2014 10:08 Hópnauðgun í Breiðholti: "Þegar menn lýsa yfir sakleysi ættu þeir ekki að vera hræddir við að myndbönd komi í leitirnar" Fjórir af mönnunum fimm sem kærðir voru fyrir hópnauðgun í Breiðholti um helgina eru undir lögaldri og Barnaverndarnefnd er komin í málið. 9. maí 2014 17:33 Dómari úrskurðar fimmmenningana í gæsluvarðhald Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku voru úrskurðaðir í dag í sex daga gæsluvarðhald, eða til 15. maí. 9. maí 2014 11:08 Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt. 8. maí 2014 16:07 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Ekkert flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að marga setti hljóðan þegar fregnir bárust af því vikunni að 16 ára stúlka hefði kært fimm pilta á aldrinum 17-19 ára fyrir nauðgun. Í kjölfarið fluttu fjölmiðlar fréttir af því að nauðgunin hefði verið tekin upp á myndband og því síðan dreift á netinu. Lögreglan hefur þó ekki viljað staðfesta þær fregnir. Soffía Elín Sigurðardóttir, sálfræðingur hefur unnið mikið með fórnarlömbum kynferðisofbeldis, helst börnum og unglingum. Og ef árásin er tekin upp á myndband segir Soffía að ætla megi að þjáningar fórnarlambsins verði mun meiri en ella. „Alvarleiki máls er líklegast meiri þegar um hópnauðgun er að ræða en það má að sjálfsögðu ekki gera minna úr öðrum nauðgunum. Þetta fer allt eftir upplifun fórnarlambsins er og aðstæðum þess. Þannig að það er erfitt að leggja mat á það á einfaldan hátt,“ segir Soffía. „Eins og netheimar eru mun þetta vera þarna alltaf og manneskjan getur upplifað atburðinn aftur og aðrir sjá líka hvað hún gekk í gegnum, sjá hennar niðurlægingu og skelfingu.“ Soffía segir að hlutverk fjölmiðla í málum sem þessum sé vandasamt og að þeir verða að gæta sín til að hlífa fórnarlambinu við frekari þjáningum. „Fjölmiðlar verða að náttúrulega að spyrja sig hvort það sé siðferðislega rétt að vera að benda á tilvist slíkra myndbanda. En það breytir því ekki að ábyrgðin liggur alltaf hjá þeim sem ákveða að skoða það og þarf að vinna með það út frá því. Það þýðir ekki að firra fólk ábyrgð bara vegna þess að fjölmiðlar segja fréttir af því að myndbandið sé í dreifingu.“ Soffía segir það geta verið erfitt að komast inn í hugarheim þeirra sem fremja slík voðaverk. „Svona almennt séð er oft hægt að skipta gerendum í tvo hópa. Annars vegar þá sem eru með það viðhorf að það sé allt í lagi að nauðga, jafnvel siðblinda. Svo eru það hinn hópurinn sem nýtir sér þær aðstæður sem hann er í og gerir eitthvað sem hann hefði að öðrum hætti ekki gert. Mikilvægi punkturinn er samt sá að það breytir engu fyrir upplifun þolanda hvað gekk á í hugarheimi gerandans, nauðgunin átti sér stað,“ segir Soffía.
Tengdar fréttir Myndband af hópnauðguninni í dreifingu á netinu Fimm piltar voru leiddir fyrir dómara í gær vegna ásakana um hópnauðgun. Piltarnir eru á aldrinum sautján til nítján ára. 9. maí 2014 10:08 Hópnauðgun í Breiðholti: "Þegar menn lýsa yfir sakleysi ættu þeir ekki að vera hræddir við að myndbönd komi í leitirnar" Fjórir af mönnunum fimm sem kærðir voru fyrir hópnauðgun í Breiðholti um helgina eru undir lögaldri og Barnaverndarnefnd er komin í málið. 9. maí 2014 17:33 Dómari úrskurðar fimmmenningana í gæsluvarðhald Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku voru úrskurðaðir í dag í sex daga gæsluvarðhald, eða til 15. maí. 9. maí 2014 11:08 Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt. 8. maí 2014 16:07 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Ekkert flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Myndband af hópnauðguninni í dreifingu á netinu Fimm piltar voru leiddir fyrir dómara í gær vegna ásakana um hópnauðgun. Piltarnir eru á aldrinum sautján til nítján ára. 9. maí 2014 10:08
Hópnauðgun í Breiðholti: "Þegar menn lýsa yfir sakleysi ættu þeir ekki að vera hræddir við að myndbönd komi í leitirnar" Fjórir af mönnunum fimm sem kærðir voru fyrir hópnauðgun í Breiðholti um helgina eru undir lögaldri og Barnaverndarnefnd er komin í málið. 9. maí 2014 17:33
Dómari úrskurðar fimmmenningana í gæsluvarðhald Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku voru úrskurðaðir í dag í sex daga gæsluvarðhald, eða til 15. maí. 9. maí 2014 11:08
Fimm piltar handteknir vegna hópnauðgunar Fórnarlambið er sextán ára menntaskólastúlka. Dómari í héraðsdómi hefur tekið sér frest til morguns til að ákveða um gæsluvarðhald. Ungu mennirnir eru í haldi lögreglu og verða vistaðir í fangageymslum í nótt. 8. maí 2014 16:07