Enski boltinn

Fowler sótti um stöðu knattspyrnustjóra hjá Leeds

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Fowler þótti einstaklega lunkinn fyrir framan markið.
Fowler þótti einstaklega lunkinn fyrir framan markið. Vísir/Getty
Robbie Fowler sem gerði garðinn frægann með Liverpool, Leeds og enska landsliðinu sótti í dag um starf knattspyrnustjóra hjá Leeds United í ensku B-deildinni samkvæmt heimildum SkySports.

Fowler sem lék lengst af með Liverpool og er í guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins lék um þriggja ára skeið með Leeds þar sem hann skoraði 14 mörk í 30 deildarleikjum.

Mikill órói hefur verið yfir Leeds undanfarna mánuði allt frá því að hinn ítalski Massimo Cellino keypti félagið. Hefur hann rekið tvo knattspyrnustjóra á þeim sjö mánuðum sem hann hefur átt félagið, þar af annan þeirra tvisvar á fimm daga tímabili.

Fowler hefur eytt undanförnum árum með liðum víðsvegar um heiminn og sinnti hann starfi leikmanns sem og knattspyrnuþjálfara hjá Muangthong United í Tælandi um tíma áður en hann var leystur undan samningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×